Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 51
ÆGIR — AFMÆLISRIT
49
Þótt ekki sé langt um öxl að líta hefir
samt margt gerzt á þeim fimmtíu árum,
sem liðin eru, síðan Ægir sá ljós dagsins.
Á öllum sviðum sjávarútvegsmála hafa
orðið stórstígar framfarir, einkum að því
er varðar tækni hvers konar. I skjóli þess-
arar tækni hafa fiskirannsóknir vaxið frá
litlum vísi, aukizt og eflzt. Til þessa liggja
tvær orsakir: Annars vegar hafa stórvirk
veiðitæki þjarmað að fiskistofnunum og
sent fiskirannsóknunum neyðarmerki
hvað eftir annað. Hins vegar hafa fiski-
rannsóknirnar tekið tæknina í þjónustu
sína.
I.
Fiskirannsóknir eru ungar að árum og
fyrir 50 árum voru þær enn á byrjunar-
stigi að kalla mátti. Úthafsleiðangrar
höfðu þó verið gerðir út á 19. öldinni og
síðar og eru sumir þeirra frægir, og gufu-
togarar voru þá fyrir nokkru komnir til
sögunnar. Árangur leiðangranna örfaði
til frekari rannsókna, aukin sókn skipa-
flotans krafðist þeirra. Mátti því með full-
um sanni segja, að það var vor í lofti.
Á árunum kringum aldamótin sendu
Danir efnilega, unga vísindamenn hingað
til lands, einkum með varðskipum, og birtu
þeir ritgjörðir um niðurstöðurnar á tíma-
bilinu frá 1899 til 1906. Langmerkasta
átakið, sem Danir gerðu, var þó hinn frægi
leiðangur Thors hingað 1903, undir for-
ustu Johs. Schmidts. Þetta var meginþátt-
taka Dana í störfunum á vegum Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins, er hafði verið stofn-
að árið áður.
Að því er varðar rannsóknir á fiski
höfðu margir lagt gjörva hönd á plóginn.
I ritum Eggerts Ólafssonar (1772),
Olavíusar (1780) og Mohr’s (1886) er
getið fiskitegunda við Island, þeirra, er þá
voru kunnar, en fyrstu fiskabókina reit
Faser löngu síðar, 1829. Telja skal og
Fiskatal Gröndals, er kom út 1891.
Fiskirannsóknir íslendinga sjálfra hóf-
Johannes Schmidt.