Ægir - 15.12.1959, Page 111
ÆGIR — AFMÆLISRIT
109
Hefur hún m. a. gengizt fyrir námskeið-
um fyrir síldverkunarmenn og beykja.
Eru þau haldin annaðhvert ár, ýmist
norðanlands eða sunnan. Hefur síldar-
matsstjóri veitt námskeiðum þessum for-
stöðu. Fær engin síldarsöltunarstöð leyfi
til söltunar nema hún hafi á að skipa
hæfum eftirlitsmanni.
Hjá nefndinni hafa starfað ýmsir sér-
fróðir menn við síldareftirlit og rann-
sóknir. Má þar m. a. nefna Magnús
Vagnsson, sem vann að þessum störfum,
áður en hann var skipaður síldarmats-
stjóri, Ástvald Eydal licentiat, og Har-
ald Gunnlaugsson, sem nú starfar hjá
nefndinni. Ástvaldur Eydal hefur jafn-
framt ritað merkar bækur um síldveiðar
og síldariðnað, er gefnar hafa verið út
bæði hér heima og erlendis.
Enda þótt skipzt hafi á skin og skúrir
í síldarsögu íslendinga, má fullyrða, að
án tilkomu þessa atvinnuvegar, hefðu
framfarir á íslandi ekki orðið eins stór-
stígar og raun hefur á orðið.
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur síld-
arútvegurinn, og þá einkum síldarsölt-
unin, oft orðið að sætta sig við hlut-
skipti olnbogabarnsins í þjóðfélaginu, og
þá ekki sízt hin síðari árin.
Meðan veiðignægðin hélzt við Noi'ður-
land áttu síldarsaltendur við sífellt og
óeðlilegt öryggisleysi að búa. Til þess
lágu ýmsar orsakir, sem ekki verður far-
ið út í að ræða hér.
Eins og fyrr er getið, rofnaði sam-
bandið við öll helztu markaðslönd salt-
síldar, er heimsstyrjöldin síðari skall á,
og var því söltunin á þeim árum hverf-
andi lítil, miðað við það sem áður var,
enda var síldarsöltunin sú eina af at-
vinnugreinum landsmanna, sem fór al-
gjörlega á mis við gróða stríðsáranna.
Er styrjöldinni lauk var mikill hugur í
öllum þeim aðilum, er að síldarsöltuninni
stóðu. Skyldi nú síldarframleiðslan aukin
Matth. Þórðarson Ástv. Eydal