Ægir - 15.12.1959, Page 59
ÆGIR — AFMÆLISRIT
57
þarf að fá vitneskju um sóknina. Gætu
Islendingar í þessum efnum lært mikið af
Englendingum. Ríður hér á að hafa nána
samvinnu viðfiskimenn og gera þeim skilj-
anlegt hvað er í húfi. Einnig á öðrum svið-
um er slík samvinna ekki aðeins æskileg,
heldur nauðsynleg. Frjósamt samstarf
milli fiskifræðinga og fiskimanna er svo
margþætt að nauðsyn bæri til að koma á
fót nokkurri kennslu við Stýrimannaskól-
ann til þess að tryggja kunnáttu og áhuga
þeirra manna, sem síðar eiga eftir að vera
með fiskiskip.
Og hvað er það svo sem veldur því, að
sum ár lánast klakið í sjónum vel, ungvið-
ið kemst yfir fyrstu hættusvæði lífsins og
margfaldar aflann á einu ári þegar það
kemst í gagnið? Og hví bregzt klak og
uppeldi önnur ár, svo til þurrðar horfir
síðar? Það er bezt að spyrja sjófræðina
um það, hvaða svör hún hefir, en á skal
að ósi stemma. Við vitum allt of lítið um
Golfstrauminn og áhrif veðráttunnar á
vorin. Takmarkið ætti að vera fullkomin
sjórannsóknarstöð, líklega í Vestmanna-
eyjum. Hér væri að ræða um svo mikil-
vægt átak að vel mætti seilast til sam-
vinnu út fyrir pollinn, að minnsta kosti
um rekstur á slíkri stöð. Ég efast um að
nokkurs staðar við Norður-Atlantshafið
séu heppilegri skilyrði fyrir sjórannsókn-
arstöð en einmitt við Vestmannaeyjar.
SCAISIIA-VABIS bátavélar
eru léttbyggðar dieselvélar, viðurkenndar fyrir gangöryggi og sparneytni.
Ef yður vantar vél í bátinn, þá kynnið yður SCANIA-VABIS.
Arm Árnason, | S A R \ H. F.
Hamarsstíg 29 - Akureyri - Sími 2291 Klapparstíg 27 - Reykjavik - Sími 17270