Ægir - 15.12.1959, Side 53
ÆGIR — AFMÆLISRIT
51
störfum og gat hann eftir það nær því
eingöngu gefið sig að fiskirannsóknum.
Var hann því fyrsti íslendingurinn, sem
átti þess kost að verja öllum tíma sínum
til þeirra starfa. Aðbúnaður til rann-
sókna var í fyllsta máta bágborinn og
varð Bjarni því að láta sér nægja að ferð-
ast á milli verstöðva, eins og hann hafði
gert áður og fara í veiðiferðir með vini
sínum Guðmundi Jónssyni á „Skalla-
grími“. Þó varð þessi ráðstöfun stjórnar-
valdanna til ómetanlegs gagns, þar sem
Bjarni fékk nú tóm til þess að vinna úr
miklum efniviði, sem safnazt hafði saman
um langa röð ára, og var ekki seinna
vænna, þar sem hann var orðinn roskinn
maður þegar hér var komið. Merkasti
ávöxturinn af starfi hans eftir 1923, er
bók hans um íslenzka fiska „íslenzk dýr
I. Fiskarnir", sem kom út 1926. Á þess-
um árum kom út merk ritgjörð eftir A.
Vedel Táning um skarkolann (1929) og
Dr. A. Vedel Táning.
önnur sama ár um ýsuna eftir Harold
Thompson. Má hiklaust telja þessar tvær
ritgjörðir það merkasta, sem skráð hefir
verið um þessa tvo íslenzku nytjafiska. Þá
birtist og ritgjörð um þorskinn (1929) eft-
ir höfund þessarar greinar.
Það mætti skipta 50 ára tímabilinu, sem
hér er um að ræða á sex skemmri skeið,
eftir aðstöðu og mannafla og yrðu þau þá
þessi:
1. 1907—1923. Hægfara en öruggri þró-
un með svipaðri aðstöðu og árin áður,
einkum frá 1903, þegar Danir hófu
hér fiskirannsóknir fyrir alvöru.
2. 1923—1930. Þetta skeið markast af
rannsóknum Bjarna Sæmundssonar,
sem nú fær að gefa sig eingöngu að
fiskirannsóknum.
3. 1931—1937. Nú starfar fiskifræðingur
á vegum Fiskifélags Islands, sem ráðu-
nautur og er það í fyrsta sinn sem
íslenzkur maður er ráðinn til þess að
leggja stund á fiskirannsóknir ein-
vörðungu.
4. 1937—1939. Atvinnudeild háskólans
tók til starfa haustið 1937, en ein
grein hennar var Fiskideildin. Batn-
aði þá aðstaða öll stórum, tæki voru
keypt og mannafli nokkur fenginn til
starfa.
5. Árin 1939—1945 markast af styrjöld-
inni, en þá var lítið sem ekkert hægt
að aðhafast á sjó, en hins vegar gafst
tóm til þess að vinna úr ýmsum gögn-
um, sem safnazt höfðu saman, ekki sízt
varðandi síldina.
6. Að styrjöldinni lokinni (1945— . .. .)
hefst svo nýr tími. Nýir menn ráðast
til starfa, húsnæði er aukið, aðstaða
bætt, verkefnum skipt og rannsóknir
á sjó byrja fyrir alvöru. Þeirri þróun,
sem hófst upp úr styrjaldarlokum, er
ekki lokið enn.
Hér að framan hefur verið minnzt ofur-
lítið á tvö fyrstu skeiðin, nú skal verða
farið nokkrum orðum um fjögur hin síð-
ari.
I. Mannafli og rannsóknarstofur.
Þegar ráðunautur Fiskifélagsins tók til
starfa 1931 varð að sjálfsögðu að byggja
allt upp frá grunni og var aðbúð öll hin
frumstæðasta fyrst í stað. Vinnustaður-
inn var eitt herbergi á þriðju hæð í húsi
Landsbankans, enda hafði Fiskifélagið að-