Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 31
ÆGIR — AFMÆLISRIT
29
Björguninni var liagað þannig, að skipunuin
var lagt, jafnharðan og þau komu, upp að
miðri skipshliðinni á kulborða, en nokkrum
af skipshöfninni skipað þar við horðstokkinn
og sœttu þeir lagi, að kippa hinum hröktu
mönnum inn fyrir hann í hvert skipti, sem
sjórinn lyfti skipunum upp í hæð við borð-
stokk kúttarans, þannig að tekið var í hendur
þeim og handleggi. Var þetta ekki vandalaust
verk, eins og ástatt var, en svo snilldarlega
tókst það, að allar skipshafnirnar, 38 manns,
náðust með heilu og höldnu, án þess að hið
minnsta slys vildi til, og voru þó á meðal
þeirra menn um sjötugt. Furðu lítið varð og
að sjálfum skipunum meðan á þessu stóð. —
Fyrsta skipið kom að „Esther“ kl. um 4, en
hún var ekki mikið yfir 5, þegar skipshöfnin
á siðasta skipinu var komin um borð í
„Esther“ — svo að furða má heita, hve greitt
það gekk, þrátt fyrir alla erfiðleikana, og
sjaldan hefir líklega einum klukkutíma verið
betur varið.
Ekkj IjF.gói veðrið. hf-idur fór bað þveit á
móti versnandi með kveldinu, iierii bæði of-
veðrið og frostið; var því ekki viðlit fyrir
„Esther“ að reyna að slaga inn á Grindavík,
til þess að koma fólkinu til Iands. Var þvi ekki
annað að gera, en að leggja henni til drifs og
láta „hala“ austur á bóginn og bíða betri tíma.
Það var ekki vistlegt innanborðs á „Esther".
sjóirnir skullu í sífellu yfir, hléborðstokkur-
inn var oftast undir sjó og mikið af dekkinu
á hléborða. Uppi var því ekki verandi fvrir
hina hröktu menn, sem margir voru orðnir
allþjakaðir af þreytu, vosbúð og kulda. Var
þeim því demt niður, eins og þeir stóðu í
skinnklæðum og öllu saman, klakaðir og blaut-
ir og veittur hinn bezti beini og aðhjúkrun
sem föng voru á, og sýndi öll skipshöfnin á
„Esther“, æðri sem lægri, þeim hina mestu
nákvæmni og umhyggju. Má nærri geta að
þröngt hafi verið á „Esther" við þessa heim-
sókn, 27 manns fyrir og 38 bættust við, alls
65 manns, og er sízt að furða þó þungt hafi
orðið loftið í íveruklefum skipsins þar sem
svona mörgum mönnum, að undanteknum þeim
af skipverjum, sem á verði voru uppi, var
troðið saman, en flestum smugum varð að loka
sökum sjógangsins. Varð ýmsum af hinum
björguðu mönnum óglatt, er þeir komu úr
storminum og kuldanum í hitann og svæluna
niðri í skipinu og jók það eðlilega ekki á loft-
gæðin, en undir þessum kringumstæðum var
það nú aukaatriði.
Skipið dreif nú austur og undan og sjórinn
versnaði eftir því sem lengra kom frá landi,
og um nóttina varð að ryðja út nokkru af bar-
lestinni til þess að létta það nokkuð og lifur
var hengd út í pokum til þess að lægja brot-
sjóina. Urðu menn að dúsa niðri allan næsta
dag (laugardag) og sunnudagsnótt, en á sunnu-
dagsmorguninn fór veðrinu loks að slota svo
mikið, að hinir bröttustu fóru að koma upp.
Var skipið þá komið langt út í haf, suður og
vestur af Vestmannaeyjum. Kl. 8 sama morgun
var skipinu lagt til siglingar og um kvöldið
náði það undir Reykjanes, nálægt þeim stað,
er björgunin fór fram; svo var vent og haldiö
undir Krísuvíkurberg og Iátið fyrirberast þar
um nóttina. Á mánudagsmorguninn var sjór
farinn að kyrrast og var þá öllum skipað upp
á dekk og mjög svo nauðsynleg ræsting gerð á
híbýlum skipsins.
Að líðandi hádegi á mánudag var loks skip-
inu lagt til siglingar inn á Grindavík og kom
það á Járngerðarstaðavík um nónbilið og skil-
aði þar af sér öllum mönnunum, eftir að hafa
haft þá innanborðs í 3 sólarhringa.
Það hafði verið ætlun skipstjóra, að reyna
að bjarga skipunum sjálfum og voru þau því
öll fest aftan í „Esther“, en þau töpuðust smám-
saman öll og var ekki við öðru að búast, þegar
svona var ástatt.
Sennilega neíur íóiKinu, sem heima var i
Grindavík, ekki verið rótt daginn sem óveðrið
skall á, þegar ekki nema 4 skip af 24 náðu
lendingu sinni, 20 skip, með milli 210 og 220
manns á, vantaði, og tvísýnt, hvort nokkurt
þeirra gæti náð landi, eina vonin hefði þá
orðið, að einhver þeirra hefði getað náð í fiski-
skip, sem ef til vill hefðu verið á þeim slóðum
um þetta leyti. En það fór betur en áhorfðist,
eins og nú hefur verið greint frá, og um kvöld-
ið höfðu menn víst fengið fregnir af því,
hvernig öllu reiddi af. Þó var óvíst um örlög
hinna fjögurra skipa, sem „Esther" bjargaði,
nema það, að vitavörðurinn á Reykjanesi hafði
séð „Esther" heiman að frá sér, og einhver
skip halda út að lienni, og að hún hefði fellt
forseglin, þegar þau nálguðust hana. Um þetta
sendi hann skeyti austur í Grindavík þegar
um kvöldið. Menn voru því milli vonar og ótta
um, hvort öllum skipshöfnunum liefði verið
bjargað eða ekki og nærri má geta, að glaðnað
liafi yfir mönnum, þegar „Esther“ kom með
alla mennina heila á hófi inn á Járngerðar-
staðavík á mánudaginn. ...
Þetta áfall bakaði Grindvíkingum mikið tjón,
beinlínis og óbeinlínis. Þeir misstu sjö sírip,
töfðust flestir frá róðrum nokkra daga og sum-
ir þeirra, sem skipin misstu, marga daga. í
sambandi við það má geta þess, að 5 af skip-
unum, sem lentu heil á „Víkunum", voru flutt
landveg, sett austur í Staðarhverfi, 5—7 km
veg, yfir hraun (ekki mjög úfið að vísu) og
vegleysur, og má kalla það þrekvirki, enda