Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 14
Lauslega má ætla, að staða helztu veiðigreina hafi verið eftirfarandi að lokinni gengisbreytingu: Bátar Minni Stórir án loðnu: skuttog.: skuttog.: Santt.: A. Tekjur alls . 22.963 15.201 6.326 44.490 B. Gjöld alls .. 26.039 15.420 6.928 48.387 H. Hreinn hagn. -3.076 -219 -602 -3.897 H/A » 100 ... -13.4% -1,4% +9,5% +8,7% Eins og sjá má af framangreindum tölum er hagur hinna ýmsu veiðigreina mjög mismunandi og er staða minni skuttogara áberandi bezt. Fiskverðsákvörðun l.júní 1978. Þann 1. marz og svo aftur 1. júní hækkaði kaupgjald verulega eða samtals um 16%. Þessi mikla hækkun á kaupgjaldi hafði mjög mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir útgerðina, og ennfremur voru sjómenn harðir á því, að fá sömu hækkun á sínum launum og aðrir launþegar. 1 stuttu máli sagt var verðákvörðuninni vísað til yfirnefndar Verðlagsráðsins í lok maí og þann 6. júní náðist samkomulag með seljendum og oddamanni í yfir- nefndinni. í fréttatilkynningu nefndarinnar segir m.a. að meðalhækkun hafi numið 13,5% - 14% og var hækkunin nokkuð breytileg eftir tegundum. Þessi fiskverðshækkun rétti nokkuð við afkomu útgerðarinnar og má ætla, að afkoma hennar hafi verið eftirfarandi miðað við skilyrði í júní: Bátar Minni Slórir án loðnu: skuttog.: skuttog.: Samt.: A. Tekjur alls . 26.674 17.536 7.190 51.400 B. Gjöld alls .. 29.268 16.899 7.511 53.678 H. Hreinn hagn. -2.594 +637 +321 +2.278 H/A x 100 ... +9,7% +3,6% +4,5% +4,4% Afkoma veiðanna eftir þessa verðlagningu var sæmileg og nam brúttóhagnaður 4,2 milljörðum kr., en eins og áður, þá var afkoma minni skuttogara áberandi bezt. I júlímánuði gekk í gildi hækkun á olíu, sem hafði í för með sér verulega útgjaldaaukningu fyrir flotann. Hækkaði olía til fiskiskipa um tæp 15% og er talið að kostnaðarauki þorskveiðiflotans hafi numið tæpum milljarði vegna þessa. Þegar leið á sumarið varð staða vinnslunnar verri og verri, fjöldinn allur af frystihúsum hætti rekstri og sagði upp starfsfólki sínu og má þar til dæmis nefna húsin í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan fyrir þessum langdregnu erfiðleikum var sú, að ekki tókst að koma á nýrri ríkisstjórn eftir þingkosningarnar í júní, fyrr en í ágústmánuði. Það má segja, að vandinn hafi hlaðizt upp þennan tíma. Þann 1. september hækkaði almennt kaupgjald í landinu um ca. 8% og byggðist sú hækkun á bráðabirgðalögum um ráðstafanir í efna- hagsmálum, sem komu í kjölfar gengisbreytingar þann 6. september. Gengisbreytingin. Vegna mjög mikillar verðbólgu í ár og nær stöðugs gengis síðan í febrúar s.l. var orðið verulegt misræmi á milli innlends og erlends verð- lags, svo mikið, að tekjur af útflutningi stóðu ekki undir rekstrarkostnaði í mikilvægum greinum út- flutningsatvinnuveganna. Nauðsynlegt var því að grípa til skjótvirkra aðgerða. í samræmi við sam- starfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar var gengi íslenzku krónunnar því fellt um 15% og hófst skráning nýs gengis 6. september. Gengið gagnvart Bandaríkjadollar hafði þá verið lækkað um 15%- þ.e. dollar hafði lækkað gagnvart íslenzkri krónu um 17,6%. Breytingargagnvart öðrum gjaldmiðlum voru svipaðar en þó mismunandi vegna hræringa, sem átt höfðu sér stað á erlendum gjaldeyris- mörkuðum frá því gengisskráning var felld niður (26/8). Sem dæmi má nefna að v-þýzkt mark hækkaði um tæp 20% gagnvart krónunni, dönsk króna um 20,4%, sterlingspund um 18,8%ogkana- dískur dollar um 16,3%. Meðalgengi erlendragjald- miðla hækkaði nokkru meira en dollar eða um 18,5%. Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög um ráðstöfuu gengishagnaðarins. Gengismun vegna sölu sjávar- afurða skal ráðstafað í þágu sjávarútvegsins. Helm' ingur gengismunarins rennur til viðkomandi deilda Verðjöfnunarsjóðs. Þeim hluta gengishagnaðarius af sjávarafurðum, sem ekki rennur til VerðjöfU' unarsjóðs skal að hálfu varið til að greiða fyr*f hagræðingu í fiskiðnaði og að hálfu til a^ létta stofnfjárkostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa og til að auðvelda útvegsmönnum að hætta rekstr* úreltra fiskiskipa. Helztu ákvæði bráðabirgðalaganna voru þau, a® fellt var úr gildi þak á vísitölugreiðslur og annað hærra þak sett. Þá voru niðurgreiðslur auknar og verðbótavísitalan á þann hátt greidd niður um ca. 8,1%. 58 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.