Ægir - 15.12.1959, Síða 34
32
ÆGIR — AFMÆLISRIT
anfarar og lærðu siglingafræði og kenndu
svo öðrum þau fræði eftir heimkomuna,
en árið 1891 var stýrimannaskólinn í
Reykjavík stofnaður og þar með var séð
fyrir menntun skipstjóraefna. Eignuðust
landsmenn smámsaman nokkurn fiski-
skipastól, sem gerður var út til þorsk- og
hákarlaveiða, en mest kvað að aukning-
unni á ofanverðri 19. öld, þegar Englend-
ingar tóku upp veiðar með gufutogurum
og seldu þilskip sín úr landi. Eignuðust
Islendingar mörg þeirra. Árið 1876 var
tala fiskibáta 3208, en tala þilskipa var
þá aðeins 38, flest smá. Talið er, að fiski-
bátar Is’endinga hafi í öndverðu verið
svipaðir að gerð og kaupför þeirra, eða
smækkuð mynd af þeim. Mun það skipa-
lag hafa haldizt fram eftir öldum. Á nítj-
ándu öld ryður sér til rúms nýtt bátalag.
Má þar nefna Engeyjarlag, sem ágætir
bátasmiðir í Engey voru höfundar að.
Breiðfirðingar höfðu sitt eigið lag og
svo var um fleiri landshluta. Stærst voru
róðrarskipin í Vestmannaeyjum og við
Suðurströndina, tólfæringar voru þar
ekki sjaldséðir og margt tíæringa og átt-
æringa. Vegna brimlendinga voru þessi
skip nokkuð frábrugðin öðrum róðrar-
skipum að lagi, mjög viðtaka mikill skut-
urinn. Seglbúnaður var líka nokkuð frá-
brugðinn eftir landshlutum.
Um aldaraðir smíðuðu Islendingar
sjálfir fiskibáta sína og að mestu úr
rekaviði þó var nokkur innflutningur á
efni til bátasmíða, þótt það væri oftast af
skornum skammti.
Margir skipasmiðanna voru völundar
að hag’eik og hinir mestu aðfaramenn við
smíðar. Fór mesta frægðarorð af þessum
mönnum og geyma sagnir nöfn margra
þeirra. Einna minnst kvað að bátasmið-
um á Austfjörðum, og getur það stafað
af því, að þessi landsfjórðungur hafði
jafnan samband við Færeyjar og einnig
Noreg og mun nokkur innflutningur báta
hafa átt sér stað frá þessum löndum til
Austfjarða.
Þegar 20. öldin gekk í garð var tala
fiskiskipa sem gekk til fiskveiða þessi:
Þilskip 130 tals,
Opnir bátar 2091 tals.
Á fyrstu 5 árum aldarinnar, gerast
þeir atburðir í fiskveiðum Islendinga,
sem valdið hafa gerbreytingu í þessum
aðalatvinnuvegi þeirra.
Er þess þá fyrst að geta, að árið 1902
var hreyfill settur í opinn fiskibát á ísa-
firði. Þessi tilraun gafst vel og vakti
mikla athygli. Það kom strax í ljós, að
opnu róðrarskipin voru ekki hentug fyrir
vélar og var því hafizt handa um að