Ægir - 15.12.1959, Síða 42
40
ÆGIR — AFMÆLISRIT
ann, sem veiðar stunda,, þótt ekki séu það
þorskveiðar. Það voru hvalbátarnir, sem
áður voru í leigu, en voru skrásettir hér
í maí 1951 sem eign h.f. Hvals í Hval-
firði.
I árslok 1955 var fiskiskipastóllinn
þessi:
Botnvörpuskip 44 tals 28476 br. lestir
Línugufuskip 6 — 971 — —
Önnur fiskiskip
yfir 100 lestir 44 — 6278— —
Fiskisk. 30-100 1. 250 — 13588 — —
Fiskisk. u. 30 1. 293 — 4198— —
637 tals 53511 br. lestir
Hér lýkur þessu stutta jrfirliti um fiski-
skipastól Islendinga í rúml. hálfa öld.
Hefur verið reynt að gera grein fyrir
þróuninni í þessum málum, en vegna rúm-
leysis varð að þjappa efninu saman og
því ýmsu sleppt, sem ástæða hefði verið
til að taka með.
Enn auka íslendingar skipastólinn og
færast jafnvel í aukana í þessu efni. Yf-
irlit um árlega aukningu flotans er hin
síðustu árin birt í tímaritinu „Ægir“, og
er þeim, sem fræðast vilja um þetta, bent
á að leita þeirra heimilda.
„Gullfoss" eldri.
• •
Onnur skip en fiskiskip
1. Farþega- og flutningasJdp.
Þegar undan eru skildir nokkrir litlir
flóabátar, er ekki hægt að segja að Is-
lendingar hafi haft farþega- og flutn-
ingaskip í förum fyrr en Eimskipafélag
íslands kemur til sögunnar. Einstaka
verzlanir áttu skip í förum til íslands
fyrir þann tíma, en þau voru dönsk að
þjóðerni og skrásett erlendis.
Þegar fyrstu skip Eimskipafélagsins
,,Gullfoss“ og „Goðafoss" komu til lands-
ins 1915, mátti segja að fagnaðaralda
færi yfir landið, enda var þá langþráðu
marki náð, og þjóðin átti þessi skip í
bókstaflegri merkingu, því að fleiri og
færri hluthafar voru svo að segja í
hverri sveit landsins.
I heimsstyrjöldinni fyrri var mikill hörg-
ull á skipum til flutninga, og þó að þessi
tvö fyrstu skip Eimskip bættu úr brýnni
þörf, önnuðu þau hvergi nærri flutn-
ingsþörfinni. Því var það, að landssjóður
keypti 2 flutningaskip til þess að tryggja
vöruflutninga til landsins. Voru það eim-
skipin „Willemoes" og „Borg“ en síðar-
nefnda skipið hafði h.f. Kveldúlfur keypt
hingað til lands. Seinna keypti landssjóð-
ur Thorefélagsskipið
„Sterling" til strand-
siglinga og gerði út
þessi skip um hríð.
„Borg“ var seld úr
landi, en „Sterling“
strandaði og ónýtt-
ist, en „Willemoes“
keypti Eimskipafé-
lagið og gerði út
lengi síðan undir
nafninu „Selfoss".
I lok heimsstyrj-
aldarinnar fyrri
eignuðust landsmenn
nokkur flutninga-
skip, sem voru gerð
út héðan lengri eða
skemmri tíma. Má