Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 20
þessum erfiðleikum og við eðlilegar markaðsað- stæður nái saltfiskframleiðslan aftur þeim sessi, er hún hefur haft. Þurrkaður saltfískur. Árið 1978 voru fluttar út 2.058 lestir af þurrk- uðum saltfiski. Þar af voru 2/3 hlutar af fram- leiðslu fyrra árs, en um 1/3 hluti af framleiðslu 1978. Árið á undan höfðu verið fluttar út aðeins 1.672 lestir. Framleiðsla og útflutningur þurrkaðs fisks var í algjöru lágmarki þessi tvö ár, því að um margra ára skeið þar á undan höfðu verið flutt út 4-6000 lestir árlega. Ástæður fyrir þessari minnkun eru auðvitað fjölþættar, en segja má að upphaflegu ástæðurnar fyrir samdrætti í þurrkuðum saltFiski hafi verið einkum tvær: Fyrst, hin margumtalað innborgunar- skylda, sem sett var á í Brasilíu árið 1975, og svo sú mikla ríkisaðstoð, sem helztu keppinautar okkar á þurrfiskmörkuðunum, Norðmenn, hafa notið. Og hvernig þeirri aðstoð var oft beitt til lækkunar á fiskverðum í Brasilíu og annars staðar. Eftir því sem árin hafa liðið, virðist áhrifa innborgunarskyldunnar í Brasilíu gæta nokkru minna, en hún kostar innflytjendur ennþá 50-70% af cif verði vörunnar. Söluverð þurrkaðs fisks, í dollurum, hefir hækkað mjög verulega frá því sem það var fyrri hluta árs 1976, um ca. 50% af þorski og löngu og ufsa. Því miður hefir þetta þó ekki nægt til þess að ýta verulega undir þurrkun á þorski, því að hér kemur til þriðja atriðið: Verðjöfnunarsjóðurinn. Blautsaltaður fiskur hefir verið í Verðjöfnunar- sjóðnum frá byrjun, en þurrkaði fiskurinn ekki fyrr en með framleiðslu 1978, og hefir því takmörkuðu fé úr að spila. Á fyrstu árum sjóðsins var greitt af saltfiski í sjóðinn, sem varð til þess að verð á söltuðum þorski innanland til verkunar, var þvi lægra, sem þessari greiðslu nam. Þetta ýtti auðvitað undir þurrkun á sínum tíma. Nú þarf saltfiskurinn hins vegar á greiðslu að halda úr Verðjöfnunarsjóði, og snýst þá dæmið við fyrir þurrkendur. Þorskur- inn verður dýrari innanland, heldur en ef Verð- jöfnunarsjóðsins gætti ekki. Eins og fyrr var getið, hefir reikningur þurrkaðs fisks í Verðjöfnunarsjóði úr takmörkuðu fé að spila, og yrði eitthvað annað og meira að koma til ef þurrkaður saltfiskur af framleiðslu 1978 á að geta staðið jafnfætist blautsöltuðum fiski. Hitt er svo annað mál, að þurrkun saltfisks hefir löngum verið ill nauðsyn öðrum þræði, sér- staklega þegar skreiðarmarkaðir hafa verið lokaðir, og orðið hefir að bjarga lélegasta hluta aflans með söltun og þurrkun. Ufsaflök. Árið 1978 voru flutt til V-Þýzkalands 2.303 lestir af ufsaflökum, sem er u.þ.b. sama magn og flutt var út árið 1977. Árin 1975 og 1976 komst útflutningur ufsaflaka yfir 3.000 tonn hvort árið. Samdrátturinn í framleiðslu síðustu tvö árin á vafa- laust aðallega rót sína að rekja til síldveiðanna, sem hófust aftur, svo að nokkuð um munaði, haustið 1977. Framleiðslurýrnunin varð svo mikil- s.l. tvö haust, að ekki tókst að standa við gerða samninga fyrri hluta vetrar. Framleiðslan í janúar/febrúar s.l. ár varð hins vegar meiri en áður eru dæmi til á þeim tíma árs og voru 250/300 lestir af flökum óseld þegar búið var að afgreiða upp í samninga. Það magn tókst svo að selja til afgreiðslu yfir sumarmánuðina, en aftur varð svo skortur á flökum á fyrstu vetrarmánuðum, eins og áður er vikið að. Sú nýbreytni var tekin upp á s.l. ári, að pakka öllum stórum ufsaflökum (samningsflökum) i 50 kg pappakassa, og þykir sú nýbreytni hafa gefist vel. Þegar þessar línur eru skrifaðar er komið nokkuð fram á hið nýja ár, og eins og að framan segir eru óseldar birgðir nánast engar af óverkuðum fiski og þurrfiskur hefur selst nokkuð eftir hendinni. Sömu sögu er að segja frá öðrum saltfiskfram- leiðslulöndum og markaðslöndum eftir því sem bez.t er vitað, að þar eru birgðir næsta litlar. Afkoman er enn mjög bágborin, en þó ber þess að geta að nú nýverið hefur verið gengið frá nýju viðmiðunarverði í Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins, sem við núverandi aðstæður virðist geta næg1 til að tryggja viðunandi afkomu saltfiskframleið- enda á vetrarvertíð. Allmiklar greiðslur hafa verið úr Verðjöfnunar- sjóði síðustu misserin og eru horfur á, að svo verði enn um sinn, enda þótt þær stærðir séu óþekktat ennþá. Rétt er þó að undirstrika það hér, að þessat greiðslur úr Verðjöfnunarsjóðnum eru af eigi'1 sparifé þessarar greinar, sem hún safnaði upp betri árum. 64 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.