Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 54

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 54
Aðalsteinn Sigurðsson: Ahrif veiðarfæra á stærðarsamsetningu grálúðuafla Það er ekki ný vitn- eskja, að grálúða, sem veidd er í botnvörpu, sé smærri en sú sem veidd er á línu, en munurinn mun vera meiri en flestir hafa búist við. Þetta hefir ekki farið fram hjá forráða- mönnum vinnslustöðvanna þar sem afli fenginn með báðum þessum veiðarfær- um hefir verið unninn, og hafa þeir hvað eftir annað bent á þetta þó það muni ekki hafa verið gert á prenti. Til að skýra þetta mál, verður hér gerður saman- burður á nokkrum sýnum úr togurum og línu- bátum, sem stunduðu grálúðuveiðar sumarið 1978. Eru þau öll af svæðinu norður-norðvestur af Kol- beinsey, en togararnir voru samt nokkru vestar en línubátarnir. Samtals voru 2037 grálúður í sýnunum úr botnvörpunni en 1087 í sýnunum af línunni. Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi línuriti, sem sýnir hve gríðarmiklu munar á lengdardreif- ingu í aflanum, enda er meðallengdin í botnvörpu- aflanum 58,8 cm en 71,0 cm í línuaflanum, en til- svarandi meðalþyngd er 2,2 kg og 3,8 kg. Ástæðurnar fyrir þessum mismun munu fyrst og fremst vera tvær. í fyrsta lagi virðist yngri og smærri grálúðan halda sig á heldur minna dýpi en sú stærri samkvæmt niðurstöðum rannsókna fyrir norðan land undanfarin sumur, en togararnir munu einnig veiða á minna dýpi en línubátarnir. Meðal- togdýpið þar sem sýnin voru tekin var 466-530 m, en meðaldýpið þar sem sýnin af línunni voru tekin var 532-747 m. í öðru lagi er talið, að tiltölulega meira veiðist af stórri grálúðu en smárri á línuna miðað við stærðarsamsetning þess fisks, sem er á viðkomandi veiðisvæði. Hugsanlegt er einnig að stór grálúða forði sér frekar frá botnvörpunni en sú smærri. Tímamunur á sýnatökunni gerir samanburðinn að vísu ekki eins öruggan og æskilegt væri. Sýnin úr botnvörpunni voru tekin á tímabilinu frá 21. til 28. júní en sýnin af línunni frá 8. júlí til 2. ágúst. Lengdardreifing í grálúðuafia úr botnvörpu í júni og af línu i júli 1978 norður-norðvestur af Kolbeinsey. (% af fjölda í hverjum lengdarflokki). 98 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.