Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 31

Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 31
ÆGIR — AFMÆLISRIT 29 Björguninni var liagað þannig, að skipunuin var lagt, jafnharðan og þau komu, upp að miðri skipshliðinni á kulborða, en nokkrum af skipshöfninni skipað þar við horðstokkinn og sœttu þeir lagi, að kippa hinum hröktu mönnum inn fyrir hann í hvert skipti, sem sjórinn lyfti skipunum upp í hæð við borð- stokk kúttarans, þannig að tekið var í hendur þeim og handleggi. Var þetta ekki vandalaust verk, eins og ástatt var, en svo snilldarlega tókst það, að allar skipshafnirnar, 38 manns, náðust með heilu og höldnu, án þess að hið minnsta slys vildi til, og voru þó á meðal þeirra menn um sjötugt. Furðu lítið varð og að sjálfum skipunum meðan á þessu stóð. — Fyrsta skipið kom að „Esther“ kl. um 4, en hún var ekki mikið yfir 5, þegar skipshöfnin á siðasta skipinu var komin um borð í „Esther“ — svo að furða má heita, hve greitt það gekk, þrátt fyrir alla erfiðleikana, og sjaldan hefir líklega einum klukkutíma verið betur varið. Ekkj IjF.gói veðrið. hf-idur fór bað þveit á móti versnandi með kveldinu, iierii bæði of- veðrið og frostið; var því ekki viðlit fyrir „Esther“ að reyna að slaga inn á Grindavík, til þess að koma fólkinu til Iands. Var þvi ekki annað að gera, en að leggja henni til drifs og láta „hala“ austur á bóginn og bíða betri tíma. Það var ekki vistlegt innanborðs á „Esther". sjóirnir skullu í sífellu yfir, hléborðstokkur- inn var oftast undir sjó og mikið af dekkinu á hléborða. Uppi var því ekki verandi fvrir hina hröktu menn, sem margir voru orðnir allþjakaðir af þreytu, vosbúð og kulda. Var þeim því demt niður, eins og þeir stóðu í skinnklæðum og öllu saman, klakaðir og blaut- ir og veittur hinn bezti beini og aðhjúkrun sem föng voru á, og sýndi öll skipshöfnin á „Esther“, æðri sem lægri, þeim hina mestu nákvæmni og umhyggju. Má nærri geta að þröngt hafi verið á „Esther" við þessa heim- sókn, 27 manns fyrir og 38 bættust við, alls 65 manns, og er sízt að furða þó þungt hafi orðið loftið í íveruklefum skipsins þar sem svona mörgum mönnum, að undanteknum þeim af skipverjum, sem á verði voru uppi, var troðið saman, en flestum smugum varð að loka sökum sjógangsins. Varð ýmsum af hinum björguðu mönnum óglatt, er þeir komu úr storminum og kuldanum í hitann og svæluna niðri í skipinu og jók það eðlilega ekki á loft- gæðin, en undir þessum kringumstæðum var það nú aukaatriði. Skipið dreif nú austur og undan og sjórinn versnaði eftir því sem lengra kom frá landi, og um nóttina varð að ryðja út nokkru af bar- lestinni til þess að létta það nokkuð og lifur var hengd út í pokum til þess að lægja brot- sjóina. Urðu menn að dúsa niðri allan næsta dag (laugardag) og sunnudagsnótt, en á sunnu- dagsmorguninn fór veðrinu loks að slota svo mikið, að hinir bröttustu fóru að koma upp. Var skipið þá komið langt út í haf, suður og vestur af Vestmannaeyjum. Kl. 8 sama morgun var skipinu lagt til siglingar og um kvöldið náði það undir Reykjanes, nálægt þeim stað, er björgunin fór fram; svo var vent og haldiö undir Krísuvíkurberg og Iátið fyrirberast þar um nóttina. Á mánudagsmorguninn var sjór farinn að kyrrast og var þá öllum skipað upp á dekk og mjög svo nauðsynleg ræsting gerð á híbýlum skipsins. Að líðandi hádegi á mánudag var loks skip- inu lagt til siglingar inn á Grindavík og kom það á Járngerðarstaðavík um nónbilið og skil- aði þar af sér öllum mönnunum, eftir að hafa haft þá innanborðs í 3 sólarhringa. Það hafði verið ætlun skipstjóra, að reyna að bjarga skipunum sjálfum og voru þau því öll fest aftan í „Esther“, en þau töpuðust smám- saman öll og var ekki við öðru að búast, þegar svona var ástatt. Sennilega neíur íóiKinu, sem heima var i Grindavík, ekki verið rótt daginn sem óveðrið skall á, þegar ekki nema 4 skip af 24 náðu lendingu sinni, 20 skip, með milli 210 og 220 manns á, vantaði, og tvísýnt, hvort nokkurt þeirra gæti náð landi, eina vonin hefði þá orðið, að einhver þeirra hefði getað náð í fiski- skip, sem ef til vill hefðu verið á þeim slóðum um þetta leyti. En það fór betur en áhorfðist, eins og nú hefur verið greint frá, og um kvöld- ið höfðu menn víst fengið fregnir af því, hvernig öllu reiddi af. Þó var óvíst um örlög hinna fjögurra skipa, sem „Esther" bjargaði, nema það, að vitavörðurinn á Reykjanesi hafði séð „Esther" heiman að frá sér, og einhver skip halda út að lienni, og að hún hefði fellt forseglin, þegar þau nálguðust hana. Um þetta sendi hann skeyti austur í Grindavík þegar um kvöldið. Menn voru því milli vonar og ótta um, hvort öllum skipshöfnunum liefði verið bjargað eða ekki og nærri má geta, að glaðnað liafi yfir mönnum, þegar „Esther“ kom með alla mennina heila á hófi inn á Járngerðar- staðavík á mánudaginn. ... Þetta áfall bakaði Grindvíkingum mikið tjón, beinlínis og óbeinlínis. Þeir misstu sjö sírip, töfðust flestir frá róðrum nokkra daga og sum- ir þeirra, sem skipin misstu, marga daga. í sambandi við það má geta þess, að 5 af skip- unum, sem lentu heil á „Víkunum", voru flutt landveg, sett austur í Staðarhverfi, 5—7 km veg, yfir hraun (ekki mjög úfið að vísu) og vegleysur, og má kalla það þrekvirki, enda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.