Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1984, Blaðsíða 58

Ægir - 01.08.1984, Blaðsíða 58
Björn Valur Ólafsson: Netaveiðar Netaveiðar eru einhverjar erfiðustu veiðar sem hægt er að stunda hér við land og jafnvel þótt víðar væri leitað. Margt hjálpast að til að gera þær svo: ótrygg veður, veiðitilhögunin sem gerir vinnuna við netin jafn erfiða, hvort sem mikið er í þeim eða lítið, sú sérstaka náttúra þeirra að láta bíða eftir sér og síð- ast en ekki síst sú leiðinlega ónáttúra þeirra að flækj- ast, snúast og eyðast. Einn hráslagalegan marsmorgun 1975 hóf ég (að sjálfsögðu í slyddu) að steina niður net ásamt skipsfé- lögum mínum. Mér hefur alltaf fundist sögnin að steina óviðeigandi, sögnin að byrgja kæmist miklu nær því að lýsa verkinu, enda líkjast netin miklu fremur ofvaxinni vörðu en veiðarfærum eftir þessa meðhöndlun. Spottar og endar, ýmissa gerða eru samfara þessu, hnýttir hér og þar í netin, uns úr verða nokkrar trossur. Trossa er búin til úr 12-15 netum, og að sjálfsögðu 2 bólum, sitt á hvorum endanum. Síðdegis næsta dag héldum við út til að leggja tross- urnar með að mig minnir 150 net, 20 færi, 20 dreka og 20 baujurinnanborðs. Úrþessu höfðum við búið til 10 trossur, sem í augum ókunnugs hlytu að hafa litið út sem hin fullkomna óreiða. Fyrsta netalögn hvers manns hlýtur að vera honum ógleymanleg, þó ekki sé nema fyrir það að fá að verða vitni að því hvernig hægt er að leysa þá mestu mögu- legu flækjuhrúgu sem hægt er að koma fyrir á sem minnstu flatarmáli, á sem mestum hraða, án þess að á hnýtist óleysanlegur rembihnútur. Einhvern veginn komust netin hnútalaus í sjó og þegar heim var komið gaf skipstjórinn vel þegið og hefðbundið frí næsta dag. Fyrsti róðurinn hófst, eins og allir þeir sem á eftir komu, langt fyrir allar aldir og í dögun þegar við komum á miðin var himinninn leikinn grárri hvers- dagsskímu, þar sem lífið er saltfiskur og linnulaus slagurinn hófst við þorskinn, náttúruöflin og hina bát- ana. Þegar líða tók á þennan fyrsta dag endalauss þræl- dómsins hófu reyndari skipverjar, mér ekki til mik- illar furðu því trossa auðkennd bláum veifum þottl mér renna einkar ljúflega fyrir borð, að ræða um l'1- legu og afla hinna ýmsu trossa. Áður en róðurinn vat úti höfðu menn skipað sér í fylkingar utan um vænstu og fisknustu trossurnar og gefið þeim nöfn eins °g- Anna, Gerður, G.Á. Símonar og BB, allt eftir hj11 skaparháttum og/eða smekk hvers og eins. Þessar fylkingar hnakkrifust alla vertíðina um k°stl og galla trossanna. Ef einhver trossan tók upp á Þvl að fiska áberandi minna en aðrar, hófu fylgisnie1111 hennar þegar í stað skæruhernað. Þeir fölsuðu atl' tölur (þær voru skráðar á sérstakt spjald sem hékk a heiðursstað í matsalnum), þeir kenndu um of g°nl* um og slitnum netum og máttu ekki sjá minns111 sprettu á þeim, þá varð að setja nýtt net í trossuna °S þá helst svokallað kraftaverkanet, en þau þóttu fisha neta mest. Sumir hinna tortryggnustu þóttu andsta’ð ingarnir rífa fiskinn óþarflega hranalega úr sinn1 trossu og sá alharðasti hélt því statt og stöðugt fralt' að skipstjórinn hefði illan bifur á trossunni sinni og a hann vildi helst að hún fiskaði ekki neitt. Hann dval því langdvölum uppi í brú, þegar búið var að drag3 trossuna og hún enn ólögð. Þá var hann að gefa skip stjóranum góð ráð, en oft voru þau nokkuð vafasón1- Ekkert lát varð á þessum deilum alla vertíðina eins °r áður sagði, nema þegar við hittum menn af hinu111 bátunum. Þá voru okkar trossur allar jafngóðar. Ln þeirra allar jafnlélegar. Þegar haldið er út með netin frá Akranesi. el1 þaðan hef ég alltaf róið, er byrjað á því að leggja P‘ ^ alldjúpt úti. Síðan eru þau smám saman færð nær - nær Skipaskaga og reynt að fylgja fiskinum eft>r á sönlU f°r þangað til þau eru komin, ef allt gengur eðlileg3- Skagaforina svokölluðu, en hún er uni 10-15 sjórm 1 vestur af Akranesi. Fyrst í stað lét skipstjórinn trossurnar liggja '<■ stöðunum þótt lítið kæmi í. En smám saman fiskurinn að ganga inn Faxaflóann og meira og meir^ af honum að koma í netin uns ásóknin í þau varð s' mikil að ég var hreinlega farinn að halda að fiskm1 leitaði þau uppi. ( Snemma á vertíðinni gerði ég mér ljóst, að el°n, verst við netaveiðar er að fá ekki að sofa nema *■ klukkutíma tvisvar sinnum hvern sólarhring langt111 iáðun1 skip' um saman, þangað til veðurguðirnir koma hrj sjómannsskrokkum/sálum til hjálpar og gera '■ ^ stjórum einn norðan nfu dag með tíu stiga frosti a endis ómögulegt að sækja sjó. í næsta róðri er veðrið ef til vill eitthvað skapl°Sr ’ en þó ekki mikið. Þá eru netin snúin, fiskurinn stel11 442-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.