Ægir - 15.12.1959, Síða 109
ÆGIR — AFMÆLISRIT
107
tnr.
Har Böðvarsson & Co. Akranesi 40 459
Miðnes hf. Sandgerði ............ 29 773
Jón Gíslason, Hafnarfirði ....... 26 317
Hraðfrystihús Grindavíkur ....... 20 393
Fiskiver hf. Akranesi ........... 19.222
Helztu markaðslönd Suðurlandssíldar
síðasta áratuginn hafa verið: Sovétríkin,
Pólland, Finnland, Svíþjóð og Austur-
Þýzkaland.
★
Á stríðsárunum varð sú breyting á
síldverkuninni, að hætt var að mestu að
kverka síldina og eftir stríðið hefur svo
til öll síldin verið hausskorin og slóg-
dregin. Kryddsíldarverkunin hefur heldur
dregizt saman síðustu árin, en verkun á
sykursaltaðri síld aukizt. T. d. er mest-
ur hluti af þeirri síld, sem seld er til
Finnlands, sykursöltuð. Söltun á léttverk-
aðri síld eða matjessíld hefur legið niðri
um langt skeið. Liggja til þess ýmsar
orsakir, sem ekki verða ræddar hér.
Saltsíldarframleiðslan hefur ekki kom-
izt hjá erfiðleikum verðbólgunnar hér,
fremur en aðrar greinar útflutningsins.
Verðinu hefur verið haldið óeðlilega háu
og af þeim orsökum m.a. hefur sala á ís-
lenzkri saltsíld til ýmsra af okkar gömlu
markaðslöndum dregizt stórlega saman
eða lagzt niður með öllu, en viðskiptin
færzt æ meir til jafnkeypislandanna. Má
í því sambandi geta þess, að árið 1938,
síðasta eðlilega viðskiptaárið fyrir styrj-
öldina, voru um 92% af saltsíldarfram-
leiðslunni seld til þeirra landa, er teljast
nú til E. P. U.- og dollarasvæðisins, en
8% til þeirra landa, er við höfum nú
jafnkeypisviðskipti við. Á árinu 1956
hafði dæmið því nær alveg snúizt við,
þannig að aðeins 17% fóru til E. P. U.-
og dollarasvæðisins en 83% til jafnkeypis-
landanna.
★
Árið 1954 stofnuðu síldarsaltendur á
Suður- og Vesturlandi með sér félag, er
SKIPTING ÚTFLUTNINGS A LÖND OG GREIÐSLUSV&ÐI
hlaut nafnið „Félag síldarsaltenda á Suð-
vesturlandi".
Aðaltilgangurinn með stofnun félagsins
var að safna í einn félagsskap öllum síld-
arsaltendum á Suður- og Vesturlandi og
vinna að því að saltendur á félagssvæð-
inu hafi viðunandi starfsgrundvöll og af-
komu.
Stjórn félagsins skipa: Jón Árnason,
útgm., Akranesi, formaður, Ólafur Jóns-