Ægir - 15.12.1959, Page 33
ÆGIR — AFMÆLISRIT
31
SKIPASTÓLL ÍSLENDINGA
í ritgerðarkorni
þessu verður leit-
ast við að rekja í
stuttu máli þróun
þá, sem orðið hef-
ur hér á landi frá síðustu aldamótum um
skipakost landsmanna og þá einkum
fiskiskipin, en áður en horfið er að því
verkefni þykir hlýða til fróðleiks og
glöggvunar að drepa lítillega á þróun
þessara mála fyrr á öldum.
Á landnámsöld og næstu 3 aldirnar á
eftir var jafnan töluverð sigling milli ís-
lands og annarra landa, einkum Noregs.
íslendingar áttu skip í förum milli landa
og Austmenn og fleiri sigldu hingað til
lands í verzlunarerindum. Landsmenn og
næstu afkomendur þeirra voru miklir
siglingamenn og urðu frægir af sjóferð-
um sínum til Grænlands og Vínlands.
Frumskilyrði þess, að byggð gæti hald-
ist við sæmileg lífsskilyrði hér á landi,
var það, að sigling til landsins væri svo
rífleg, að aldrei yrði skortur á flutningi
þess varnings frá út'öndum, sem lands-
niönnum var lífsnauðsynlegur. Má með
sanni segja, að lífsafkomu landsmanna
var stefnt í voða, ef þessir aðdrættir
brugðust.
Þetta var landsmönnum ljóst og ber
Gamli sáttmáli glöggt vitni um það hve
ríka áherzlu landsmenn lögðu á það, að
næg sigling til landsins héldist.
Þó að misbrestur yrði í þessu efni var
þó jafnan nokkur sigling til landsins
næstu aldirnar, enda áttu íslendingar þá
skip í förum milli landa, m. a. biskups-
stólarnir og helzt svo langt fram á 16.
öld, en þá drap einokunarverz-unin þessa
sjálfbjargarviðleitni landsmanna. Ofan á
drepsóttir, harðindi og eldgos, sem
hrjáðu þjóðina á 17. og 18. öld, bættist
svo klafi einokunarverzlunarinnar, ófull-
nægjandi aðflutningur á nauðsynjum
landsmanna, vörusvik o. fl. Á þessum öld-
um áttu ís’endingar ekki haffærandi
skip, nema ef telja skal duggu síra
Björns í Selárdal um miðja seytjándu öld
og fleytu þá, er Duggu Eyvindur smíðaði
á öndverðri 18. öld, en hvorki þessar
fleytur né duggur „Innréttinganna"
mörkuðu spor í þessu efni. Þá týndu
menn niður siglingafræði svo enginn
landsmanna gat annast skipstjórn kaup-
skipa.
Jafnskjótt og íslendingar öðluðust tak-
markað verzlunarfrelsi, varð þess strax
vart að rofa tók ti! í því dauðamóki, sem
hvíldi yfir þjóðinni, bæði um bætta verzl-
unarhætti og framfarir í fiskveiðum. Það
þótti í frásögur færandi, þegar athafna-
manninum Bjarna Sívertsen í Hafnar-
firði tókst að fá 6000 ríkisdala lán í
Kaupmannahöfn til þess að reisa skipa-
smíðastöð í Hafnarfirði og 1802 hljóp
fyrsta skipið af stokkunum hjá Bjarna.
Aðrir fetuðu svo í fótspor hans og létu
smíða þilskip innanlands eða keyptu skip
frá útlöndum. Ungir menn réðust til ut-
„Kútter“.