Ægir - 15.12.1959, Qupperneq 157
ÆGIR — AFMÆLISRIT
155
Óiafi
tzfiion
LANDHELGISMÁLID
Þegar við Islendingar tölum um land-
helgismálið þá er enginn í vafa um hvað
við er átt. Það getur aðeins þýtt eitt, það
er baráttan fyrir því að ráða yfir fisk-
veiðunum umhverfis landið. Fyrir þjóð,
sem byggir afkomu sína á fiskveiðum,
eins og er um okkur íslendinga, getur það
ráðið úrslitum um fjárhagslega afkomu
hvernig til tekst í þessari baráttu.
Það vildi svo til, að skömmu áður en
tímaritið Ægir hóf göngu sína höfðu orð-
ið merkileg tímamót í sögu landhelgis-
málsins. Árið 1901 hafði verið gerður
samningur sá milli ríkisstjórnar Dan-
merkur annars vegar og ríkisstjórnar
Bretlands hins vegar, sem kvað svo á, að
framvegis skyldi landhelgi íslands vera B
sjómílur frá stórstraumsfjöruborði. Land-
helgislínan skyldi þó dregin fyrir minni
fjarða, sem væru 10 sjómílur eða minna.
Þessi landhelgi skyldi einnig ná til fisk-
veiða, enda var það auðsætt, að Bretar
sóttust fyrst og fremst eftir þeim hlunn-
indum, sem því voru samfara að fá að
stunda veiðar upp að þriggja mílna land-
helgislínunni.
Fram að þessum tíma, frá því 1859,
hafði landhelgislínan verið 4 sjómílur frá
beinum grunnlínum, sem dregnar voru
milli annesja. Hér var því um að ræða
mikla breytingu til hins verra fyrir ís-
lenzkar fiskveiðar.
Um þetta leyti var vélvæðingin að halda
innreið sína. Vélbátar og togarar voru
teknir í þjónustu fiskveiðanna. En þetta
skapaði einnig öðrum þjóðum aukna mögu-
leika til að sækja á íslandsmið og átti sú
sókn eftir að aukast mjög á næstu ára-
tugum.
Þau veiðitæki, sem nú voru tekin í notk-
un, fyrst og fremst botnvarpan, voru
margfalt stórtækari en áður hafði þekkzt
og með því, að í þau veiddist allt, sem
fyrir varð í sjónum, stórt og smátt, var
fiskistofnunum búin af þeim aukin hætta.
Afleiðingarnar komu líka fljótar í ljós
en menn hafði grunað. Þegar á árunum
fyrir fyrri heimsstyrjöld var farið að bera
á minnkandi afla, að því er snerti hinar
eftirsóttustu fisktegundir svo sem flat-
fisk og ýsu. Kom þetta greinilega fram í
afla brezkra togara hér við land á þessum
árum.
Hvíld sú, sem miðin fengu á styrjald-
arárunum, leiddi til þess, að afli jókst,
en upp úr styrjöldinni hófst sama þróun-
in aftur. Vaxandi sókn en minnkandi afli
miðað við fyrirhöfn.
Á fjórða tug aldarinnar hófst svo bar-
áttan fyrir friðun fiskimiðanna.
Mönnum var nú að ve.rða það Ijóst, að
nauðsyn bar til að friða hrygninga- og
uppeldisstöðvar hinna helztu fisktegunda
ef koma ætti í veg fyrir algera tortímingu
þeirra.
Hafin var undirbúningur að friðun
Faxaflóa. Var það mál tekið upp á vett-
vangi Alþjóðahafrannsóknaráðsins árið
1937. Þegar styrjöldin brauzt út 1939 var
undirbúningi málsins svo vel á veg kom-
ið, að telja mátti öruggt, að meðmæli ráðs-
ins fengjust fyrir því, að gerð yrði tilraun
með friðun Faxaflóa í því skyni, að vernda
uppeldisstöðvar þær, sem eru í flóanum
og á þann hátt að skapa aukin vaxtar-
skilyrði fyrir þýðingarmikla fiskistofna.
En styrjöldin kom í veg fyrir, að frekar
væri aðhafzt.
Þegar að lokinni styrjöldinni var málið
tekið upp á nýjan leik í Alþjóðahafrann-
sóknaráðinu og þá samþykkt tillaga nefnd-
ar þeirrar, „Faxaflóanefndar", sem ráðið