Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 66
Afmæliskveð j ur
Magnús Magnússon
MAGNÚS MAGNÚSSON, Laufási, Eyrarbakka varð
sjötugur 28. júní s.l. Magnús er fæddur að Ósgerði
í ölfusi. Hann missti föður sinn 1914 og fór hann þá
að Núpum í ölfusi. En nokkru síðar fluttist hann með
móður sinni til Eyrarbakka og var með henni að Laufási,
en það hús eignaðist Magnús síðar og á þar sitt lög-
heimili enn í dag.
Hann var um skeið á togurunum ,,Surprise“ og
„Garðari" með hinum kunna skipstjóra Sigurjóni Einars-
syni.
Á Eyrarbakka var Magnús framámaður um marga
hluti. Hann var stofnandi að útgerðarfélaginu ,,Óðni“
á Eyrarbakka og lét smíða mótorbát á Eyrarbakka í
félagi við Jón Guðjónsson á Skúmstöðum, er þeir síðar
gerðu út. Rak hann jafnframt lengi umfangsmikla vikur-
gerð á Eyrarbakka. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Hrað-
frystihúss Eyrarbakka og var lengi í stjórn þess. Hann
stundaði á sínum tíma mikla kartöflurækt og hefir
stundað laxveiði við ölfusárósa á hverju sumri um langt
árabil. Hann er nú meðeigandi að Sandsölunni við
Dugguvog í Reykjavík.
Magnús hefir látið sig sjávarútvegsmál miklu skipta og
hefir hann því tekið virkan þátt í störfum Fiskifélags
íslands með störfum sínum í sambandi fiskideilda í Sunn-
lendingafjórðungi um áratugaskeið og hefir hann átt sæti
á fjórðungsþingum deildanna í mörg ár og verið í stjórn
sambandsins um 30 ára skeið.
Hann tók sæti á Fiskiþingi 1949 og hefir átt þar sæti
ávallt síðan.
Magnús er góður ræðumaður og á einkar létt með að
flytja mál sitt skýrt og rökfast.
Hann hefir tvívegis verið í framboði við Alþingis-
kosningar í Árnessýslu.
Kvæntur er Magnús Borghildi Thorarensen.
Fiskifélagsmenn senda Magnúsi og fjölskyldu hans
hinar beztu árnaðaróskir.
Hólmsteinn Helgason
Magnús Magnússon
Jón Axel Pétursson
JÓN AXEL PÉTURSSON, fyrrv. bankastjóri. varð átt-
ræður 29. sept. s.l. Hann var framkvæmdastjóri. Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur 1946-61, átti sæti í fiskimálanefnd
og í stjórn Fiskimálasjóðs og í stjórn Stýrimannafélags
fslands. Hann átti sæti, sem varamaður í stjórn Fiski-
félags Islands 1957-1970. Hann hafði mikil og merk
afskipti af málefnum sjómanna og sjávarútvegs. Kona
hans er Ástríður Einarsdóttir.
Einar Guðfinnsson
EINAR GUÐFINNSSON, útgerðarmaður, Bolunga-
vík, varð áttræður 17. maí s.l. Hann átti sæti á Fiski-
þingi frá 1936-72 og í stjórn Fiskifélags íslands sem
varamaður frá 1953-1966 og sem aðalmaður 1966-1972.
Brautryðjandi í sjávarútvegsmálum og um fiskiðnað.
Einar sat á Alþingi 1964 sem varaþingmaður fyrir Vest-
fjarðarkjördæmi. Kona hans er Elísabet Hjaltadóttir frá
Bolungavík.
Hólmsteinn Helgason
HÓLMSTEINN HELGASON, fyrrv. útgerðarmaður,
Raufarhöfn, varð áttatíu og fimm ára þann 5. maí s.l.
Hann átti sæti á Fiskiþingi frá 1953-1972. Kona hans er
Jóhanna Björnsdóttir.
Jón Axel Pétursson
Einar Guðfmnsson
110 — ÆGIR