Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1984, Side 44

Ægir - 01.08.1984, Side 44
Haldið var áfram tilraunum með niðursuðu á krækl- ingi og kúffiski. Ekki hafði tekist að fá kúffiskinn svo mjúkan, að sambærilegt væri við skyldar teg- undir erlendar. Ýmiss konar rannsóknir voru gerðar á öflun kræklings (1969) og kúffisks á mis- munandi árstímum (1967, 1968). Árið 1970 voru gerðar tilraunir með kavíar, kryddsíldarpöstu, grá- lúðu og marineraða síld. Eins og kunnugt er hófst upp úr því að þessar lagmetistilraunir byrjuðu um 1960, framleiðsla á niðursoðinni lifur, sem haldist hefur að mestu síðan og mun nú vera að aukast. Auk þess var eitthvað framleitt og flutt út af þorsk- lifrarpöstu. 1971 voru framkvæmdar tilraunir með framleiðslu á þorskhrognakavíar og kaldreyktum lausfrystum hörpudiski er pakkaður var í loftdregna plastpoka. Þá var og gerð úttekt á nýtingu grásleppu (1971). Árið 1972 var þeim athugunum haldið áfram, en einnig gerðar tilraunir með að sjóða niður þorskgellur og kinnar og að framleiða reyktan og óreyktan þorskhrognakavíar. Úttekt á nýtingu kúf- skeljar var og gerð 1972. Á vegum Sölustofnunar lagmetis voru prófaðar 20 tegundir fiskrétta, sem framleiddar voru í íslenskum lagmetisverksmiðjum samkvæmt erlendum forskriftum. Þá var og rann- sakað svonefnt F-gildi niðursuðuvara (1975). Einnig var rannsakað, hve lengi ísuð þorsklifur væri nothæf til niðursuðu. Var sendur maður í róður og ísaði hann nokkurt magn af lifur í kassa um leið og slægt var, Lifrin var síðan geymd þannig við 0°C og reyndist nothæf í viku og vel það. Rannsóknum í sambandi við vöruþróun í lagmeti var haldið áfram á næstu árum, einnig rannsóknum á næringar- og rotvarnarefnum í lagmeti, auk þess að þróa mats- reglur fyrir lagmeti o.fl. (1977,1978, 1979,1980). Nýting kolmunna Ein er sú fisktegund, sem menn hafa gert sér miklar vonir um að nýta mætti í verulegu magni til manneldis og mjöl- og lýsisframleiðslu s.l. 15 ár, en það er kolmunni. En því miður hafa þær vonir brugðist enn að mestu leyti eins og kunnugt er. Víð- tækar rannsóknir fóru fram á nýtingu kolmunnans í Rannsóknastofnuninni og m.a. í samvinnu við Fær- eyinga, Norðmenn og Dani og Svía að nokkru leyti, á vegum Nordforsk. Kolmunni geymist tiltölulega illa. Gerð var tilraun með geymslu á kolmunna til bræðslu með ís, formalíni, blöndu af nítriti og form- alíni og ís og formalíni og ís og nítriti. Áberandi var að kviðurinn var heillegastur á þeim kolmunna, sem geymdur var ísaður. Sú geymsluaðferð myndi og ein koma til greina við geymslu á kolmunna til manneldis. Tilraunin fór fram í júnímánuði og var kolmunninn svipaður átufullri síld að því leyti að kviðskemmdir vegna starfsemi meltingarvökvanna takmarka mjög geymsluþol hans (1972). Þá vorn gerðar tilraunir með framleiðslu marnings úr haus- uðum og slægðum kolmunna. Marningurinn reynd' ist nokkuð dökkur og útlitsljótur vegna himnuleifa- hryggblóðs og roðtægja. Reynt var að bæta útlitÚ með því að þvo hann með vatni, blönduðu bleikt' efnum. Notað var vetnisperoxíð í 0.1% edikssýru og lýstist marningurinn mikið og batnaði í útliti- Sýni af óbleiktum og bleiktum marningi í blokkum voru send Coldwater Seafood Corp. í BandaríkJ' unum til umsagnar (1973). Þá voru og framleidd sýni af söltuðum og þurrkuðum kolmunna og kol' munnaskreið og komið á framfæri við viðeigaud' sölusamtök (1974). Á næsta ári var svo gerð enn stærri tilraun með vélvinnslu á kolmunna. Ham1 kom ísaður í kassa og geymdist þannig a.m.k. 6sól' arhringa, en spærlingur sem einnig var rannsakaðuf um leið var orðinn lélegt hráefni eftir 4 sólarhringa- Tilraunirnar voru gerðar í samvinnu við Meitiliu0 h.f. í Þorlákshöfn. Kolmunninn varýmist hausaðut og slógdreginn, kviðhreinsaður eða flakaður. VéÞ vinnsla kolmunnans með vélasamstæðu CIS/Co frá Arenco gekk sæmilega eftir nokkra byrjunat' erfiðleika. Betri nýting fékkst bæði við aðgerð og marningsvinnslu en Norðmenn og Bretar höfðu náð. Hausaður og slógdreginn var kolmunnin’1 aðallega skreiðarþurrkaðqr í saltfiskþurrkara. Úm 200 kg af skreið úr 1.5 tonnum af kolmunna v°rl1 send til Nígeríu til markaðsathugana á vegum San1 lags skreiðarframleiðenda. Marningur úr flökum kviðhreinsuðum fiski, lítilsháttar af kolmunnu flökum og kviðhreinsuðum kolmunna og spærliu?1 voru fryst og afhent sölusamtökum frystiiðnaðaru1' til prófana og markaðsleitar. Gerðar voru kostna( aráætlanir fyrir framleiðslu á marningi og skrei Ljóst var. að vinnsla manneldisafurða úr smáfisk tegundum yrði mun kostnaðarmeiri en ef unninn þorskur eða annar stærri fiskur (1975). Árið eft,r var svo kolmunni unninn í skreið og marning fjórum stöðum á landinu. Þá voru gerðar áætlan>r um breytt fyrirkomulag við vinnsluna og arðserm1' athugun. Ennfremur voru gerðar athuganir 428-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.