Ægir - 15.12.1959, Page 121
ÆGIR — AFMÆLISRIT
119
i3jörn J4JUc
orióon
Freðfiskiðnaður á íslandi
Stutt yfirlit
Freðfiskiðnaðurinn á sér ekki langa
sögu. Almennt er álitið, að Englendingar
hafi fyrstir byrjað rannsóknir á frysti-
tækni fyrir um það bil 85 árum og beint
rannsóknum sínum aðallega að fiskinum.
Það er þó ekki fyrr en í lok fyrri heims-
styrjaldar, sem áhugi vaknar almennt fyr-
ir frystingu matvæla, og komu Banda-
ríkjamenn fram með margar nýjungar í
því sambandi.
Fyrsti vísir að kælingu matvæla hér á
landi voru íshúsin, sem geymdu síld til
beitu og matvæli. Beituskortur hafði verið
mikið vandamál útgerðarinnar þar til far-
ið var að nota íshúsin. Það fyrsta var
byggt í Reykjavík árið 1895, og sama ár
tóku 7 til starfa á Austurlandi. Um alda-
mótin, þegar vélbátaöldin hófst, voru ís-
húsin orðin 40, og sköpuðu þau þannig
grundvöll fyrir stóraukinni útgerð.
Árið 1908 byggðu Vestmannaeyingar ís-
hús undir forustu Gísla Johnsen. Stóðu
flestir útgerðarmenn þar að þessu íshúsi,
sem var í eign íshúsfélags Vestmanna-
eyja, og notað til beitufrystingar, geymslu
á henni og öðrum matvælum. íshús þetta
var hið fyrsta hér á landi, sem notaði
til kælingar frystivélar, sem voru af Sabroe
gerð, en aflvélar enskar Soggasvélar.
Ishúsfélagið hóf síðar, eða árið 1910,
frystingu á lúðu, sem seld var til Kaup-
mannahafnar. Var þetta upphaf útflutn-
ings freðfisks, sem í dag er mikilvæg-
asta útflutningsvara landsins.
Þó liðu mörg ár þar til áhugi vaknaði
fyrir frystingu fiskafurða til útflutnings.
Árið 1929 eru gerðar tilraunir með hrað-
frystingu fisks í Keflavík. Sama ár var
Sænsk-ísl. frysthúsið reist, og fram-
leiddi það strax og seldi til útflutnings 1200
lestir af heilfrystum fiski. Var hann seld-
ur til Svíþjóðar, Þýzkalands,, Spánar og
Italíu, og fengust fyrir fiskinn 15 aurar
per kíló.
Fiskurinn líkaði illa, enda pækilfrystur,
dyfið umbúðalausum niður í saltpækil
blönduðum glycerini, svokölluð Ottesen-
aðferð.
Næstu árin var nær enginn útflutning-
ur freðfisks, enda var söluverð hans yfir-
leitt lægra en á nýjum fiski. Á þessu
tímabili voru miklir markaðsörðugleikar,
verðfelling saltfisks o. fl. Mun þetta
ástand hafa átt drjúgan þátt í stofnun
Fiskimálanefndar á árunum 1934—35.
Nefndin tók þá þegar til athugunar á
hvern hátt mætti auka framleiðslu freð-
fisks og afla honum markaða. Keypti
Fiskimálanefnd lítið hraðfi*ystihús, að'al-
lega í tilraunaskyni, þar sem kennsla fór
fram í verkun, pökkun og frystingu afl-
ans. Samhliða veitti nefndin lán til alls-
konar uppbyggingar frystihúsa, keypti
umbúðir o. fl., og annaðist einnig sölu og
markaðsleit fyrir freðfiskinn. Sölutilraun-
ir voru gerðar í Bandaríkjunum og seld-
ar 355 lestir á árunum 1936—37. Einnig
voru seldar 370 lestir til Póllands á tíma-
bilinu 1935—38. Má segja, að þessar sölu-
tilraunir hafi að mestu mistekizt. Hins-