Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 55
ÆGIR — AFMÆLISRIT
53
deildin ekki haft um hönd rannsóknir á
vötnum og vatnafiskum, eins og hún hafði
áður.
Sem betur fer hefir tekizt að koma upp
dálitlum hóp af aðstoðarfólki, sérfræðing-
unum til handa, enda er það skilyrði til
þess að sérhæfni þeirra megi njóta sín til
fulls. Þegar öllu er á botninn hvolft er
því mikil breyting á orðin á síðast liðnum
20 árum.
Eftir styx-jöldina óx Fiskideildin bi'átt,
þegar fólki fjölgaði, upp úr húsnæði því,
er hún fékk 1937 í byggingu Atvinnu-
deildarinnar á háskólalóðinni, en það var
3 stór og 3 minni herbei'gi. Var þá leigt
húsnæði í Boi'gai'tún 7, 15 herbergi að
íxafninu til, og hefst stofnunin þar við sem
stendur, þótt þröngt sé orðið. En nú er að
rísa af gi'unni ný og mikil bygging, við
hlið Fiskifélagshússins og er bæði fiski-
og fiskiðnrannsóknum ætlaður þar sama-
staður og verður ekki annað séð exx að þar
sé tjaldað til langs tíma á mjög viðun-
andi hátt. Þar verður búið að íslenzkum
fiskirannsóknum eins og bezt gerist í öðr-
um löndum. Síðan Fiskideildin tók til
stai’fa og reyndar allar götur frá 1931,
hafa verið stundaðar síldarrannsóknir á
Siglufii’ði á hverju sumi-i. Aðbúnaður þar
var óviðunandi þangað til keypt var hæð
í húsi (6 lítil herbei'gi). Síðan hæðin var
endurbætt og útbúin svo sem nauðsyn
krafði, hefir vandamálum í’annsóknanna
um húsnæði þar á staðixum verið ráðið
til hlunns.
II. Rannsóknarskip.
Fyrir 50 árum munu fáir hér á landi
hafa látið sig dreyma um, að íslendingar
ættu nokki'u sinni eftir að eignast fiski-
í'annsóknarskip, enda hefir leiðin að því
marki verið löng og þyrnum stráð og má
vai't telja að lokamarkinu sé ennþá náð.
Sagan hefst þegar leita skyldi hrygn-
ingarstöðva Norðui'lands-síldar við suðui’-
strönd Islands, vorið 1935 (sjá Ægi 1935,
bls. 125—132). Nauðsynleg veiðarfæri og
tæki voi’u keypt, en ríkisstjórnin léði vai'ð-
skipið „Þór“ til í’annsóknanna. Komið var
fyrir bergmálsdýptarmæli í skipið, en að-
staða fiskifræðingsins, sem stjói'naði leið-
angrinum, var öll hin bágbornasta. Rann-
sóknir á sýnishornum fóru fram í matsal
skipverja undir hvalbaknum á milli þess
er þeir snæddu eða drukku kaffi, en leið-
angursstjórinn gerði sér að góðu bekk í
setustofu skipstjórans, þessar vikur, sem
rannsóknin stóð. Næsta vetur var haldið
af stað til síldarleita á ný, í febrúar, en
megnið af sumrinu fór í leit að kai'fa-
miðum allt í kringum landið. Aðbúnaður
var óbreyttur, og sama sagan endui'tók
sig aftur 1937, þegar leitað var kai'fa og
síldar. Eina breytingin, sem þá var orðin
á skipinu, var sú, að nú hafði verið settur
í það sjálfritandi bergmálsdýptarmælir.
Á árinu 1938 fékkst því loks framgengt
að fi'amlestiixni á Þór var breytt í rann-
sóknarstofu og svefnklefa. En þessi dýrð
átti sér ekki langan aldur, því óðara en
stríðið brauzt út voru þessar tilfæringar
teknar á brott, skipið leigt til fiskflutn-
inga og kemur það ekki síðan við sögu
íslenzki’a fiskirannsókna.
Meðan á stríðinu stóð var leitað hófanna
að fá smíðað í’annsóknaskip í Svíþjóð, í
líkingu við sænska skipið Skagerak. Teikn-
ingar voru sendar hingað og tilboð fékkst,
en þegar til kom þótti ekki fært að ráðast
í þetta kostnaðarins vegna.
Strax að styi’jöldinni lokinni var leit-
að til skipasmíðastöðva í Danmöi’ku og
Svíþjóð, teikningar gerðar og tilboð feng-
in. Hoi’fið var að því ráði að taka tilboði
fi'á Álboi’g Skipbsvæi’ft og var komið að
því að gera samning um smíðina. En allt
í einu strandaði fyrii’ætlunin án þess þó
að fjárskorti væri um að kenna. Ráðherra
fól skipaverkfi’æðingi að gera teikningar
að nýju skipi, en minna og ófullkomnara
en hinu, án þess að foi'stjóri Fiskideildar
væri látinn um það vita, því síður hafður
með í ráðum. Fjárhagur ríkissjóðs fór nú
að þrengjast, allt rann út í sandinn og
árin liðu.