Ægir - 01.08.1984, Qupperneq 36
þessara gerla. Önnur efni, t.d. natríum bensóat,
höfðu lítil sem engin áhrif. Um haustið (1979)
hófust síðan söltunartilraunir með því markmiði að
kanna virkni kalíum sorbats á vöxt slímgerla í syk-
ursaltaðri síld. Alls voru saltaðar 9 heiltunnur af
sykursíld og 4 tunnur af „specialsíld“ með minna
sykurmagni. Mismiklu sorbatmagni var bætt í tunn-
urnar og slímgerlum sáð í viðeigandi tunnur. Tunn-
urnar voru geymdar við 9°C. Helstu niðurstöður
voru þær, að eftir rúmlega 14 mánuði hafði ekki
myndast spinnpækill í þeim tunnum, sem innihéldu
sorbat. Hins vegar kom fram spinnpækill í þeim sor-
batlausu eftir aðeins 2-3 mánaða geymslu. Minnsti
skammtur af sorbati sem notaður var, 61.6 g/tunnu
reyndist nægjanlegur til að hindra myndun spinn-
pækils. Þá kom það og í ljós, að sorbat hafði mjög
bætandi áhrif á geymsluþol síldarinnar. Síld með
minnsta sorbat-skammti geymdist óskemmd í 9
mánuði og síld með 123 g/tunnu og meiri styrk var
algjörlega óskemmd eftir rúmlega 14 mánaða
geymslu. Órotavarin síld var farin að skemmast
eftir aðeins 5-6 mánaða geymslu. Niðurstöður þess-
ara rannsókna sýna að kalíum sorbat kemur í veg
fyrir myndun spinnpækils og lengir geymsluþol syk-
ursaltaðrar síldar til muna sé rétt með efnið farið
(1980). Á árinu var hafin rannsókn á áhrifum salt-
péturs á vöxt slímgerla en efnið örvar vöxt þeirra
við loftfirtar aðstæður. Söltunartilraunir sýndu, að
notkun saltpéturs flýtir ekki fyrir myndun spinn-
pækils (1981).
Rannsóknir á rækju
Að beiðni Ferskfiskeftirlitsins voru gerðar rann-
sóknir á gerlagróðri í rækju sem hafði verið mis-
munandi lengi í ís (1964). Þegar geislunartilraun-
irnar fóru fram var rækja meðal þeirra afurða, sem
geislaðar voru (1969). Á síðari árum hefur talsvert
verið gert að því að mæla drop (drip) í rækju, en það
getur verið allmisjafnt. Þannig reyndist það eitt árið
að meðaltali 11.0%, en niðurstöður voru 3.2-21% í
lausfrystri rækju. í rækjublokkum var það5.6-7.8%
eða 6.0% að meðaltali. Talið var að enginn einn
mælingaþáttur væri algildur mælikvarði á gæðin.
Þannig var ekki alltaf samræmi í niðurstöðum gerla-
talninga, TMA-mælinga og skynmats. Að nokkru
leyti stafar þetta af sérkennum framleiðslunnar sem
m.a. felst í gerilsneyðingu eftir nokkra geymslu í ís.
Skynmat var talið gefa trúverðuga mynd af því
hvernig neytanda myndi líka varan. TMA-mæl*n§
gefur vísbendingu um geymslu hráefnis, gerlataH'
ing hvort hreinlætis hafi verið gætt við vinnsl11
(1979). Athuguð var nýting rækju í hinum ýmsU
verksmiðjum, þ.á m. 7 með innfjarðarækju. Meðal'
nýting reyndist þar 17.5%, en nýting er fryst rækJ3
í kg á móti innveginni rækju úr hráefnisgeymslu í k?
sem %. Hæsta nýting var 21.6% en lægsta 14.5%-
Rækjan var yfirleitt með egg og stærðin 238-369 stk/
kg. Nýting Eldeyjarrækju reyndist 18.2% og 2^
stk/kg. Nýting úthafsrækju var 20.9-28.1% eða að
meðaltali 24.5% og 125-142 stk/kg. Mikill og l'1*
skýranlegur munur var á nýtingu. Samanburður vaf
gerður á geymslu á rækju, ísaðri í kassa og geymsl11
í 590 1 óeinangruðum gám í ískrapa: sjór/ís/rækJa
var í hlutföllunum 15/20/65. Rækjan var unmn
þriggja daga gömul, svo að ekki fékkst niðurstaða
um geymsluþol, en rækjan úr gámnum nýttist iHa
við pillun, var laus í sérog molnaði. Sem unnin vaU
var hún þó sambærileg að gæðum. Drop í lausfrystrl
og blokkfrystri rækju, sem rannsakað var á árinu
reyndist svipað og áður hafði komið í ljós (1980)-
Við endurtekningu á geymslu á rækju í ískrap* 1
gám kom í ljós að sú aðferð er ekki nothæf við inu'
fjarðarækju (1981). Árið 1982 voru rannsökuð l^
sýni af rækju frá 5 vinnslustöðum á Vestfjörðum
reyndust öll fullnægja alþjóðastöðlum FAO
WHO (1982). Mæling á efni sem nefnist indól ng
myndast við skemmdir á rækju er sumstaðar nota
sem mælikvarði á gæði. Bandaríkin setja t.d-
hámark indóls 25 mikro g/100 g við innflutninr'
Myndun indóls í ísaðri rækju var rannsökuð við aHl
að 12 daga geymslu. Magn þess fór aldrei yf*r "
mikró g/100 g þó að rækjan væri talin óvinnsluhæt 1
daga gömul. Ástæður hins lága magns voru taUar
kaldur sjór og ísun rækjunnar (1983). Aflað var
gagna sem tengdust rækjuveiðum og vinnslu, þ-u 111'
um helstu tegundir véla. Samin var kostnaðat
áætlun fyrir einfalda rækjuvinnslulínu og gert flæ^1
rit um orkunotkun, vatnsnotkun og nýtingu. Þá var
og gerð könnun á frárennsli frá rækjuvinns'u
(1983).
Rannsóknir á humri
Rannsóknir á humri hófust árið 1963 er getðar
voru athuganir á svonefndri Fresh-Lock aðferð 11
frystingará humri að beiðni S.H. Niðurstöður vorU
neikvæðar (1963). í tilraununum með geislun sjav
420 - ÆGIR