Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1979, Page 54

Ægir - 01.02.1979, Page 54
Aðalsteinn Sigurðsson: Ahrif veiðarfæra á stærðarsamsetningu grálúðuafla Það er ekki ný vitn- eskja, að grálúða, sem veidd er í botnvörpu, sé smærri en sú sem veidd er á línu, en munurinn mun vera meiri en flestir hafa búist við. Þetta hefir ekki farið fram hjá forráða- mönnum vinnslustöðvanna þar sem afli fenginn með báðum þessum veiðarfær- um hefir verið unninn, og hafa þeir hvað eftir annað bent á þetta þó það muni ekki hafa verið gert á prenti. Til að skýra þetta mál, verður hér gerður saman- burður á nokkrum sýnum úr togurum og línu- bátum, sem stunduðu grálúðuveiðar sumarið 1978. Eru þau öll af svæðinu norður-norðvestur af Kol- beinsey, en togararnir voru samt nokkru vestar en línubátarnir. Samtals voru 2037 grálúður í sýnunum úr botnvörpunni en 1087 í sýnunum af línunni. Niðurstöðurnar má sjá í meðfylgjandi línuriti, sem sýnir hve gríðarmiklu munar á lengdardreif- ingu í aflanum, enda er meðallengdin í botnvörpu- aflanum 58,8 cm en 71,0 cm í línuaflanum, en til- svarandi meðalþyngd er 2,2 kg og 3,8 kg. Ástæðurnar fyrir þessum mismun munu fyrst og fremst vera tvær. í fyrsta lagi virðist yngri og smærri grálúðan halda sig á heldur minna dýpi en sú stærri samkvæmt niðurstöðum rannsókna fyrir norðan land undanfarin sumur, en togararnir munu einnig veiða á minna dýpi en línubátarnir. Meðal- togdýpið þar sem sýnin voru tekin var 466-530 m, en meðaldýpið þar sem sýnin af línunni voru tekin var 532-747 m. í öðru lagi er talið, að tiltölulega meira veiðist af stórri grálúðu en smárri á línuna miðað við stærðarsamsetning þess fisks, sem er á viðkomandi veiðisvæði. Hugsanlegt er einnig að stór grálúða forði sér frekar frá botnvörpunni en sú smærri. Tímamunur á sýnatökunni gerir samanburðinn að vísu ekki eins öruggan og æskilegt væri. Sýnin úr botnvörpunni voru tekin á tímabilinu frá 21. til 28. júní en sýnin af línunni frá 8. júlí til 2. ágúst. Lengdardreifing í grálúðuafia úr botnvörpu í júni og af línu i júli 1978 norður-norðvestur af Kolbeinsey. (% af fjölda í hverjum lengdarflokki). 98 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.