Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 12

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 12
 Tafla V Úthlutað aflamark ’92/'93 '91/'92 Mismunur __ Þorskur 182.600 255.256 -28,5% Ýsa 60.700 51.506 17,9% Ufsi 88.700 76.639 15,7% Karfi 100.300 94.044 6,7% Grálúða 28.900 25.650 12,7% Skarkoli 12.500 12.036 3,9% Uthafsrækja 40.000 35.000 14,3% Innfjarðarækja 7.300 7.100 2,8% Hörpudiskur 11.300 11.200 0,9% Humar 2.400 2.100 14,3% Síld 110.000 110.000 0,0% Loðna 743.000 743.000 0,0% Samtals þorskígildi 475.683 550.323 -13,6% afli glæðst lítillega. Strandirnar hafa annað árið í röð skilað þokkalegum afla og gott sumarfiskirí hefur verið á Vestfjörðum og í Breiðafirði. A suð- vesturhorninu hefur afli dregist saman. Heildarafli á síðasta ári fór yfir 52 þúsund tonn sem útleggur sig að aflaverðmæti til útflutnings upp á 7,2 milljarða og eru þá 13.000 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum með- taldar. Verðmætin eru 10,3% af heildarútflutningsverðmæti allra sjáv- arafurða. Til frekari samanburðar og glöggvunar er tekið saman í töflu IV útflutningsverðmæti nokkurra ann- arra vörutegunda á árinu 1992. Ákvöröun um heildarafla Hæstvirtur sjávarútvegsráðherra tók á sl. sumri í samráði við samráð- herra sína þá ákvörðun að færa úthlutaðan heildarafla í þorski úr 255.256 tonnum niður í 182.600 tonn, eða um 28,5%. Ákvörðunin var gerð í þeim tilgangi að byggja upp þorskstofninn. Santhliða þessari ákvörðun var ákveðið að auka úthlut- un í ýsu um 17,9%, ufsa um 15,7%, karfa um 6,7%, grálúðu um 12,7% og skarkola um 3,9% (sjá töflu V). Uthlutun þessi var reiðarslag fyrir smábátaeigendur á aflamarki þar sem þeir hafa nánast allan sinn kvóta í þorski. Útgerðarmenn þeirra báta stóðu því margir frammi fyrir því, og standa enn í dag, að aflaheimildir eru 44% af þeim heimildum sem þeir höfðu á viðmiðunarárunum '87- '89. Strax og ákvörðun þessi lá fyrir efndu nokkur félög smábátaeigenda til funda til að ræða þá stöðu sem upp var komin. Niðurstaða þeirra var nánast einróma, þeir mótmæltu því að ekki væri jafnað á milli einstakra útgerðarflokka. Ályktun Félags smá- bátaeigenda á Austurlandi bar þess glögg merki. Útdráttur úr ályktun- inni er eftirfarandi: „Aðalfundur Félags smábátaeig- enda á Austurlandi, haldinn í félags- heimilinu Fjarðarborg Borgarfirði 29. júlí 1992, ályktar eftirfarandi: Fundurinn mótmælir harðlega nýákveðinni flatri skerðingu á þorsk- kvóta. Af öllunt útgerðarflokkum kemur niðurskurður á heildarafla í þorski harðast niður á smábátum í aflamarki. Hjá þeim sem hafa allar sínar heimildir í þorski er skerðingin rúrnur fjórðungur, eða 28,5%, en að meðaltali er skerðingin fimmtungur, eða 20% í þorskígildum talið hjá smábátum. Skerðingin mælist hins vegar að meðaltaii í eins stafs tölu hjá togurum. Kvóti smábáta í aflamarki er að langmestu leyti þorskur og hafa þeir lítið sem ekkert svigrúnt til að bæta sér upp tekjumissinn með sókn í aðrar tegundir. Aflaheimildir smábáta í aflamarki hafa nú dregist saman um hartníf 60% á síðustu fjórum árum sern höggva mun stórt skarð í þennan ut- gerðarflokk ef ekkert verður að gert- Aðalfundur Félags smábátaeig' enda á Austurlandi telur brýnt að stjórnvöld komi til móts við þessa miklu skerðingu á aflamarki smábat' anna. Benda má á tillögu aðalfundar L.S. frá sl. hausti sem gerir ráð fyrir að smábátar með aflamarki sem veit[ hafa allan sinn kvóta fái heimild [il önglaveiða á síðustu 3 mánuðum næsta fiskveiðiárs. Lausn sem hefur enga útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð í för með sér og ógnar vart tilver11 þorskstofnsins þar sem aðeins er vet' ið að ræða um 1% rneiri afla. Aðalfundur FSA Ieggur áherslu 11 að stjórnvöld vegi það og med við af' greiðslu þessa máls hvort sé meir*1 virði, lífsafkoma fjölda fjölskylð11,1 eða 1% sveigja hinna umdeild11 kvótalaga." Hrognkelsaveiðar Vertíðin á árinu 1992 var nálaig1 170 ÆGIR 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.