Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 15
-2- Hagkvœmni veiða Hagfræðingar hafa ótrauðir haldið bvi fram að hámark hagræðingar og ilagnaðar í útgerðinni náist aðeins nieð því að færa veiðiheimildirnar á seni fest skip. Eitt megininntakið í þessum kenningum er að mikill virð- jsauki í greininni sé í raun þjóðhags- eEa óhagkvæmur, þ.e. með fækkun ^arfa í sjávarútvegi snúi þeir sem frá lverfa að öðrum verkefnum. Snrábátaeigendur hafa andmælt Pessu og haldið því fram að hámark agtæðingar og arðs sé að sem flest St°rf skapist af auðlindinni sem gefa mannsæmandi laun án þess að kröf- Unni um arð sé kastað fyrir róða. Er Su ^enning í takt við þann raunveru- eika sem við lifum við á tímum sam- tattar og vaxandi atvinnuleysis. Hér Verra aðilar ekki úr sjávarúrveginum 11 annarra verkefna eins og hendi sé veifað. Verkefnin eru einfaldlega ekki tu staðar. Sjávarútvegsstofnun Háskóla ís- ^nds vann fyrir Landssamband smá- átaeigenda skýrslu smábátaútgerðar- lnnar á árinu 1989. Þegar niðurstöð- Ut sitýrslunnar eru bornar saman við p^ur Þjóðhagsstofnunar og Fiski- e ags Islands gagnvart öðrum út- §er arflokkum koma yfirburðir smá- ataútgerðarinnar um hagkvæmni utBerðarinnar ótvírætt í ljós (sjá st¥aritið, „Hagnaður sem hlutfall af ,C, Íurn )• Rétt er að taka það fram er.að beir smábátar sem lentu í úr- a i Sjávarútvegsstofnunar Háskóla ands voru mjög blandaður hópur ,Va veiðiréttindi snertir, þ.e. jafnt otabátar sem og krókabátar. • Atvinnuöryggi fiskverkafólks ikil umræða hefur átt sér stað 111 utning fiskvinnslunnar á haf út. Markmið fiskveiðistjórnunarlaganna er m.a. að tryggja atvinnuöryggi fisk- verkafólks. Vandséð er hvernig færsla vinnsl- unnar um borð í veiðiskipin þjónar því markmiði. Skilyrði þess að nálg- ast þetta markmið er að aflanum sé landað innanlands. Smábátar upp- fylla þau skilyrði betur en aðrir út- gerðarflokkar. Rétt er að minna á að með til- komu EES-samningsins falla niður háir tollar á ferskum flökum á sama tíma og helstu samkeppnisaðilar okk- ar, Norðmenn, fá niðurfellingu tolla á frystum flökum sem vegna bókunar 6 hafa engir verið á sambærilegum frystum íslenskum fiskafurðum. Tilkoma EES mun því tvímæla- laust auka vægi ferskustu fiskafurð- anna - og þar með tilvist smábátaút- gerðarinnar við að færa að landi afla sem tekinn verður til frekari vinnslu í íslenskum fiskvinnsluhúsum. 4. Efling byggðar Fjölmörg byggðarlög byggja af- komu sína alfarið á veiðum smábáta ogmörg þeirra eru verulega háð þeim. Smábátaeigendur hafa marg- bent á að ódýrasta byggðastefna sem stjórnvöld geta staðið að er að hlúa að veiðum smábáta. Þetta sjónarmið hafa stutt á fimmta tug bæjar- og sveitarstjórna um land allt. í skýrslu sem Karl Benediktsson landfræðingur vann á síðasta ári og ber yfirskriftina „Smábátaútgerð á tímum breytinga í sjávarútvegi" kom það vafalaust mörgum á óvart hversu stórt hlutverk smábátaútgerðin leikur í atvinnulífi landsmanna. U.þ.b. 4000 störf skapast af henni til lands- ins og fimmtungur íslensku sjó- mannastéttarinnar stundar sjó- mennsku sína á smábátum. A Austurlandi er um 10% alls vinnuafls í kringum smábátaútgerð- ina. Skýrslan var gerð með hliðsjón af útgerðarháttum á árinu 1991. Þá sýna niðurstöður skýrslunnar glöggt að smábátaútgerðin fellur afar vel að hinu félagslega munstri hérlendis. Félagslegu þættirnir í sjávarútvegin- um hafa Iítið sem ekkert verið skoð- aðir í allri umræðunni um málefni atvinnugreinarinnar. Þeir þættir sýna okkur að ekki er nóg að rækta nytja- stofnana í hafinu heldur þarf einnig að huga að ræktun mannlífsins í landinu. 5. Umgengni og nýting auðlindarinnar Bætt umgengni og nýting auð- lindarinnar hlýtur að teljast eitt af höfuðmarkmiðum stjórnvalda. Bæði þessi markmið hafi fjarlægst með þróun undangenginna ára. Látlaus tilflutningur veiðiheimilda frá þeim bátum og skipum sem kyrrstæð veigalítil veiðarfæri nota yfir á stór- virk botndregin veiðarfæri þjóna alls ekki þessum markmiðum. Samhengi þess að veiðarnar hafa færst frá kyrrstæðum veiðarfærum yfir á dregin veiðarfæri og hnignun fiskistofna á sama tíma er sláandi. Fiskveiðisaga fjölmargra þjóða er spegilmynd þessarar þróunar. Islend- ingar verða að líta til þessara sögu í þeim tilgangi að hér megi lagfæra ýmsa þætti svo minnka megi líkurnar á að íslenska þjóðin þurfi að ganga í gegnum þær hörmungar er nú dynja yfir frændur okkar Færeyinga og íbúa Nýfundnalands. Orn Pálsson er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 4. TBL.1993 ÆGIR 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.