Ægir - 15.12.1959, Síða 66
64
ÆGIR — AFMÆLISRIT
netum á vegum íslenzkrar útgerðar fyrir
Norðurlandi (Raufarhöfn). —
Sumarið 1903 var gerð fyrsta tilraun
hér við land að veiða síld ,með herpinót;
voru þar Norðmenn að verki. —
Sumarið 1906 mun fyrsta íslenzka
skipið hafa verið gert út til síldveiða með
herpinót; var það gufuskipið Leslie, eign
Ágústs Flygenrings frá Hafnarfirði. —
Á síðasta tug 19. aldar hófu Danir að
veiða flatfisk hér við land í dragnót —
með góðum árangri, en þótt merkilegt
megi virðast tóku íslendingar sjálfir ekki
upp þessa veiðiaðferð að nokkru ráði fyrr
en á 2 tug 20. aldar. — Dragnótin náði
allverulegri útbreiðs'u á tímabili, og var
einkum mikilvæg fyrir smærri báta. —
Veiðar þessar höfðu töluverða þýðingu,
ekki sízt fyrir hinar smærri verstöðvar
utan vetrarvertíðarsvæðisins, þar sem
þær voru jafnan stundaðar síðla sumars
og á haustin. — Það var því verulegt
áfall fyrir útgerðannenn þessara smærri
báta og þorpin úti á landsbyggðinni þeg-
ar ákveðið var að banna dragnótaveiði í
landhelgi á árinu 1952, enda þótt brýn
nauðsyn lægi að baki þeirrar ráðstöfunar
þá. — Áður höfðu ýmis minni svæði ver-
ið friðuð fyrir dragnótaveiðum.
Hér hafa verið talin hin helztu veiðar-
færi, sem tekin voru í notkun eða hag-
nýtt í nokkrum mæli á þessari hálfu öld
útkomu Ægis..
Á þessu tímabili hafa miklar endur-
bætur átt sér stað í veiðarfæragerð, og
fjöldi hjálpartækja, sem reynzt hafa ó-
metanleg við fiskveiðarnar, hafa verið
fundin upp. — Herpinótin hefur þannig
t. d. verið endurbætt. — Flotvarpan hef-
ur verið fundin upp og hagnýtt með góð-
um árangri við þorskveiðar á togurum.
Margkróka nylonhandfærið hefur rutt
sér til rúms á síðustu árum. — Af hjálp-
artækjum má nefna lagningsrennuna,
ýmsar gerðir spila, dýptarmæla, ratsjá-
tæki o. fl. o. fl. — í veiðarfæragerð hafa
gerfiefnin nú víða nær útrýmt öðrum teg-
undum þráða.
Atvinna við fiskveiöar og fiskverkun.
Skýrslur greina frá því, að um alda-
mótin hafi um 18% þjóðarinnar haft
framfæri sitt af fiskveiðum og fiskverk-
un, eða um 15000 manns. — Þetta eru að
sjálfsögðu óábyggilegar tölur, vegna þess
að verulegur hluti þessa fólks hefur einn-
ig haft aðra atvinnu með höndum. --------
Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda
fiskimanna annars vegar og fjölda þeirra,
sem að fiskverkun unnu við upphaf aldar-
innar, til samanburðar við þann fjölda,
sem við þessar atvinnugreinar fæst nú til
dags. — Bæði er að mörkin voru allmiklu
ógreinilegri þá en nú er og hitt, að
sjávarútvegurinn var enn árstíðabundn-
ari, einkum vegna smæðar skipanna og
fábreyttra verkunaraðferða. — Mikil-
vægar breytingar urðu á útgerðarháttum
á tímabilinu, sem fyrr segir, og þeim
mönnum, er fiskveiðar stunduðu sem að-
alatvinnu, fjölgaði verulega. — Aukin út-
gerð þilskipa og síðar togara og vélbáta
varð til þess, að atvinnuskilyrði við
sjávarsíðuna stórbötnuðu, og fólk flykkt-
ist þangað; fiskveiðarnar voru ekki leng-
ur eins háðar göngum fisks á ákveðnar
grunnslóðir. — Bæir og þorp stækkuðu
og ný mynduðust; starfsskipting milli
sveita og bæja jókst, en einnig varð tölu-
verð breyting í átt til meiri stai’fsskipting-
ar innan sjávai’útvegsins — milli þeii’i’a,
sem veiddu aflann og hinna, sem verkuðu
hann, og átti útgerð hinna stærri skipa
einnig sinn þátt í því. Að vísu var fiskur
lengi vel saltaður um borð, en aði'ar hend-
ur tóku venjulega við í landi. — Enn
skarpari ui’ðu svo skilin, er hraðfrysting
hófst fyrir alvöru á fjórða tug þessai’ar
aldar. svo og með aukningu síldveiða og
skreiðarvei'kunar. —
Á miðju umi’æddu tímabili, eða á ár-
unum 1920—1930, vei’ða þau mei’ku tíma-
mót í atvinnusögu þessa lands, að íbúar
bæja og þoi’pa (með fleiri íbúum en 300)
vei’ða fleiri en íbúar sveitanna, svo sem
eftirgreind tafla IV. sýnir: