Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 42
Því er það, að þótt Norðmenn fiski töluvert meira
magn innan sovésku lögsögunnar en Sovétmenn í
þeirri norsku, er mikill hluti norska aflans loðna
á meðan Sovétmenn leita neyslufisks í norskri
lögsögu.
Á sama hátt, er afli EBE-ríkja í sovéskri lög-
sögu mestmegnis þorskfiskur og töluvert minni en
afli Sovétmanna í lögsögu þess. Hér er heldur ekki
um algjöran mismun á einn veg að ræða, þar sem
tegundir eins og makríll eru stór hluti sovéska
aflans.
Vegna hins mikla tjóns sem Sovétrikin hafa orðið
fyrir, með tilliti til afla á mikilvægum fjarlægum
miðum, hafa þau tekið að leita hráefnis á nýjum
slóðum, eins og fyrr getur. Og um þessar mundir
er mikið kapp lagt á fiskrækt bæði í ám og vötnum
landsins, svo og í eldisstöðvum. Áætlað er að auka
framleiðslu á þennan hátt úr 800-850 þús. lestum
nú í þrjár milljónir lesta á næstu tveimur áratugum.
Venjulega hafa Sovétmenn reynt að vera sem
minnst háðir innflutningi á fiskafurðum og hafa
raunar aðeins flutt inn um 1% neysluþarfar sinnar
á árunum 1969-1973, að mestu frá íran og íslandi.
Það eru litlar líkur á að þeir sem breyti um stefnu ótil-
Fréttatilkynning um veiðileyfi
Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út
reglugerð um veiðar í þorskfisknet. Samkvæmt
henni eru allar veiðar í þorskfisknet bannaðar á
tímabilinu 1. febrúar til 15. maí, án sérstaks leyfis
ráðuneytisins.
í reglugerðinni segir, að ráðuneytið geti bundið
leyfi og úthlutun þeirra þeim skilyrðum er þurfa
þykir. Koma hér til ýmis skilyrði varðandi með-
ferð afla, netafjölda og merkingu neta, ennfremur
er heimilt að ákveða, að ekki fái leyfi skip, er
stundað hafa aðrar veiðar eins og t.d. loðnuveiðar.
Samkvæmt framansögðu skulu allir þeir, er vilja
stunda netaveiðar á tímabilinu 1. febrúartil 15. maí
1979, senda umsóknir þar að lútandi til sjávar-
útvegsráðuneytisins, a.m.k. vikur áður en þeir ætla
að hefja veiðar. í umsókninni skal greina nafn, um-
dæmisstafi og skipaskrárnúmer og stærð skips, enn-
fremur nafn og heimilisfang móttakanda leyfis.
Sjávarútvegsráðuneytið, 9. janúar 1979.
Fiskverð
Framhald af bls. 117
LÍNUFISKUR:
Fyrir slægðan og óslægðan þorsk, ýsu, steinbít, löngu
neyddir, þar sem þeir snúa nú athyglinni í sívaxandi
mæli að lítt nýttum tegundum og öðrum vinnsluað-
ferðum og fiskeldi og þar sem þeir búa ekki við
markaðshagkerfi þurfa þeir ekki að taka mið af
neysluvenjum og óskum neytenda.
Á hinn bóginn hafa þeir allar götur síðan 1959,
þegar fiskútflutningur þeirra fór fyrst framúr inn-
flutningi, flutt út síaukið magn fisks og fiskafurða.
Á árunum milli 1969 og 1973 jókst þessi útflutn-
ingur um 34%. Var mestmegnis um ferskan, kaldan
eða frosinn fisk að ræða. Þegar settu fiskneyslu-
marki er náð er búist við að lögð verði meiri áhersla
á útflutning til að afla erlends gjaldeyris og til að
minnka viðskiptahallann við Vesturlönd. Þessar
áætlanir geta hinsvegar farið út um þúfur, vegna
minni sóknarmöguleika á fjarlæg mið og vegna
þess að heimamið eru að verulegu leyti fullnýtt.
Meginviðskiptasvæði Sovétríkjanna fyrir fiskaf-
urðir eru ýmis Afríkulönd sem flytja mest inn af
ferskum, kældum eða frystum fiski landað þar úr
sovéskum skipum og Evrópulönd sem kaupa verð-
mætar vörur eins og krabba og kavíar.
(Síðari hluti þessar greinar verður birtur
seinna).
og keilu, sem veitt er á línu ogfullnægir gæðum í 1. ílokki,
greiðist 10% hærra verð en að framan greinir. Séframan-
greindur línufiskur ísaður í kassa í veiðiskipi greiðist
14% álag í stað 10%.
FERSKFISKMAT:
Um mat á fiski samkvæmt reglugerð nr. 55 frá 20.
mars 1970 um eftirlit og mat á ferskum fisk o.fl.
ÖNNUR ÁKVÆÐI:
Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu fisks frá
trjónu um sýlingu á sporðsblöðkuenda.
öll verð miðast við að fiskur sé veginn íslaus og
seljendur afhendi fiskinn aðgreindan eftir tegundum á
flutningstæki við skipshlið.
Á það skal bent, að æskilegt er að áhafnir veiði-
skipa flokki sjálfar aflann eftir stærð áður en hann er
afhentur til vinnslu verði slíkri vinnutilhögun við komið.
UPPSAGNARÁKVÆÐI:
Fari almenn launahækkun á verðtímabilinu fram úr 5%
frá því sem nú gildir má segja verðinu upp frá þeim
tíma, sem slík launahækkun tekur gildi, og tekur nýtt
verð gildi frá sama tíma. Verðinu verður þó ekki sagt
upp fyrri en frá 1. mars 1979.
Reykjavík, 2. janúar 1979.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
86 — ÆGIR