Ægir - 15.12.1959, Page 101
ÆGIR — AFMÆLISRIT
99
C'Jnnnar ‘ÍJÍ'h
Síldarsöltun og síldarútflutningur
íslendinga
Síldveiðar Islendinga eiga sér ekki
langa sögu. Þó er sennilegt að síld haíi
verið hér við land öldum saman áður en
landsmenn hófu síldveiðar fyrir alvöru.
I fornsögunum er þess getið, að sumir
landnámsmanna hafi stundað síldveiðar
í Noregi áður en þeir fluttu búferlum til
íslands, en hvergi er minnzt á að þeir
hafi gert svo mikið sem tilraunir til síld-
veiða við strendur nýja landsins. Aftur
á móti benda nokkur örnefni til þess, að
síldveiðar kunni að hafa verið stundaðar
hér áður fyrr, enda þótt ekkert verði sagt
um það með vissu.
í byrjun 18. aldar munu síldveiðar
hafa verið stundaðar lítilsháttar frá ein-
staka verstöðvum. Árni Magnússon getur
um síldveiði við Oddeyri í ferðabók sinni
1712 og Olavius segir að síldveiðar hafi
verið stundaðar með netum við Hofsós
um 1730. Ekki munu þessar veiðar hafa
haft neina verulega þýðingu fyrir af-
komu landsmanna, enda munu þær hafa
verið mjög stopular.
Árið 1800 hófu fiskimenn frá Farsund
í Noregi þorskveiðar við Island. Gerðu
þeir jafnframt tilraunir til síldveiða hér.
Skýrðu þeir svo frá, að í Faxaflóa hefðu
þeir veitt stóra og fallega síld, en um
aflamagn er ekki vitað. Upp úr alda-
mótunum 1800 munu síldveiðar lands-
manna eitthvað hafa aukizt og er vitað
að lítilsháttar útflutningur á síld átti sér
stað frá Akureyri og Hafnarfirði fyrir
miðja síðustu öld.
★
Árið 1858 sendu Norðmenn fyrstu
nótalög sín til síldveiða við Island. Voru
þau frá Bergen og Álasundi. Ekki mun
hafa verið um mikla veiði að ræða hjá
leiðangri þessum. Nokkrum árum síðar
hófu útgerðarmenn frá Mandal síldveiðar
hér við land. Árið 1868 öfluðu þeir allvel
og söltuðu um 2000 tunnur af stórri og
feitri síld. Var hún seld til Svíþjóðar
fyrir fjörutíu krónur tunnan, og þótti
það æfintýralega hátt verð á þeim tíma.
Má með réttu telja árið 1868 upphafsár
síldarútflutnings frá íslandi, enda þótt
óverulegt magn hafi verið flutt út af
saltaðri síld áður. Leiðangri Norðmanna
stjórnaði Otto Wathne frá Mandal. Hann
settist síðar að á Seyðisfirði og varð einn
helzti brautryðjandi íslenzkrar síldarút-
gerðar og síldverkunar.
Um 1880 jókst þátttaka í síldveiðunum
ört og aflinn að sama skapi. Um þær
mundir hófu íslenzk fyrirtæki þátttöku
í síldveiðunum. Var Tryggvi Gunnarsson
einn helzti hvatamaður þess, að íslend-
ingar legðu sjálfir stund á þessa atvinnu-
grein. Voru þá stofnuð nokkur íslenzk
síldveiðifélög. Snorri Pálsson stofnaði
síldveiðifélag á Siglufirði árið 1880 og
Tryggvi Gunnarsson annað á Akureyri
um svipað leyti.
Landnótasíldin íslenzka varð fljótlega
eftirsótt á ei'iendum markaði. Aðalkostir
hennar sem verzlunai*vöru voru þeir, að
hún þoldi vel geymslu. Var hún látin
standa í nótinni í nokkra daga, áður en
hún var tekin til söltunar og var því átu-
laus er söltunin hófst.