Ægir - 15.12.1959, Page 166
164
ÆGIR — AFMÆLISRIT
sóknaráðsins, þar á meðal Island. Þessi
samningur kom þó aldrei til framkvæmda,
en þegar á meðan á styrjöldinni stóð var
hafinn undirbúningur að nýjum samningi
og var sá undirritaður í London árið 1946.
Voru þar einnig hinar sömu þjóðir, er
hlut áttu að máli. Treglega gekk með full-
gildingu samningsins og það var ekki fyrr
en árið 1953 að hann kom til fram-
kvæmda.
Eru í samningi þessum einnig ákvæði
um möskvastærð á botnvörpum og drag-
nótum og um lágmarksstærð á fiski.
Tekur hann til svæðisins í norðaustanverðu
Atlantshafi.
Því er ekki að leyna, að ýmsir hafa
dregið í efa það gagn, sem af því væri
til verndunar fiskistofnunum að auka
möskvastærð botnvörpunetja, enda þótt
vísindamenn hafi talið sig geta sannað
það, að ungfiskinum sé í því veruleg
vernd.
Samkvæmt þessum samningi er ekki
mögulegt að grípa til neinna frekari frið-
unaraðgerða og hefir því undanfarið ver-
ið unnið að því að undirbúa nýjan samn-
ing sömu þjóða, þar sem væru skapaðir
möguleikar til miklu víðtækari aðgerða.
Sá samningur hefir þó enn ekki séð dags-
ins ljós.
Árið 1949 var gerður samningur um
fiskveiðar í Norðvestur-Atlantshafi og
voru þar aðilar þau lönd, sem senda skip
sín til veiða á svæðið frá vesturströnd
Grænlands allt til norðausturstrandar
Bandaríkjanna, þ. e. a. s. löndin í Norð-
ur og Vestur-Evrópu auk Bandaríkjanna
og Kanada. ísland gerðist einnig aðili að
samningnum einkum með tilliti til þeirra
veiða, sem íslenzk skip stunda við Græn-
land, en þýðing þeirra veiðisvæða fer vax-
andi fyrir íslenzka fiskiflotann.
Auk þeirra stofnana og samninga, sem
hér hefir verið minnzt á, hafa á árunum
eftir styrjöldina verið fjölmargar alþjóð-
legar ráðstefnur um fiskveiðimál, sem Is-
land hefir tekið þátt í. Þeirra merkust er
efalaust ráðstefna sú um verndun auð-
linda hafsins, sem haldin var í Róma-
borg vorið 1955, að tilhlutun Sameinuðu
þjóðanna. Var þar lagður mikilsverður
grundvöllur að alþjóðlegu samstarfi á
sviði fiskveiðanna í framtíðinni.
Að lokum er rétt að minnast á einn
þátt alþjóðlegrar samvinnu á sviði fiski-
rannsókna, sem hefir haft sérstaka þýð-
ingu fyrir Island.
Árið 1948 hófst samvinna milli ís-
lenzkra og norskra fiskifræðinga um
merkingu síldar. 1 framhaldi af því var
svo ákveðið í maí 1949 á fundi fiskimála-
ráðherra Norðurlanda, að hafin skyldi
samvinna milli danskra, íslenzkra og
norskra fiskifræðinga um rannsóknir á
hafinu norður og austur af íslandi vor
hvert, áður en síldveiðar hæfust við Is-
land. Upp úr þessu hefir sprottið hin
merkilegasta samvinna þessara þriggja
aðila og á árinu 1957 bættust fiskifræð-
ingar frá Sovétríkjunum í hópinn og voru
þá fjögur rannsóknarskip að störfum á
þessu svæði í maí og júní.
(Janúar 1958)