Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 110
108
ÆGIR — AFMÆLISRIT
Jón Árnason Sveinn Benediktsson
son, útgm., Sandgerði, varaform., Bein-
teinn Bjarnason, útgm., Hafnarfirði, Guð-
steinn Einarsson, framkv.stj., Grindavík
og Margeir Jónsson, útgm,, Keflavík.
Árið 1956 var stofnað Félag síldar-
saltenda á Norður- og Austurlandi. Var
tilgangurinn með þeirri féiagsstofnun sá
sami og hjá Sunnlendingum. Stjórn fé-
lagsins skipa: Sveinn Benediktsson, fram-
kv.stj., Reykjavík, formaður, Valtýr Þor-
steinsson, útgm., frá Rauðuvík, varafor-
maður, Gunnlaugur Guðjónsson, framkv.
stj., Siglufirði, Jón Þ. Árnason, kaup-
félagsstj., Raufarhöfn og Þráinn Sigurðs-
son, útgm., Siglufirði.
Hafa bæði félögin unnið á skömmum
tíma mikið og gott starf í þágu síldar-
framleiðslumiar.
★
Eins og áður er getið, voru fyrst sett
lög um síldarmat á íslandi árið 1909.
Leó Jónsson
Reyndist matið frá upphafi erfitt í fram-
kvæmd og voru árið 1911 sett ný mats-
lög. Megnt ósamkomulag var jafnan um
matið og leiddi það til sífelldra breyt-
inga á lögunum og reglugerðunum eða
allt til ársins 1938, er sett voru lög um
mat á léttverkaðri síld og sérstakur mats-
stjóri skipaður. Með lögunum frá 1938
var horfið frá fersksíldai-mati, sem oft
hafði verið reynt áður og venjulega með
lélegum árangri.
Síðan 1938 hefur léttverkuð síld verið
metin af Síldarmati ríkisins og ennfrem-
ur hefur það metið alla þá síld, er seld
hefur verið til Sovétríkjanna, Póllands og
Austur-Þýzkalands nú síðustu árin.
Fyrsti matsstjóri var skipaður Magnús
Vagnsson. Enda þótt oft hafi staðið nokk-
ur styrr um síldarmatið, munu allir sam-
mála um, að Magnús Vagnsson vann mik-
ið og gott starf í þágu þess og síldar-
framleiðslunnar yfirleitt. Magnús lézt
árið 1951. Eftirmaður hans var skipaður
Leó Jónsson, núverandi síldarmatsstjóri.
★
Enda þótt vöruvöndun hafi aukizt síð-
ustu áratugina, eru vinnubrögð við síld-
verkunina ennþá mörg hin sömu og í
byrjun aldarinnar.
Eitt stærsta skrefið í framfaraátt var
stigið árið 1948, er Gunnlaugur Guðjóns-
son, útgerðarmaður á Siglufirði, lét setja
upp all fullkomið rafknúið flutningakerfi
á stöð sinni, til að flytja allan úrgang frá
síldarkössunum í sérstaka geymsluþró.
Varð þetta til mikils hagræðis og þrifn-
aðarauka.
Skömmu síðar hugkvæmdist Hirti
Hjartar, er þá var kaupfélagsstjóri á
Siglufirði, að flytja síldarúrgang frá
söltunarkössunum til geymsluþróar í sér-
stökum stokkum, sem vatni var dælt í.
Reyndist þessi aðferð einföld og ódýr, og
hefur hún nú verið tekin upp á flestum
söltunarstöðvum norðanlands og sunnan.
Síldarútvegsnefnd hefur, eins og áður
er getið, látið vöruvöndun til sín taka.
Maguús Vagnsson