Ægir - 15.12.1959, Page 117
ÆGIR — AFMÆLISRIT
115
síldarverksmiðjur, að þær fá jafnan nægt
hráefni til úrvinnslu yfir vetrarvertíðina
og margar hverjar vinna auk þess úr
karfa og karfaúrgangi yfir sumar og
haustmánuðina.
Hér að framan hcfur nú verið farið
nokkrum orðum um þróun síldarverk-
smiðjubygginga á tveimur höfuðsíldar-
svæðum þ. e. norðan lands og austan og
á SV svæðinu. — Við höfum séð, að
stærstar og flestar verksmiðjurnar á
hinu fyrrnefnda svæði hafa risið nokk-
urn veginn fyrir því miðju (sbr. mynd),
en færri og smærri verksmiðjur teygt sig
til sitt hverrar hliðar, þannig að allir
veiðimöguleikar yrðu nýttir. Erfitt mun
að segja nákvæmlega til um takmörkin
á svæðinu, þar sem þau hafa haft til-
hneigingu til að breytast, eftir því hvern-
ig síldin hefur hagað göngum sínum
hverju sinni. Þannig var síld brædd um
margra ára skeið á svæðinu frá Sólbakka
í önundarfirði að vestan til Neskaupstað-
ar að austan — var hráefnið nokkrum
sinnum jafnvel flutt til Patreksfjarðar og
Akraness til vinnslu. Árið 1944 síðasta
mikla aflaárið norðan- og austanlands
var síld unnin í verksmiðju í Ingólfsfirði
að vestan að Seyðisfirði að austan. Á
aflaleysisárunum eftir 1944 og fram að
1957 fækkaði smám saman þeim verk-
smiðjum, sem starfræktar voru og mörg
árin fór vinns’a síldar fram einungis á
svæðinu frá Siglufirði að Raufarhöfn.
Síðustu árin hafa verið byggðar all-
margar fiskmjölsverksmiðjur með tækj-
um ti! feitfiskvinnslu utan síldarsvæð-
anna. Stendur sú þróun í nánu sambandi
við kaup ýmissa byggðarlaga á togurum
og hið aukna hráefni, sem til fellur til
mjölvinnslu með tilkomu þeirra. Þessar
verksmiðjur hafa og teldð á móti síld til
vinnslu t. d. á Neskaupstað, Eskifirði og
Fáskrúðsfirði sumarið 1957.
Vorið 1957 tók til starfa á Seyðisfirði
2.500 mála verksmiðja og var tilbúin til
vinnslu í byrjun síldarvertíðar. Hér var
þó ekki um aukningu á heildarafkasta-