Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 43
Fundur um löndun og
fítumælingar loðnu
fijörn Dagbjartsson:
Löndunaraðferðir
og fitumælingar
bræðsluhráefnis
Hinn 5. janúar sl. efndi Landssamband isl. út-
vegsmanna til fundar á Hótel Loftleiðum og var
fundarefnið ,,Löndunaraðferðir og fitumœlingar
bræðsluhráefnisFundarstjóri var Kristján Ragn-
arsson, formaður LÍÚ. Björn Dagbjartsson, for-
stöðumaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins
flutti framsöguerindi á fundinum, en á eftir voru
almennar umrœður. Erindi Björns fer hér á eftir,
svo og úrdráttur úr umrœðunum.
Inngangur
Góðir fundarmenn:
Ég tók því með miklum
þökkum, þegar ég var
beðinn um að reifa hér í
stuttu máli það, sem við á
Rannsóknastofnun fiskiðn-
aðarins vissum gerst um
löndun og efnagreiningar
á bræðslufiski og okkar
reynslu í þeim efnum. Ég
hygg að það sé varla hægt
að hugsa sér jafn vel
vali.nn hlustendahóp til að koma á framfæri þessu
ui, en eitt af því, sem við, sem fáumst við þessar
Pjonusturannsóknir við atvinnuvegina, höfum
a yggjur af er einmitt að koma því ekki á framfæri,
teljum rétt að menn viti og til bóta horfi.
g svo fáum við það á okkur að við þjáumst af
Jo miðlafíkn og áberusýki, en það er önnur saga.
bg aetla að byrja á því að fara nokkrum orðum
'öndun, ekki þó söguleg atriði, en tæknileg
r°un í löndun á bræðslufiski hefur verið fremur
æg, þar til nú á síðustu 1-2 árum að afgerandi
y ting í þessum málum er að gerast bæði hér og á
orðurlöndum. Síðan tek ég fyrir sýnin og efna-
greiningarnar.
Löndunarnefnd, sem Norðmenn hafa sett í málið
^un skila áliti á árinu 1979, en hún hefur þegar
ymsar athyglisverðar upplýsingar og niður-
stöður. Að vísu eru aðstæður þar og hér ekki
fyllilega sambærilegar t.d. meiri kröfur um um-
hverfisvernd og hreinlæti þar en hér, en kröfur um
löndunarhraða, hráefnisnýtingu, þægindi o.s.frv.
eru svipaðar.
Löndun
Svo virðist sem hin svokallaða „þurrdæling“
verði aðallega notuð við löndun á öllu bræðslu-
hráefni innan skamms tíma. Enn er þó verið að
þreifa sig áfram í þessum efnum og menn eru ekki
komnir niður á „hina fullkomnu“ aðferð. í Noregi
er viss áhugi á því að koma löndunardælum og til-
heyrandi leiðslukerfi fyrir í botni veiðiskipanna,
en kostir þess, umfram það að láta dælu síga ofan
í lestarnar úr landi, eru umdeildir. Tvær gerðir af
dælum hafa mest verið notaðar. önnur er snigil-
dæla (monodæla) frá þýska fyrirtækinu Löwener-
Mohn, en hin er spjaldadæla frá Myrens Værk-
sted í Noregi, og hafa þær hvor sína kosti og
galla. Mono-dælan er meðfærilegri og við hana má
tengja stutta sogbarka, sem er þýðingarmikið fyrir
fisk, sem illa rennur eins og vorkolmunninn. En
hún er viðkvæm fyrir stórum fiskum og aðskota-
hlutum. Myrens-dælan er erfiðari í meðförum og
sýgur ekki að sér en hún þolir mun betur aðskota-
hluti og stærri fiska, sem leynast oft í bræðslu-
afla.
Heitið „þurrdælur" er ekki alls kostar rétt og í
flestum tilfellum er betra að nota lítils háttar vatn
ÆGIR — 87