Ægir - 15.12.1959, Síða 143
ÆGIR — AFMÆLISRIT
141
Þetta kom ekki að-
eins fram í ísl. fiski,
heldur og hjá mörg-
um öðrum þjóðum.
Varð nú uppi fótur
og fit af þessum sök-
um, og allt var gert
til að komast fyrir
orsakirnar. — Hér
verður þetta mál
ekki rakið nánar, en
það þótti sýnt, að
helzt mundi þetta
stafa frá saltinu,
sem notað var í fisk-
inn. Hér heima var
því allt gert til þess
að bæta úr þessum
óviðráðanlega vanda,
m. a. með því að
sótthreinsa bæði
skip og báta.
Allir þessir erfið-
leikar gerbreyttu öll-
um viðhorfum gagn-
vart framleiðslu
verkun og sölu
sjávarafurða hér á
landi. Mikill fjöldi
útgerðarmanna varð
að leita skuldaskila
oftar en einu sinni á
þessum áratug —
eftir sérstakri löggjöf þar um. Nú þýddi
ekki lengur að verka allan afla landsmanna
í saltfisk, því að ekki var hægt að finna
kaupendur að honum nema að litlu leyti.
Sölutregða varð nú mikil og verðlækk-
un vegna mikils framboðs. Einnig vegna
margvíslegra erfiðleika í neyzlulöndunum.
Birgðirnar söfnuðust upp og fiskurinn
geymdist lengi. Allt þetta leiddi til þess,
að fiskframleiðendum þótti nú enn meiri
nauðsyn til en fyrr, að þoka sér saman og
standa að sameiginlegri sölu. Studdu
bankarnir mjög að þessu, því að þeim
var þetta ljóst öllum öðrum fremur, hver
vá var fyrir dyrum.
Saltfiskur í geymsluliúsi.
Vegna þessara alvarlegu tíðinda, sem
heimskreppan olli, og hér hefur lítillega
verið getið, taldi Alþingi sér rétt og skylt
að koma hér til aðstoðar um úrræði, er
svo gerbreytt viðhorf höfðu skapast um
aðalútflutningsframleiðslu landsmanna. Á
haustþingi 1934 voru af þessu tilefni sett
lög um Fiskimálanefnd, og verður nú lít-
illega sagt frá störfum beggja þessara
aðila.
Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda.
Utanríkisverzlun okkar var lerigst af
í höndum Dana. Verður ábati eða halli
þeirra viðskipta ekki rakinn hér, en ekki