Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 17

Ægir - 15.12.1959, Page 17
ÆGIR — AFMÆLISRIT 15 um í þessu ofviðri og með þeim 48 manns. í næstu blöðum Ægis birtast öðru hvoru samskotalistar fyrir björgunarskútusjóð- inn, en síðan er ekki frekar á þetta minnzt fyrr en í október—nóvember blaðinu 1912 að svofelld smáfrétt birtist: Björgunarbát er verið að reyna að koma upp handa Reykjavík og er byrjað á samskotum í þessum tilgangi. Pegar hið sorglega og mikla slys varð við Viðey 1906, og höfuðstaðarbúar liorfðu á 20 manns drukkna án þess að geta neina björg veitt, meðfram af bátleysi, þá var þegar byrjað á samskotum í sama tilgangi; en fénu sem inn kom þá í því augnamiði var sum- part varið til ekkna og munaðarleysingja sem misstu alla forstöðu þá sömu daga í sjóinn, bæði þar og annarsstaðar, og sumpart til björg- unarbáts. Pað sein inn kom og ákveðið var til björg- unarbáts liefur legið ólireyft síðan, en nú hef- ur aftur lireyfing komizt á málið, mest fyrir fyrirlestur er hr. landlæknir Guðm. Björnsson hélt í vor um sjóskaða hér við iand. ... Björgunarbátur var ekki heldur keypt- ur í þetta skipti, og mun samskotaféð hafa legið óhreyft þangað til Slysavarnafélag Islands var stofnað 1928, en þá mun það hafa verið lagt í björgunarskútusjóð fyrir Reykjavík. Sjómanncvmál — ill danska. í júníblaði 1906 er smápistill eftir „sveitakarl" og segir þar m. a.: íslendingar hafa verið sjómenn frá því er land þetta byggðist. Nú er runnin ný öld yfir þessa stétt hér á landi, eða réttara sagt, sjó- mannastétt hefur ekki verið til hér á landi fyrr en allrasíðustu áratugina. Mundu allir lands- menn vilja óska þess, að hún yrði sem afla- mest og auðugust. Höfum vér sveitamenn mikið gagn af að verzla við þá með ýmsum hætti, og eigi sízt að senda vinnumenn vora til sjávar og láta þá „draga gull úr græði sollnum“. En eitt er það þó í fari þessarar stéttar, er vér mundum vilja kjósa öðruvísi. — Það er vel sagt, sem Einar Benediktsson kvað einhverju sinni: „--- íslenzk orð eru það sem skipa að herða á strengjum“. En eftir því sem vinnu- maður minn segir mér, er hann kemur heim frá sjónum, þá hefir hann ekki heyrt þar nein íslenzk boðorð, heldur illa dönsk. Slíkt er meira en meðalskömm, ef sú þjóð getur eigi sagt fyrir verkum á sjó á móðurmáli sínu, sem er alin upp á sjó að kalla má. ... Ægir tekur undir þessi orð frá sveita- karli og kveðst ætla að reyna að koma því til leiðar að stýrimenn komi sér saman um íslenzk orðtæki í stað þeirra orðskrípa, sem nú tíðkast. Togarafloti EvrópuþjóSa. í ágústblaðinu 1906 segir í stuttum fréttaklausum m. a. að 1904 hafi Bretar átt 1049 botnvörpunga, Þjóðverjar 141, Hollendingar 36, Belgir 22 og Frakkar 3. Fari þeim stöðugt fjölgandi. Þá segir, að sama ár hafi 43 gufuskip stundað hval- veiðar við ísland, Færeyjar og Shetlands- eyjar og veitt 1827 hvali. SíldveiSarnar 1906. I desemberblaðinu 1906 er birt bréf frá Th. S. Falk konsúl í Stavanger til Thor E. Tuliníusar um síldveiðarnar við ísland þetta sumar. Þar stendur m. a.: Eins og kunnugt er, hafa fleiri þjóðir tekið þátt í veiðinni, en nokkru sinni áður, það er fyrir utan íslendinga, Dani og Norðmenn, hafa bæði Svíar, Englendingar og Pjóðverjar tekið þátt í veiðunum. Eins og ég benti á í fyrra, hafa menn meir og meir tekið upp snyrpinæt- ur og ég býst við að gera megi ráð fyrir að 70 slíkar nætur hafi notaðar verið í ár. Síðan ég byrjaði þessa veiði í smáum stíl ár- ið 1900 hefur veiðin orðið sem hér segir: 1900 536 tunnur 1901 816 — 1902 5.000 — 1903 40.000 — 1904 85.000 — 1905 120.000 — 1906 175.000 — Nokkrir íslenzkir kaupmenn hafa tekið þátt í veiðinni í sumar, svo áhuginn sýnist vera vaknaður þar Iíka, og ég heyri nú sagt, að næsta ár sé gert ráð fyrir, að tvö íslenzk félög ætli sér að hafa gufuskip og snyrpinót til veið- anna. Snyrpinótin liefur í ár reynzt ágætt veið- arfæri, einstöku gufuskip hafa fiskað allt að 5000 tn. með einni nót, þennan stutta tíma sem veiðin stóð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.