Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 58

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 58
Heimsaflinn Um þessar mundir er FAO að gefa út tölur um heimsaflann 1991. Fljót- lega verður yfirlit um heimsaflann birt í Ægi, en hér verður lítillega fjall- að um markverðustu upplýsingarnar sem fram koma í skýrslu FAO. Eins og spáð var í 6. tbl. Ægis 1992 er Kína nú komið tryggilega í efsta sæti meðal þjóða heims að því er afla varðar. Afli Kínverja á árinu 1991 var 13.135 þúsund tonn og hefur hann aukist um milljón tonn á ári nokkur síðustu ár. U.þ.b. helm- ingur aflans kemur frá fiskeldi og fer hlutur þess vaxandi. Það er því ólík- legt að Kínverjar láti efsta sætið af hendi á næstunni. Japan Næstu þjóðir á listanum yfir öfl- ugustu fiskveiðiþjóðir heinis voru Japan og fyrrum Sovétríkin með 9.3 milljón og 9.2 milljón tonna afla. Afli beggja þjóðanna dróst því saman um meira en milljón tonn milli ára. I fyrrnefndri umfjöllun um heimsafl- ann í 6. tbl. Ægis 1992 var sagt frá því að útlit væri fyrir hrun í afla Jap- anssardínu árið 1991. Sardínan er sú tegundin sem Japanar veiða í mestu magni og aflinn dróst saman um tæp milljón tonn rnilli ára. Sardínan átti það sammerkt með flestum helstu fiskstofnum heirns að of mikil sókn takmarkar afraksturinn. Þannig minnkaði afli Alaskaufsa um tæp 900 þúsund tonn milli ára. Alaskaufsinn hefur um nokkurra ára skeið verið sá fiskstofn sem mestum afrakstri hefur skilað. Afli af Alaskaufsa nam tæpum 4.9 milljónum tonna árið 1991, en var mestur árið 1986, um 6.8 milljón tonn. Víst er að um þessar rnundir getur vart öruggari sannana fyrir áhrifum of mikillar sóknar í fisk- stofna en þróun afla úr helstu fisk- stofnum heimsins. Rússland Það vekur að sjálfsögðu sérstaka athygli hve samdráttur afla fiskveiði- flota fyrrum Sovétríkja hefur verið stöðugur síðustu árin. Því var spáð í 6. tbl. Ægis árið 1990 að væntanlegar breytingar á stjórnarháttum Sovét- ríkjanna myndu valda miklum sam- drætti úthafsveiða þeirra. Breyting- arnar hafa orðið meiri og hraðari en nokkurn óraði fyrir á þeim tíma, en spáin reyndist rétt. Uthafsveiðar rúss- neskra skipa hafa dregist ört saman og vart mun annar atvinnuvegur austur þar hafa farið eins halloka fyr- ir áhrif opins markaðar. Enda er heimsmarkaður með sjávarafurðir sennilega einn opnasti vörumarkað- urinn og líklega sá sem minnst verð- ur fyrir inngripum stjórnvalda. Hvalveiðar Það kom fram í norska fréttabréf- inu NORINFORM 4. maí sl. að hrefnustofninn í Barentshafi er nú stærri en hann hefur verið síðastliðin 50 ár. Haft var eftir Vegard Ellefsen, talsmanni norska utanríkisráðuneyt- isins, að þessar upplýsingar séu enn ein vísbendingin um að ekkert rétt- læti áframhaldandi veiðibann. Enda hafa Norðmenn nú ákveðið að hefja á ný hvalveiðar í „atvinnuskyni", eins og umhverfisfirrtir fréttamenn kalla nú þessar venjulegustu og eðlilegustu nytjar mannsins. Nýlega voru almenningi birtar upplýsingar um breytta stefnu RSY'rjNOUR Bandaríkjastjórnar að því er nýting11 sjávarspendýra varðar. Bandaríkja' menn hafa ákveðið að stefna að einkarétti eigin frumbyggja á hval' veiðurn og að Bandaríkjaþing látx ser ekki lengur nægja að setja lög fyrir þa sem það hefur urnboð frá, heldur eiga lög þess hér eftir að hafa að meira eða minna leyti gildi fyrir alla heiniS' byggðina. Við þessum stórmerkilegu tíðindum er svo sem lítið að segja °§ flestum hér á landi væri hjartanlega sama um ályktanir Bandaríkjastjórnar ef ekki væri fyrir þá sök að pólitísk og efnahagsleg staða er nú þannig að Bandaríkin standa nú á hátinfl* pólítískra áhrifa en íslendingar hafo aldrei átt lakari vígstöðu. Öllum er kunnugt um hversvegna Bandaríkm standa svo sterk pólítískt. Hrun aust' urblokkarinnar og reikul stefna V- Evrópu hefur leitt til aukins væglS Bandaríkjanna í heimspólítíkinni. b' lendingar standa hinsvegar einstak' lega illa nú vegna minnkandi útflutn' ingstekna, en sérstaklega þó vegn*1 mikilla erlendra skulda sem hlaðtst hafa upp í kaupæði nýríkrar þjóðar a síðustu árum. Vegna erfiðrar efnahagsstöðu verða íslendingar á næstunni að vera í annarri röð í baráttu fyrir hvalveið um og láta nægja að styðja Japant og Norðmenn með ráðum en ekki dáð um. Höfum þó í huga að vígstaðan a eftir að batna. Þar kemur bæði til a þróun efnahagsmála er á okkar va og við höfum alla burði til að tryggfi efnahaginn og hitt er augljóst a óvenjuöflug staða Bandaríkjan11 ntun ekki endast út áratuginn. 216 ÆGIR 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.