Ægir - 15.12.1959, Page 103
ÆGIR — AFMÆLISRIT
101
Síldarsöltun á Siglufirði snemma á öldinni
unarstöð undir Hafnarbökkum og síðar
aðra á Siglufjarðareyri. Var Ásgeir í
fjölda ára einn athafnamesti síldarút-
gerðarmaður og síldarsaltandi landsins.
Af öðrum íslenzkum síldarútgerðarmönn-
um og saltendum á þessum tíma má m. a.
nefna þá Otto Tulinius, Pétur Thorsteins-
son, Thor Jensen, Elías Stefánsson og
Helga Hafliðason.
Síld sú, er veiddist í reknet og herpi-
nót, var mun stærri en landnótasíldin,
sem eingöngu hafði verið veidd inni á
þröngum fjörðum svo sem Eyjafirði og
Austfjörðum.
Hin stóra og feita hafsíld varð fljót-
lega vinsæl í Svíþjóð, Danmörku og víðar.
Aftur á móti þótti Þjóðverjum þessi nýja
síld of stór og geymsluþol hennar ekki
nægilegt sökum átunnar. Tapaðist því
þýzki markaðurinn með tilkomu hinna
nýju veiðiaðferða.
Verð það, sem fékkst fyrir saltsíldina
fyrstu ár aldarinnar, var yfirleitt gott, en
með vaxandi framleiðslu fór verðið að
gerast óstöðugt, og var það fram til 1914,
er heimsstyrjöldin fyrri skall á.
Síldarverkuninni var framan af stór-
lega ábótavant. Norðmenn kenndu íslend-
ingum veiðarnar og verkunina. Stóðu
þeir langt að baki öðrum helztu síldveiði-
þjóðum, svo sem Skotum og Hollending-
um, hvað vöruvöndun snerti. Sökum
hirðuleysis og vankunnáttu urðu Islend-
ingar árlega fyrir miklu tjóni. Flokkun
síldar var óþekkt fyrirbrigði. Misjafn-
lega mikið salt var í tunnunum og öll
hirðing síldarinnar mjög slæm. Árið 1909
voru sett lög um síldarmat og sérstakir
matsmenn skipaðir. Átti matið við raikla
Ole Tynes
Ing-var Guðjónsson