Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 30
árum þessa áratugs. Þetta hefur valdið töluverðum
áhyggjum, vegna þess að félags- og náttúruvísinda-
menn sjá fram á að eftirspurn sem þeir hafa spáð að
muni verða um 115 milljón lestir 1990, verði hvergi
nærri fullnægt vegna sýnilegrar ofnýtingar á
mörgum fiskstofnum, nema til komi virkari stjórn-
un og aukið framboð hingað til lítt nýttra fisk-
tegunda.
Þetta atriði ásamt öðrum hagrænum og skyldum
vandamálum í þróun fiskveiða, svo sem áhrif út-
færslu fiskveiðilögsögu í 200 mílur, verður aðal-
efni þessarar ritgerðar frekar en áhrifin af fæðu-
skortinum.
Það er vaxandi trú sérfræðinga, að með réttri
stjórn og betri nýtingu hingað til vannýttra stofna,
muni heimsaflinn geta náð um 120 milljónum
lesta á ári, þ.e. svipuðu magni og áætluð eftir-
spurn á næstu áratugum verður.
Það hefur þó ekki farið framhjá neinum, sem
málin varða, hversu erfiðlega alþjóðlegum fisk-
veiðinefndum hefur undanfarin ár gengið að fá sam-
stöðu um tillögur um verndar- og stjórnunarað-
gerðir, þrátt fyrir síendurtekna birtingu greinar-
gerða vísindamanna nefndanna um hættuna, sem
stafar af ofveiði og tillögur um að takmarka sókn
á ákveðnum svæðum og/eða í ákveðna stofna. Til
viðbótar hafa annað hvort engar eða alls ófull-
nægjandi aðferðir verið þróaðar til eftirlits, og til
að meta bæði hagrænar og félagslegar afleiðingar,
sem verndaraðgerðir óhjákvæmilega hafa í för með
sér. Nýleg dæmi sem sýna vanmátt alþjóðanefnd-
anna eru annarsvegar hið nær algjöra hrun norsk-
íslenska síldarstofnsins á sjöunda áratugnum þegar
afli féll úr 1.72 milljónum tonna 1966 í 1,13 milljón
tonn 1967 og 250 þúsund tonn 1968 og hinsvegar
hið alvarlega ástand Norðursjávarsíldarstofnsins
sem tekið hefur verið mun meira af en stofninn
þolir. Hliðstæð dæmi má nefna frá öðrum haf-
svæðum.
Það eru margar ástæður fyrir þessum vanmætti
alþjóðastofnana. Fiskur og önnur sjávardýr hafa í
aldaraðir verið nýtt sem sameiginleg eign allra -
að vissu marki má segja að þau séu síðasta
villibráðin - og sem bein afleiðing hafa fisk-
veiðar verið stundaðar óskipulega. Hefur þetta
leitt til þess að sótt er harðar að stofnunum
en möguleikar þeirra eru til endurnýjunar, og því
valdið miklum sveiflum bæði á framboði og verð-
lagi, svo og til heildartaps á fiskveiðum þegar
til lengri tíma er litið.
Þessi vandamál, sem hafa gert ágiskanir um
stofnstærðir vafasamar, ná einnig til fjárfestingar-
ákvarðana í Fiskiðnaðinum, hvort sem um er að
ræða þörf fyrir tæknibúnað, afkastagetu og stærð
skipastóls og vinnsluhúsa eða sölu fisksins á inn-
lendum og erlendum markaði. Hin almenna
hnignun þeirra stofna, sem mest er sótt í hefur
einnig gert arðsemina bæði ótryggari, og að því
er virðist minni, ef teknir eru inn í myndina hinir
ýmsu opinberu styrkir margra ríkisstjórna til fisk-
veiða og fiskiðnaðar. Til að haldast samkeppnis-
færir þurfa bæði fiskimenn og fyrirtæki að hafa
töluverðan aðlögunármöguleika gagnvart nýrri og
dýrari tækni til að veiða minnkandi stofna. Þar
sem slík tækni er öllum tiltæk, hefur enginn einn
aðili í útgerð hagnast öðrum fremur svo nokkru
máli skipti, þegar til lengri tíma er litið. Þetta
ástand hefur haft í för með sér að annaðhvort
ríkir algjör stöðnun eða, sem hefur verið mun
algengara, að ör þróun hefur átt sér stað á öllum
sviðum, og þannig hefur skapast vítahringur sem
erfitt hefur reynst að komast út úr. Síðast enn ekki
síst hefur þetta ástand fært kostnaðinn við veið-
arnar nær og oft jafnvel yfir markaðsverðmæti
framleiðslunnar.
Næst er í ritgerðinni fjallað um í stuttu máli
aðdraganda og framkvæmt útfærslu fiskveiðilög-
sögu, þar sem ísland hafði virka forystu. í mars
1977 höfðu ílest aðalfiskimið í Norður-Atlants-
hafi og víðar verið færð undir yfirráð viðkomandi
ríkja.
Þörfin á aðgerðum var að sjálfsögðu breyti-
leg frá einu ríki til annars. í sumum tilfellum
virðist útfærsla fiskveiðilögsögunnar vera lítið
annað en spurning um þjóðarstolt, sérstaklega þar
sem nær eingöngu er um stofna að ræða sem
ganga tímabundið um hafsvæði ríkja á leið sinni
til og frá hrygningarstöðvum eða eru í ætisleit,
og einnig þar sem miðin eru lítil og/eða fátæk
af fiski frá náttúrunnar hendi og litlar vonir
standa til að þar verði unnt að breyta nokkru
um, þrátt fyrir útfærslu. Fyrir önnur ríki hins-
vegar, er nauðsynin til yfirráða eigin hafsvæða
mjög brýn með tilliti til framtíðar efnahagsþróunar
viðkomandi ríkja, og aukinna möguleika á virkri
stjórnun.
1 raun er mikilvægi veiða og framleiðslu sjávar-
afurða í þjóðarframleiðslu mjög mismunandi eftir
löndun. í hinum stærri ríkjum Evrópu eins og
Bretlandi og Þýskalandi eru þessar afurðir
aðeins brot af hundraðshluta. .lafnvel þótt bætt
sé við afrakstri annarra skyldra greina og þjón-
74 — ÆGIR