Ægir - 15.12.1959, Side 118
116
ÆGIR — AFMÆLISRIT
getu síldarbræðslanna að ræða, þar sem
vinnslutækin voru flutt frá Ingólfsfirði
og afkastageta þeirrar verksmiðju minnk-
uð samsvarandi.
Þessu stutta yfirliti ,má ekki Ijúka án
þess að minnzt sé nokkrum orðum á verk-
smiðjuskipin. — Saga þeirra er að vísu
ekki löng, en er þó um margt nokkuð
merkileg, þar sem upphafsmenn þeirra
sýndu viðleitni í þá átt að reyna að sjá
við duttlungum síMarinnar og gera sig
óháðari göngum hennar á ákveðnar
slóðir.
Margir halda, að Hæringur hafi verið
fyrsta skipið, staðsett hér við land, sem
búið var vélum til síldarvinnslu, en svo
var ekki. Matthías Þórðarson segir í
Síldarsögu sinni:
„Þá bættust einnig við tvær verksmiðj-
ur, sem byggðar voru í skipum, önnur til-
heyrði dönsku félagi „Arctisk Fiskeolie-
fabrik“ í skipinu „Alpha“, er gert var út
af firmanu Alfred Olsen í Kaupmanna-
höfn, og vann aðeins tvö ár. — Hin verk-
smiðjan var í skipinu „Eureka“, er til-
heyrði hf. „Ægir“, og voru eigendur
Nörðmenn. — Skip þetta var stórt, 40
manns voru þar við vinnu og áætlað var,
að hægt væri að vinna úr 2000 málum af
síld á sólarhring“.
Vélarnar úr Eureka voru síðar fluttar
í land og byggt yfir þær á Krossanesi við
Eyjafjörð. — En kunnasta verksmiðju-
skipið var án efa Hæringur, sem kom
hingað til lands á árinu 1948. — Líklega
má að mestu rekja kaup þessa skips og
breyting í fljótandi síldarverksmiðju til
síldarhlaupsins í Sundin við Reykjavík og
í Hvalfjörð 1946 og 1947/48. sem fyrr er
getið, en einnig munu vonbrigðin vegna
síldarbrestsins fyrir Norðurlandi og hinna
miklu ónotuðu afkastagetu verksmiðjanna
þar hafa átt einhvern þátt í þeim.
Hér hefur aðeins verið drepið á fá atr-
iði, er máli skipta í þróun bræðslusíldar-
iðnaðarins. í grein, sem Sveinn Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri skrifaði í
desemberhefti Ægis 1955, í tilefni af ald-
arfjórðungsafmæli Síldarverksmiðja rík-
isins, er rakin ýtarlega saga síldariðnað-
arins á Islandi allt frá fyrstu tíð og vís-
ast hér til þeirrar greinar.
Þá vísast ennfremur til greinar dr.
Þórðar Þorbjarnarsonar, hér í ritinu, en
þar er m. a. að finna töflu, er sýnir yfirlit
yfir síldar- og fiskmjölsverksmiðjur í
landinu og afkastagetu þeirra.
( Jan. 1958.)
Slippfélagið í Reykjavík b.f.
Síinl: 10123 (5 línur)
Elzía, sítvrsía og fullhomnasía
skipasmíðasíöð landsins.
Leiíið íilhoða hjá oss, áður en
þér farið annað viðvíkjandi:
E f ni s ka:i p u m ,
S k i p ,av i ð g e r ð u m ,
Skipasmíðum.
MÁLUM — HREINSUM — HIDHREINSUM