Ægir - 15.12.1959, Síða 27
ÆGIR — AFMÆLISRIT
25
Fyrsla fiskiþingiS í Reykjavik.
Standandi: Guðmundur ísleifsson, Páll Bjarnason, Ólafur Jónsson, Matthías Ólafsson,
Jón Jónsson, Þorsteinn Gíslason og Arnhjörn Ólafsson.
Sitjandi: Bjarni Sæmundsson, Tryggvi Gunnarsson, Hannes Hafliðason, Matthías Þórðar-
son, Magnús Kristjánsson og Magnús Sigurðsson.
Þannig lauk hinu fvrsta Fiskiþingi hér á
landi, eða þeirri fyrstu fulltrúasamkomu til
þess að ræða málefni fiskimanna, og þeirra
sem af útgerð lifa.
Með því að Fiskifélagið er ungt og óþroskað
enn þá, mega menn ekki gera of miklar kröfur
til þessarar fyrstu fulltrúasamkomu þess. Tim-
inn var alltof takmarkaður sem þingið hafði til
starfa, til þess að það gæti rætt jafnumsvifa-
mikil mál og fyrir lágu. En með því að mikill
áhugi og nauðsyn liggur á hak við þessa nýju
félagsstofnun, þá er von um framfarir og góðan
árangur síðar meir.
Eins og Bjarni menntaskólakennari Sæ-
mundsson drap á í ræðu í þinglok, þá mætti
minna á það, að nú eru 30 ár liðin síðan Þor-
kell prestur Bjarnason kom fyrst með tillögu
um það í fróðlegri ritgerð um fiskiveiðar hér
við land í Tímariti Bókmenntafélagsins 1883,
að stofna fiskifélag hér á landi, með líkum
hætti og hér er orðið. Má því segja, að hvergi
hafi verið hrapað að þessari félagsstofnun
vorri. En vér vonum að hún verði þá því
aldurssælli.
Strandgæzlan ónýt.
Það mun ekki hafa verið að ófyrirsynju,
að Fiskiþing gerði framangreinda sam-
þykkt um landhelgisgæzluna. Um það vitn-
ar löng grein í sama blaði Ægis. Nefnist
hún „Strandgæzlan ónýt“. Hún hefst
þannig:
Aldrei hafa kvartanir undan yfirgangi og
ránsskap botnvörpunga verið eins háværar og
nú, enda er strandgæzlan sama sem engin, svo
sem við má búast þar sem hér er aðeins eitt
skip sem á að passa 2440 mílna langt svæði
umhverfis landið og liggur þess utan vikum
saman inni á höfnum. Mætti það víst þykja
hátt reiknað ef skip fengi sekt hér við land í
þúsundasta hverl skipti sem það fer inn fyrir