Ægir - 15.12.1959, Síða 125
ÆGIR — AFMÆLISRIT
123
e.n framleiðsla af þessum vörum hefir ver-
ið mjög lítil. Loks má nefna, að á s.l. ári
var farið að flytja út fiskúrgang, frystan
sem dýrafóður.
Hafin var söltun þunnilda á árinu 1947,
ogþau seld þannig verkuð til Italíu.Fiskroð
hafa einnig verið söltuð og seld aðallega
til Bandaríkjanna, en lítið magn til Evr-
ópulanda. Að öðru leyti hefir fiskúrgang-
urinn farið í beinamjölsverksmiðjur, þar
sem þær hafa verið fyrir hendi, en mikið
hefir verið byggt af þeim á síðustu árum.
Þessi markaðsaðstaða, sem að framan
er lýst í mjög stuttu máli, hefir meðal
annars grundvallað hina öru fjölgun og
miklu afkastaaukningu frystihúsanna á
undanförnum 20 árum.
Eftirfarandi yfirlit sýnir þetta mjög
greinilega:
Ár Fjöldi Afköst á 16 klst.
frystihúsa Smál. af flökum
1937 14 ?
1940 31 ?
1945 67 440
1950 78 950
1955 81 1100
1957 88 1268
Hér er átt við afköst frystitækjanna, en
framleitt magn takmarkast meðal annars
af fáanlegu hráefni, vinnuafli og tegund
umbúða. Það skal einnig tekið fram, að
í fyrrnefndum tölum um fjölda frystihúsa
eru meðtalin frystihús, sem ekki hafa tek-
1950 1951
Fisktegund Tonn Tonn
Porskur .... 38.000 50.800
Ýsa .... 7.700 7.200
Steinbítur .... 3.300 4.400
Karfi .... 5.600 26.000
Flatfiskur .... 1.600 4.000
Annar fiskur 800 800
Alls 57.000 93.200
Eins og þetta yfirlit sýnir hefir fisk-
magnið, sem farið hefir til frystingar
aukizt stórkostlega á þessum árum eða
um 217%.
ið á móti fiski til frystingar viðkomandi
ár, en þau geta verið allt að 8. Frystihús-
in hafa alltaf verið flest við Faxaflóa, og
sýnir eftirfarandi yfirlit fjölda þeirra eft-
ir landshlutum: 'CÖ
'S Jo c/3 C/3 :0 ^
rT
1. Suðurland (Hornafj.-Grindavík) . . 9 210
26 492
3. Breiðifjörður (Sandur-Flatey) .... 7 99
4. Vestfirðir (Patreksfj.-Langeyri) .. 17 186
5. Norðurl. (Drangsnes-Þórshöfn) . . 18 183
6. Austurl. (Vopnafj.-Djúpivogur) .... 11 98
Samtals 88 1268
Með byggingu hraðfrystihúsanna hefir
verið stigið eitt stærsta og mikilvægasta
skrefið í atvinnusögu landsins. Þau hafa
lagt hornstein að auknum fiskveiðum,
aukið geysilega verðmæti aflans með
frystingu flakanna, gjörnýtingu fiskúr-
gangsins og öflun nýrra og mikilvægra
markaða fyrir íslenzkar sjávarafurðir.
Ennfremur hafa þau hagnýtt fjölda fisk-
tegunda og fiskafurða, sem áður voru ekki
hirtar eða fékkst mjög lítið fyrir, eins og
t. d. ýsu, steinbít, karfa o. fl. Þegar frysti-
húsin byrjuðu starfsemi sína, var nær ein-
göngu unnið að skarkola, þykkvalúru og
lúðu. Nú eru frystar um 14 fisktegundir.
Fer hér á eftir tafla er sýnir innkeypt
fiskmagn til frystingar á árunum 1950 til
1957:
1952 1953 1954 1955 1956 1957
Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn Tonn
73.400 54.900 105.100 87.000 92.300 94.800
6.900 6.200 10.800 9.800 11.200 13.600
7.100 9.300 4.500 3.300 5.000 7.800
31.100 34.100 55.200 66.900 51.700 56.100
1.600 800 700 500 1.200 2.800
4.800 .400 3.200 2.800 3.000 4.800
124.900 105.700 179.500 170.300 164.400 179.900
Einnig er mjög fróðlegt að sjá, hversu
mikið af heildaraflanum, að síld undan-
skilinni, hefir farið til frystingar. Gefur
eftirfarandi línurit til kynna þann hundr-