Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 95

Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 95
ÆGIR — AFMÆLISRIT 93 engan veginn verið einhlít. Þess eru dæmi, að eigendur þeirra báta, sem mest hafa aflað, hafa orðið harðast úti. Svo sem kunnugt er krefst vélbátaút- gerð mikils fjár, stofnfjár og reksturs- fjár. Stafar það af því, að vélbátar eru mjög dýr atvinnutæki og reksturskostn- aður er mikill og einmitt þess eðlis, að fé til þess að standa straum af honum þarf að verulegu leyti að vera fyrir hendi, áður en vertíðir hefjast. Hefir þetta — ásamt þeirri staðreynd, að bátaútvegurinn hefir löngum átt við fjárskort að búa vegna ranglátrar tekjuskiptingar í þjóð- félaginu — leitt til þess, að út- vegsmenn hafa — nær eingöngu fyrir milligöngu L. í. Ú. — þurft að heyja þrot- lausa baráttu við ríkisvaldið og banka- stofnanir í landinu, fyrst og fremst í Reykjavík, um að fá viðunanlega fyrir- greiðslu í lánamálum. Það væri vissulega fróðlegt að tefla fram annars vegar sjón- armiðum útvegsmanna og hins vegar bankanna um þessi efni. Eigi mun þó þykja við eiga að gera það á þessum vett- vangi. Ein merkasta stofnun íslenzks sjávarút- vegs er Fiskveiðasjóður íslands, sem stofn- aður var með lögum frá 10. nóv. 1905. Ásamt Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka íslands, hefir Fiskveiðasjóður verið höfuðhjálparhella útvegsmanna við smíði og kaup báta. Verulegur hluti af tekj- um Fiskveiðasjóðs er kominn frá sjávarút- veginum sjálfum, og hefir þess fjár verið aflað með skatti á útfluttar sjávarafurðir. Þess er þó skylt að geta, að ríkisvaldið hefir, einkum seinustu árin, lagt sjóðn- um til allmiklar fjárfúlgur. Höfuðhlut- verk hans er nú orðið að lána fé til ný- smíði báta og vélakaupa og einnig til ver- búðabygginga o. þ .h. Sjóðurinn er orðinn allöflug lánastofnun og er í örum vexti eins og nauðsynlegt er. Er þess að vænta, að sá tími nálgist, er hann geti fullnægt þörf bátaútvegsins í sambandi við við- hald og endurbyggingu vélbáta o. fl. Fiskimálanefnd (síðar Fiskimálasjóð- ur) tók til starfa 1935. Hefir sú stofnun tekjur sínar af útflutningsgjöldum af sjávarafurðum og frá ríkissjóði. Hlutvex-k hennar er að styðja tilraunastarfsemi í þágu sjávarútvegsins, auk þess sem hún lánar fé til byggingar húsa og annarra mannvirkja í sambandi við fiskvinnslu. Sjóður þessi hefir þó ekki fengið til í’áð- stöfunar það fjármagn, sem ráð er fyrir gei’t í lögunum um hann. Hann hefir þó orðið gagnlegur á margan hátt og fer von- andi vaxandi í fi'amtíðinni. Stofnlánadeild sjávarútvegsins hóf starfsemi sína 1946. Var henni, eins og Fiskveiðasjóði ætlað að veita stofnlán til sjávarútvegsins. Það er þó mikill ágalli á þessari stofnun, að henni er ekki ætlað að starfa nema takmarkaðan tíma. Það er þó hin mesta nauðsyn, að gerðar séu ráð- stafanir til þess, að hún fái að halda fram- vegis því fé, sem henni var í upphafi feng- ið í hendur. Vafalaust má um það deila, hvei’su langt skuli ganga í veitingu stofn- eða fjárfest- ingarlána til bátaútvegsins og sjávarút- vegsins yfii’leitt. 1 slíkum efnum gætir ætíð togstreitu milli atvinnuveganna, meðan skoi’tur er á lánsfé. En í þessu sambandi ber að líta á eitt mjög þýðingai’- mikið atriði. Vegna þess að sjávarútveg- urinn hefir lengst af búið við mjög skai’ð- an hlut við teknaskiptinguna í þjóðfélag- inu, hefir ekki safnazt saman hjá útvegs- mönnum fjármagn til endurnýjunar veiði- skipaflotans, þeir, sem fésterkir eru, hafa eðlilega viljað leggja fjármuni sína í ann- an atvinnurekstur en útgerð, sem arðvæn- legri væri. Einmitt af þessari ástæðu er mjög brýn nauðsyn á því, að sjá útvegs- mönnum fyrir ríflegum fjárfestingarlán- um og rekstrarlánum, en í sambandi við þau síðai’nefndu, hafa bankai’nir alltaf verið óhóflega íhaldssamir. Auðvitað væri það æsiklegast fyrir útvegsmenn að þeir væru eigi svo mjög upp á náð lánastofn- ana komnir. En þar sem ki'öfui’nar á hend- ur útveginum hafa lengstum verið meiri en hann gæti undir risið, og það er stað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.