Ægir - 15.12.1959, Page 74
72
ÆGIR — AFMÆLISRIT
mætistölur. — Að því er varðar magnið,
er bæði um að ræða nýjar verkunarað-
ferðir og að einhverju leyti breytingar
á eldri. — Að því er varðar samanburð á
verðmæti hinna útfluttu fiskafurða yfir
ákveðið tímabil ára eða áratuga, koma
bæði til greina ofannefndar breytingar á
hagnýtingu aflans og breytingar þær, sem
orðið hafa á gengi krónunnar miðað við
erlendan gjaldeyri — opinberlega skráð-
ar eða viðurkenndar á annan hátt.
Töflu XIII er ætlað að sýna, að svo miklu
leyti sem unnt er, þessar breytingar,
einkum þó á útflutningsmagni hinna
ýmsu tegunda afurða.
TAFLA XIII Magn og fob.verðmæti útfluttra sjávarafurða.
1905 1915 1925 1935 1945 1957
lestir þ. kr. lestir þ. kr. lestir þ. kr. lestir þ. kr. lestir þ.kr. lestir þ. kr.
Saltfiskur:
vcrkaSur 14.476 5.430 17.932 10.408 39.340 39.521 39.805 17.530 167 370 5.749 41.268
óverkaður 160 25 10.020 4.102 19.797 9.568 13.383 3.240 590 721 27.226 99.227
Söltuð þunnildi 2.918 9.617
Skrcið 21 16 2 2 1 1 150 115 297 1.556 10.154 93.334
Isfiskur 2 0 784 401 5.000 2.140 15.337 4.918 122.339 103.482 16.928 28.012
Freðfiskur 972 292 29.241 63.547 57.128 325.292
Niðursoðið fiskmeti 2 6 279 1.066 145 3.648
Fiskmjöl 3.762 955 2.851 1.369 24.270 59.676
Karfamjöl 930 184 4.940 11.871
Síldarmjöl 1307 810 2.528 1.007 5.324 928 4.928 2.390 8.089 20.586
Þorskalýsi 560 110 2.257 1.837 7.606 5.833 4.786 3.800 8.162 32.496 7.709 31.854
Karfalýsi 294 118 2.594 8.784
Síldarlýsi 1.307 810 2.701 1.731 7.760 1.782 13.888 13.543 8.872 27.689
Hvallýsi 2.855 1.121 283 198 1 1 133 35 3.093 11.028
Hákarlslýsi 601 92 116 85 92 79 10 4
Síld: fryst1, ísvarin 2 22 1 441 6 1.0891 1.502 7.1931 15.338
söltuð 1.816 264 34.917 12.675 20.135 9.359 15.759 6.080 11.454 16.896 26.050 96.940
Hrogn, fryst 242 121 181 179 899 4.556
söltuö 153 68 217 62 501 213 2.436 508 1.603 2.882 3.525 11.266
Hvalkjöt, fryst 209 21 2.734 7.992
Rækjur og humar 81 2.886
Hvalkjötsmjöl 1.557 203 121 19
Aðrar sjávarafurðir 1.473 170 1.927 465 1.122 534 1.379 209 21 34 2.949 3.648
Samtals 23.676 7.500 69.885 31.070 98.824 69.987 112.715 40.906 197.090 242.033 223.246 914.512
Markaður fyrir fiskafurðir er að jafn-
aði óstöðugur og leitin að mörkuðum hef-
ur tíðast sett sín einkenni á íslenzka út-
flutningsframleiðslu og verzlun. — Hef-
ur þetta af ýmsum ástæðum haft í för
með sér margvíslega örðugleika — ör-
yggisleysi í efnahagslífinu, umframfjár-
festingu í mörgum greinum sjávarútvegs-
ins o. fl.
Með töflu XIV er leitast við að skýra
þá hlið málsins, sem snýr að útflutningn-
um til einstakra landa.