Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1959, Síða 159

Ægir - 15.12.1959, Síða 159
ÆGIR — AFMÆLISRIT 157 ekki síður stórkostlegt hagsmunamál fyr- ir Norðmenn. En einnig hér á íslandi fögnuðu menn þessum sigri Norðmanna, í tvennum skilningi. Að sjálfsögðu sam- fögnuðu íslendingar frændum sínum í Noregi, en menn gerðu sér einnig ljóst, að sigur Norðmanna gæti verið mikilvæg- ur stuðningur fyrir fsland í þeirri bar- áttu, sem íslendingar áttu fyrir höndum. Eftir að dómurinn í Haag var fallinn var í rauninni ekki eftir neinu að bíða fyrir fslendinga, enda var nú hafinn loka- undirbúningurinn. Hinn 19. marz 1952 gaf atvinnumála- ráðherra síðan út reglugerð samkvæmt lögunum frá 1948 og skyldi sú reglugerð ganga í gildi 15. maí s. á. Samkvæmt þeirri reglugerð voru hinar beinu grunnlínur nú dregnar umhverfis allt landið eftir sömu reglum og gert var 1950 fyrir Norður- landi. Þá var fiskveiðilandhelgin einnig ákveðin fjórar sjómílur frá grunnlínunni. Þegar reglugerð þessi var birt gerði þá- verandi atvinnumálaráðherra Ólafur Thors grein fyrir þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að gefa út fyrrnefnda reglugerð og sagði við það tækifæri m. a.: „Eftir að málið hafði verið athugað frá öllum hliðum, þótti rétt að ísland skipaði sér í flokk með þeim þjóðum, sem töldu að miða bæri við landgrunn- ið, enda er landgrunn íslands e. t. v. skýrar afmarkað en landgrunn nokkurs annars lands. Sanna sjómælingar svo eigi verður um deilt, að landið hvílir á fótstalli. Er þeim mælingum enn eigi að fullu lokið og er því ekki að svo stöddu tímabært að marka endanlega landgrunnslínuna. Út frá þessum sjón- armiðum voru sett landgrunnslögin frá 1948, þar sem ráðherra er heimilað að afmarka svæði á landgrunninu og á- kveða hvaða verndarreglur skuli gilda innan þeirra. Með þeim lögum hefir verið mörkuð stefna og skoðanir Is- lendinga í þessum málum. Islendingar gera sér fulla grein fyrir, að mörg ríki fylgja ekki enn þessari stefnu og höfum við að sjálfsögðu haft það í huga við framkvæmd málsins. Það glæðir hins vegar vonir okkar um, að áður en langt um líður auðnist að afla stefnu okkar almennrar viðurkenning- ar, að nú er svo komið, að almennt er talið, að sérhvert ríki hafi yfirráðarétt yfir auðlindum í landgrunni sínu. Og við fáum með engu móti skilið, að það sé rétt eða sanngjarnt, né heldur verði það stutt með rökréttri hugsun, að strandríki eigi einkarétt á hagnýtingu auðlinda í landgrunninu, enda þótt slík- ur einkaréttur engin úrslitaáhrif hafi á afkomu íbúa þess, en að sama ríki njóti hins vegar ekki sams konar einkaréttar til hagnýtingar fiskimiðanna í sjónum yfir landgrunninu jafnvel þótt augljóst sé, að öll afkoma þess velti einmitt á þeim rétti......Það er að vonum, að margir muni nú spyrja hverra undir- tekta sé að vænta frá öðrum þjóðum út af þessum ráðstöfunum Islendinga. Um það er bezt að fullyrða sem minnst á þessu stigi málsins, enda að því leyti ekki ástæða að hafa um það miklar bolla- leggingar, að Islendingar eiga um ekk- ert að velja í þessu máli. Síminnkandi afli íslenzkra skipa bregður upp svo ótvíræðri og geigvæn- legri mynd af framtíðarhorfum ís- lenzkra fiskveiða, ef ekkert verður að- hafzt, að það er alveg óhætt að slá því tvennu föstu: 1. Að engin íslenzk ríkisstjórn er í sam- ræmi við íslenzkan þjóðarvilja og þjóðarhagsmuni nema hún geri ráð- stafanir til að vernda íslenzk fiski- mið og 2. að þess er enginn kostur, að íslend- ingar fái lifað menningarlífi í landi sínu nema því aðeins, að þær vernd- arráðstafanir komi að tilætluðum notum. Aðgerðir íslenzkra stjórnarvalda í þessu máli eru sjálfsvörn smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsi að verja. Að dómi ríkisstjórnarinnar byggjast þær auk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.