Ægir - 15.12.1959, Síða 32
30
ÆGIR — AFMÆLISRIT
þótt 30—40 manns væm um hvert skip og þeir
væru 1—2 daga með þau á leiðinni. Þeir tóku
þann kostinn af því að þeir voru hræddir um
að hann mundi ganga í suður ineð brim, (en
í Vikunum er mesti brimrass), upp úr norðan-
veðrinu, svo að þeir næðu skipunum ckki út,
fyrr en einhverntíma, og meðan norðanveðrið
stóð, varð hvort sem var ekkert gert þarfara.
Þetta minnir mann á sögurnar sem ganga i
Grindavik um „Junkarana“, það voru einhverj-
ir garpar, sem reru ýmist þar, í Höfnum eða
Njarðvíkum eftir áttum og voru svo vel að
manni, að þeir settu skip sitt yfir skagann úr
einni veiðistöðina í aðra.
Frásög mín er mest byggð á skriflegum og
munnlegum upplýsingum eins af formönnun-
um, sem bjargað var á ,,Esther“, Sæmundar
Tómassonar, systursonar míns, á viðtali við
Guðbjart skipstjóra, og á skriflegum skýrslum
nokkurra annarra formanna, sérstaklega þeirra
er brutu skip sín við Reykjanes, og vona ég að
hún sé í öllum verulegum atriðum rétt.
SAIiiVIMNIjSKIPIIM
M.T. Hamrafell .... 16.700 dwt.
M.S. Hvassafell . . . 2300 dwt. M.S. Litlafell . . . . . . 917 dwt
M.S. Arnarfell . . . . 2300 dwt. M.S. Jökulfell . . . . 1045 dwt
M.S. Dísarfell . . . . 1031 dwt. M.S. Helgafell . . . . 3250 dwt
Samvinnumenn kappkosta með skipastól sínum að tryggja
þjóðinni sem hagkvœmasta og ódýrasta vöruflutningf .
SAMBAMD ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAOA
SKIPADEILDIN