Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1959, Page 166

Ægir - 15.12.1959, Page 166
164 ÆGIR — AFMÆLISRIT sóknaráðsins, þar á meðal Island. Þessi samningur kom þó aldrei til framkvæmda, en þegar á meðan á styrjöldinni stóð var hafinn undirbúningur að nýjum samningi og var sá undirritaður í London árið 1946. Voru þar einnig hinar sömu þjóðir, er hlut áttu að máli. Treglega gekk með full- gildingu samningsins og það var ekki fyrr en árið 1953 að hann kom til fram- kvæmda. Eru í samningi þessum einnig ákvæði um möskvastærð á botnvörpum og drag- nótum og um lágmarksstærð á fiski. Tekur hann til svæðisins í norðaustanverðu Atlantshafi. Því er ekki að leyna, að ýmsir hafa dregið í efa það gagn, sem af því væri til verndunar fiskistofnunum að auka möskvastærð botnvörpunetja, enda þótt vísindamenn hafi talið sig geta sannað það, að ungfiskinum sé í því veruleg vernd. Samkvæmt þessum samningi er ekki mögulegt að grípa til neinna frekari frið- unaraðgerða og hefir því undanfarið ver- ið unnið að því að undirbúa nýjan samn- ing sömu þjóða, þar sem væru skapaðir möguleikar til miklu víðtækari aðgerða. Sá samningur hefir þó enn ekki séð dags- ins ljós. Árið 1949 var gerður samningur um fiskveiðar í Norðvestur-Atlantshafi og voru þar aðilar þau lönd, sem senda skip sín til veiða á svæðið frá vesturströnd Grænlands allt til norðausturstrandar Bandaríkjanna, þ. e. a. s. löndin í Norð- ur og Vestur-Evrópu auk Bandaríkjanna og Kanada. ísland gerðist einnig aðili að samningnum einkum með tilliti til þeirra veiða, sem íslenzk skip stunda við Græn- land, en þýðing þeirra veiðisvæða fer vax- andi fyrir íslenzka fiskiflotann. Auk þeirra stofnana og samninga, sem hér hefir verið minnzt á, hafa á árunum eftir styrjöldina verið fjölmargar alþjóð- legar ráðstefnur um fiskveiðimál, sem Is- land hefir tekið þátt í. Þeirra merkust er efalaust ráðstefna sú um verndun auð- linda hafsins, sem haldin var í Róma- borg vorið 1955, að tilhlutun Sameinuðu þjóðanna. Var þar lagður mikilsverður grundvöllur að alþjóðlegu samstarfi á sviði fiskveiðanna í framtíðinni. Að lokum er rétt að minnast á einn þátt alþjóðlegrar samvinnu á sviði fiski- rannsókna, sem hefir haft sérstaka þýð- ingu fyrir Island. Árið 1948 hófst samvinna milli ís- lenzkra og norskra fiskifræðinga um merkingu síldar. 1 framhaldi af því var svo ákveðið í maí 1949 á fundi fiskimála- ráðherra Norðurlanda, að hafin skyldi samvinna milli danskra, íslenzkra og norskra fiskifræðinga um rannsóknir á hafinu norður og austur af íslandi vor hvert, áður en síldveiðar hæfust við Is- land. Upp úr þessu hefir sprottið hin merkilegasta samvinna þessara þriggja aðila og á árinu 1957 bættust fiskifræð- ingar frá Sovétríkjunum í hópinn og voru þá fjögur rannsóknarskip að störfum á þessu svæði í maí og júní. (Janúar 1958)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.