Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 55

Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 55
Einnig munu hafa verið 20-30 sjómílur á milli veiði- svæðanna. Munurinn á lengdardreifingunni, sem sýndur er á línuritinu er hins vegar svo mikill að hann hefði áreiðanlega ekki jafnast út, þó að sýnin hefðu verið tekin á sama tíma og á svipuðum slóðum. Þess ber hins vegar að geta, að lengdar- dreifingin úr botnvörpu var mjög svipuð hvenær sem veitt var á tímabilinu apríl-júní eða í nóvember, þó að veiðisvæði í apríl-maí væri djúpt úti af Vest- (jörðum (Víkurál), en við Halann í nóvember. Línuritið sýnir því raunverulegan mismun á lengdardreifingu grálúðu, sem veidd var í botn- vörpu og á línu árið 1978. Það er líka neikvætt, að togarar veiddu 5.033 smál. af grálúðu í apríl og maí 1978, en það er sennilega um helmingur af ársafla okkar. Sú grá- lúða var að miklum hluta nýhrygnd og því tiltölu- lega mögur og lélegt hráefni. Þá virðist þyngd grá- !úðunnar miðað við lengd geta aukist um 10-15% frá maí til júlí '). Sú reynsla fiskvinnslustöðvanna að grálúða úr botnvörpu sé miklu lélegra hráefni en af línu er í ) Aóalsteinn Sigurðsson, 1979: Grálúðan við ís- lond, Hafrannsóknir 16. hefti. samræmi við framanskráð. Þá tekur botnvarpan tiltölulega meira af ókynþroska fiski en línan eins og sjá má á lengdardreifingunni á línuritinu. Að þessu athuguðu virðist liggja ljóst fyrir, að hagkvæmast sé að veiða grálúðuna á línu bæði með tilliti til stofnsins sjálfs og þjóðarhags. Ekki er þó hægt frá fiskifræðilegu sjónarmiði að mæla með því, að dregið verði úr togveiðum á meðan við veiðum ekki eins mikið árlega og talið er, að stofninn geti gefið af sér í núverandi ástandi, en það er um 15 þúsund smál. Ársaflinn 1978 hefir hins vegar senni- lega verið rúmlega 10 þúsund smál. Á árunum 1967-1975 var lengst af veitt meira af grálúðu en góðu hófi gegndi, en heildaraflinn fór mest upp í 36 þúsund smál. 1974. Stofninn mun því vera minni en hagkvæmt má telja. Grálúðan er hægvaxta og verður ekki kynþroska fyrr en um 9 ára aldur. Einnig er viðkoman lítil svo gera má ráð fyrir, að stofninn sé lengi að ná sér eftir of mikið álag. Við ættum því að geta notið góðs af því síðar að minna var veitt af grálúðu en ráðlagt var bæði 1976 (6 þús. smál.) og 1978 (um 10 þús. smál.). Árið 1977 var aflinn um 15 þúsund smál. eins og ráðlagt hafði verið. Sjómælingar Islands Tilkynningar til sjófarenda 30. SA-ströndin. Hornafjörður. Grunn SV af Hvanney. A eftirtöldum stöðum skal merkja dýpi í sjókort sem hér segir: a) 64° 12,5’n 15° 21,5’v, Borgarboði, dýpi 3,5 m. b) 64° 12,2'n 15° 15,3'v, grunn, dýpi ll,3m. Sjókort: Nr. 81 Leiðs.bók 111, 1951: Bls. 46 faxaflói. Reykjavík. Sundahöfn. Hafnargarður lengdur. Bryggjuviti færður. Ljósdufl ljarlægt. a) Korngarður hefur verið lengdur um 50 m í 067° stefnu. b) Bryggjuviti á Korngarði hefur verið færður á stað 64° 09'07”n 21° 5l'30”v. c) Ljósdufl undan Korngarði hefur verið fjarlægt. Sjókort: Nr. 362 Vitaskrá. 1978: Bls. 8 Nr. 43,4 (1. 4513,4) 32. Tilkynningar til sjófarenda fallnar úr gildi. Eftirtaldar T.t.s. eru fallnar úr gildi: Nr. 7/19 (T), 1977. N-Atlantshaf. Veðurdufl. Nr. 12/30 (T) Faxaflói. Reykjavík. Sundahöfn. Ýmsar tilkynningar og aðvaranir 33. (T) N-Atlantshaf. Veðurathugunardufl. Staður: 62° 01,0'n 28° 41,0'v. Lagt hefur verið út veðurathugunardufli á ofanefnd- um stað. Duflið er sívalt með gulum og rauðum Ióð- réttum röndum og sýnir hvítan blossa á 4 sek. bili. Veðurstofa íslands ÆGIR — 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.