Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1979, Síða 66

Ægir - 01.02.1979, Síða 66
Afmæliskveð j ur Magnús Magnússon MAGNÚS MAGNÚSSON, Laufási, Eyrarbakka varð sjötugur 28. júní s.l. Magnús er fæddur að Ósgerði í ölfusi. Hann missti föður sinn 1914 og fór hann þá að Núpum í ölfusi. En nokkru síðar fluttist hann með móður sinni til Eyrarbakka og var með henni að Laufási, en það hús eignaðist Magnús síðar og á þar sitt lög- heimili enn í dag. Hann var um skeið á togurunum ,,Surprise“ og „Garðari" með hinum kunna skipstjóra Sigurjóni Einars- syni. Á Eyrarbakka var Magnús framámaður um marga hluti. Hann var stofnandi að útgerðarfélaginu ,,Óðni“ á Eyrarbakka og lét smíða mótorbát á Eyrarbakka í félagi við Jón Guðjónsson á Skúmstöðum, er þeir síðar gerðu út. Rak hann jafnframt lengi umfangsmikla vikur- gerð á Eyrarbakka. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Hrað- frystihúss Eyrarbakka og var lengi í stjórn þess. Hann stundaði á sínum tíma mikla kartöflurækt og hefir stundað laxveiði við ölfusárósa á hverju sumri um langt árabil. Hann er nú meðeigandi að Sandsölunni við Dugguvog í Reykjavík. Magnús hefir látið sig sjávarútvegsmál miklu skipta og hefir hann því tekið virkan þátt í störfum Fiskifélags íslands með störfum sínum í sambandi fiskideilda í Sunn- lendingafjórðungi um áratugaskeið og hefir hann átt sæti á fjórðungsþingum deildanna í mörg ár og verið í stjórn sambandsins um 30 ára skeið. Hann tók sæti á Fiskiþingi 1949 og hefir átt þar sæti ávallt síðan. Magnús er góður ræðumaður og á einkar létt með að flytja mál sitt skýrt og rökfast. Hann hefir tvívegis verið í framboði við Alþingis- kosningar í Árnessýslu. Kvæntur er Magnús Borghildi Thorarensen. Fiskifélagsmenn senda Magnúsi og fjölskyldu hans hinar beztu árnaðaróskir. Hólmsteinn Helgason Magnús Magnússon Jón Axel Pétursson JÓN AXEL PÉTURSSON, fyrrv. bankastjóri. varð átt- ræður 29. sept. s.l. Hann var framkvæmdastjóri. Bæjar- útgerðar Reykjavíkur 1946-61, átti sæti í fiskimálanefnd og í stjórn Fiskimálasjóðs og í stjórn Stýrimannafélags fslands. Hann átti sæti, sem varamaður í stjórn Fiski- félags Islands 1957-1970. Hann hafði mikil og merk afskipti af málefnum sjómanna og sjávarútvegs. Kona hans er Ástríður Einarsdóttir. Einar Guðfinnsson EINAR GUÐFINNSSON, útgerðarmaður, Bolunga- vík, varð áttræður 17. maí s.l. Hann átti sæti á Fiski- þingi frá 1936-72 og í stjórn Fiskifélags íslands sem varamaður frá 1953-1966 og sem aðalmaður 1966-1972. Brautryðjandi í sjávarútvegsmálum og um fiskiðnað. Einar sat á Alþingi 1964 sem varaþingmaður fyrir Vest- fjarðarkjördæmi. Kona hans er Elísabet Hjaltadóttir frá Bolungavík. Hólmsteinn Helgason HÓLMSTEINN HELGASON, fyrrv. útgerðarmaður, Raufarhöfn, varð áttatíu og fimm ára þann 5. maí s.l. Hann átti sæti á Fiskiþingi frá 1953-1972. Kona hans er Jóhanna Björnsdóttir. Jón Axel Pétursson Einar Guðfmnsson 110 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.