Ægir - 15.12.1959, Blaðsíða 108
106
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Keflavík er nú orðin ein af þrem mestu síldarútflutningshöfnum landsins
vesturströndina lítt verið sinnt fyrr en
nú síðasta áratuginn.
Árið 1935, er veiði brást norðanlands,
var tekið það ráð að hefja söltun síldar
við Faxaflóa, þar sem mikill skortur var
á saltsíld í helztu markaðslöndunum. Sölt-
unin var hafin án eðlilegs undirbúnings
og engin reynsla í síldverkun var fyrir
hendi hér syðra. Var fyrst og fremst
hugsað um að koma sem mestu af síld
í tunnur, en vöruvöndun látin sitja á
hakanum, enda varð árangurinn eftir
því. Síldin líkaði vægast sagt mjög illa
og var nafnið „Faxasíld" lengi vel notað
sem skammaryrði um lélega síld í sum-
um helztu markaðslöndunum. Reynt var
að halda áfram söltun Faxasíldar til út-
flutnings næstu árin, en árangurinn varð
óverulegur.
Er söltun Suðurlandssíldar hófst fyrir
alvöru um 1950, var lögð á það rnikil
áherzla, að mistökin frá 1935 endurtækju
sig ekki. Síldarútvegsnefnd setti allströng
skilyrði fyrir veitingu söltunarleyfa og
réði sérfróða menn til eftirlits og leið-
beininga, auk annarra ráðstafana, sem
gerðar voru til tryggingar vöruvöndun.
Er nú svo komið að Suðurlandssíldin er
orðin eftirsótt gæðavara í þeim löndum,
sem hana hafa keypt undanfarin ár.
Meðalsöltun Suðurlandssíldar síðustu
átta árin hefur verið um 85 þús. tunnur.
Helztu söltunarstaðirnir eru Kefiavík,
Akranes, Sandgerði, Grindavík og Hafn-
arfjörður. Auk þess hefur töluvert verið
saltað á Snæfellsneshöfnum, Vestfjörðum
og í Vestmannaeyjum.
Stærsti síldarsaltandinn á Suðvestur-
landi hefur flest árin verið Haraldur
Böðvarsson á Akranesi. Átti Haraldur
mikinn þátt í því, með blaðaskrifum og
á öðrum vettvangi, að Suðurlandssíidinni
var á sínum tíma aukinn gaumur gefinn.
Fimm afkastamestu söltunarstöðvarnar
á Suðvesturlandi síðustu fimm árin (1953
—1958) hafa verið:
Óskar Halldórsson
Ilar. Böðvarsson