Ægir - 15.12.1959, Side 80
78
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Línurit I1)
1904
I 910
19 15
1900
I 9 25
1930
I 93«
I 9 40
I 9 45
I 9 50
19 55
»957
©
5.0 5 9
8.7 3 0
1 3.5 7 0
1 3.&8B
1 2.4 1 7
1 2.1 95 Q
r^J^l
2 6.9 3 2
2 8.4 7 6 ©
U533 ©
£R $TÆRV MEMLST. FJÖLDI $KIPA
FLOTANS $KlPAtWK
BRT. BRT.
en erfiðara er að mæla framlag hinna
þáttanna með nokkurri nákvæmni.*)
Til þess að framleiðnimælingar eigi að
koma að gagni, þurfa flest eða öll skil-
yrði til samanburðar að vera mjög góð.
Þessu er, því miður, ekki þannig háttað
með fiskveiðar. Orsakirnar eru m. a. mis-
munandi aflabrögð, gæftir, fiskni og
margt fleira.
Jón Jónsson fiskifræðingur hefur gert
samanburð á aflamagni gömlu togaranna,
sem byggðir voru fyrir árið 1939 og nýju
togaranna, sem byggðir voru eftir árið
1945. Samanburðurinn er miðaður við ís-
fiskveiðar á sömu miðum á sama ári. Að
líkindum mun þetta það lengsta, sem hægt
er að komast í samanburði á afkastagetu
(efficiency) þessara tveggja tegunda tog-
ara hér á landi, þótt ófullnægjandi sé, en
er enn síður fullnægjandi sem uppistaða
fyrir framleiðnimælingar, enda þótt hægt
væri að afla upplýsinga um ýmsa liði til
*) Um framleiðsluþættina sjá bók próf.
Ólafs Björnssonar „Hagfræði“, úlg. í Reykja-
vík árið 1951, bls. 35.
viðbótar, sem nauðsynlegir eru, svo sem
fjölda skipverja. Tafla I sýnir niðurstöður
rannsókna Jóns.
Tafla I2)
Afli togaranna á ísfiskveiðum
Yfirburðir
Afli á veiðidag nýju tog-
tonn af fiski sl. m. h. aranna yfir
þá gömlu
Ár Veiðitími Nýir tog. Gamlir tog. (3): (4)
(1) (2) (3) (4) (5)
1947 júní— -des. 7.5 5.G 32
1948 Jan,— -Maí 17.G 12.8 38
1948 Júní- —des. 4.9 4.9 0
1949 Jan.—maí 19.2 13.9 38
1949 Júní- —des. 8.6 G.5 32
Yfirburðir nýju togaranna yfir þá
gömlu eru 28% samkvæmt óvegnu meðal-
tali af dálk (5) í þessari töflu. Af þessu
má þó ekki draga þá ályktun, að nýju
togararnir séu 28% afkastameiri en þeir
gömlu, vegna þess að ekki er tekið tillit
til nema þriggja þeirra skilyrða af mörg-
um, sem nauðsynleg eru til samanburðar.
Þetta hlutfall getur raskazt mikið ef hægt
væri að koma við nákvæmari mælingum.