Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 33

Ægir - 15.12.1959, Page 33
ÆGIR — AFMÆLISRIT 31 SKIPASTÓLL ÍSLENDINGA í ritgerðarkorni þessu verður leit- ast við að rekja í stuttu máli þróun þá, sem orðið hef- ur hér á landi frá síðustu aldamótum um skipakost landsmanna og þá einkum fiskiskipin, en áður en horfið er að því verkefni þykir hlýða til fróðleiks og glöggvunar að drepa lítillega á þróun þessara mála fyrr á öldum. Á landnámsöld og næstu 3 aldirnar á eftir var jafnan töluverð sigling milli ís- lands og annarra landa, einkum Noregs. íslendingar áttu skip í förum milli landa og Austmenn og fleiri sigldu hingað til lands í verzlunarerindum. Landsmenn og næstu afkomendur þeirra voru miklir siglingamenn og urðu frægir af sjóferð- um sínum til Grænlands og Vínlands. Frumskilyrði þess, að byggð gæti hald- ist við sæmileg lífsskilyrði hér á landi, var það, að sigling til landsins væri svo rífleg, að aldrei yrði skortur á flutningi þess varnings frá út'öndum, sem lands- niönnum var lífsnauðsynlegur. Má með sanni segja, að lífsafkomu landsmanna var stefnt í voða, ef þessir aðdrættir brugðust. Þetta var landsmönnum ljóst og ber Gamli sáttmáli glöggt vitni um það hve ríka áherzlu landsmenn lögðu á það, að næg sigling til landsins héldist. Þó að misbrestur yrði í þessu efni var þó jafnan nokkur sigling til landsins næstu aldirnar, enda áttu íslendingar þá skip í förum milli landa, m. a. biskups- stólarnir og helzt svo langt fram á 16. öld, en þá drap einokunarverz-unin þessa sjálfbjargarviðleitni landsmanna. Ofan á drepsóttir, harðindi og eldgos, sem hrjáðu þjóðina á 17. og 18. öld, bættist svo klafi einokunarverzlunarinnar, ófull- nægjandi aðflutningur á nauðsynjum landsmanna, vörusvik o. fl. Á þessum öld- um áttu ís’endingar ekki haffærandi skip, nema ef telja skal duggu síra Björns í Selárdal um miðja seytjándu öld og fleytu þá, er Duggu Eyvindur smíðaði á öndverðri 18. öld, en hvorki þessar fleytur né duggur „Innréttinganna" mörkuðu spor í þessu efni. Þá týndu menn niður siglingafræði svo enginn landsmanna gat annast skipstjórn kaup- skipa. Jafnskjótt og íslendingar öðluðust tak- markað verzlunarfrelsi, varð þess strax vart að rofa tók ti! í því dauðamóki, sem hvíldi yfir þjóðinni, bæði um bætta verzl- unarhætti og framfarir í fiskveiðum. Það þótti í frásögur færandi, þegar athafna- manninum Bjarna Sívertsen í Hafnar- firði tókst að fá 6000 ríkisdala lán í Kaupmannahöfn til þess að reisa skipa- smíðastöð í Hafnarfirði og 1802 hljóp fyrsta skipið af stokkunum hjá Bjarna. Aðrir fetuðu svo í fótspor hans og létu smíða þilskip innanlands eða keyptu skip frá útlöndum. Ungir menn réðust til ut- „Kútter“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.