Ægir - 01.02.1979, Blaðsíða 50
Síðasta ár var norskum sjávarútvegi þungt í
skauti, en heildaraflinn varð aðeins 2.384.600 tonn
á móti 3.217.504 tonnum árið 1977, og er aflarýmunin
25,9% á milli þessara tveggja ára og aflaverðmæti,
upp úr sjó, 9,9% lægra. Munar þar mest um, að
loðnuveiðarnar brugðust að miklu leyti. Á árinu
1978 veiddust 1.275.000 tonn af loðnu, en 2.137.200
tonn árið áður, og hafa Norðmenn allverulegar
áhyggjur af loðnustofninum og hefur hámarksveiði
á loðnu fyrir árið 1979 nú verið ákveðið að verði
eins 560.000 tonn sem skiptist á milli 400 veiði-
skipa. Veiðileyfum til einstakra stærðarflokka
á loðnu fyrir árið 1979 nú verið ákveðin að-
dæmi má nefna, að skip sem lesta 800 tonn eða meira,
fá leyfi til að veiða hámark 2.250 tonn, en það þýðir
að stærstu og fullkomnustu nótaskipin geta auð-
veldlega tekið þetta aflamagn í tveimur veiðiferðum
og þó meira væri. í ár sjá Norðmenn aðeins tvo
ljósa punkta, hvað varðar veiðar hinna stóru og full-
komnu nótaskipa, en það eru annarsvegar kol-
munninn sem er veiddur seinnihluta vetrar og á
vorin við Bretland og Færeyjar, en á síðastliðnu
ári tóki þeir 117.500 tonn af kolmunna, og hins-
vegar loðnuveiðar sumar og haust við Jan Mayen.
Eru nú uppi miklar ráðagerðir og viðbúnaður til
að standa sem best að vígi, þegar veiðarnar við
Jan Mayen geta hugsanlega hafist, og er þegar
búið að gera ráðstafanir til að senda þangað full-
komin leitarskip, strax og fer að vora. Ýms samtök
í sjávarútvegi Noregs hafa ennfremur aukið þrýst-
ingin á stjórnvöld til að lýsa sem fyrst yfir 200
mílna efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen, og
má búast við að þessi mál skýrist með vorinu, og
stjórnin ákveði hvort tímabært sé að ákveða þessa
landhelgi, en norsk stjórnvöld halda því fram, að
á því sé ekki nokkur vafi, að Noregur hafi fullan
rétt til að setja 200 mílna lögsögu umhverfis
Jan Mayen. Hvort markalínan eigi að fylgja hinni
svokölluðu miðlínu hvað íslandi viðvíkur, eða
hvort sérstakar kringumstæður geti réttlætt að fallið
verði frá þeirri venju, á eftir að taka ákvörðun
um, en eins og sakir standa eiga norsk stjórn-
völd í erfiðum samningum við Sovétríkin um hvar
setja eigi miðlínuna í Barentshafi og eiga því erfitt
með að gefa fordæmi með eftirgjöf eða fráviki frá
reglunni í samningum sínum við okkur. Því hefur
verið fleygt í norskum fjölmiðlum að undanförnu,
að íslendingar gætu átt það til að hóta að reka her
NATO úr landi, ef Norðmenn lýsa yfir 200 mílna
lögsögu við Jan Mayen, en Norðmenn telja aðstöðu
NATO hér á landi mjög mikilvægan hlekk í vörnum
sínum, sem og Evrópu. Er þetta skýr vísbending
þess, að Norðmenn gera sér vel ljóst, hversu mikið
við íslendingar álítum að þarna sé í húfi fyrir okkur
og nauðsyn þess, að milli þjóðanna náist samkomulag
og náin samvinna um veiðar á sameiginlegum
fiskstofnum landanna. Fyrir hendi eru sannanir
þess, að sú loðna sem veiddist við Jan Mayen á
síðasta ári, hrygni hér við land á vetrarvertíðinni,
og liggur því ljóst fyrir að mjög áríðandi er fyrir
okkur að ná samkomulagi við Norðmenn um tak-
mörkun á veiðum þeirra við Jan Mayen á loðnu, en
norski nótaveiðiflotinn er það öflugur í dag að ef
honum væri beitt af alefli á miðin við Jan Mayen,
gæti svo farið að loðnustofnsins þar biðu sömu
örlög og norsk-íslenska síldarstofnsins.
Hinn 17. janúar s.l. voru 40 ár liðin frá stofnun
Landssambands íslenskra útvegsmanna. Tildrögin
að stofnun LÍÚ voru þau, að útgerðarmönnum, sem
sátu fund SÍF haustið 1938, þótti orðið aðkallandi
að stofna með sér samtök sem gættu hagsmuna
þeirra. Kreppan var þá enn í algleymingi og fjár-
hagsleg staða útgerðarinnar mjög slæm. Kosin var
þriggja manna nefnd til að vinna að stofnun sam-
takanna, og var hún skipuð alþingismönnunum
Jóhanni Þ. Jósepssyni og Sigurði Kristjánssyni
ásamt útgerðarmanninum Elíasi Þorsteinssyni. Að
fáum mánuðum liðnum, var stofnfundurinn hald-
94 — ÆGIR