Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 20
um ef fram heldur sem horfir. Þetta
eru alvarleg tíðindi og mun reyna
verulega á félagsmenn að þeir snúi
bökum saman til að bjarga félaginu
frá mögulegu greiðsluþroti og jafn-
framt að efla félagið aftur til fyrri
vegs og virðingar.
Félagsstarfiö og Fiskiþing
Eins og kunnugt er samanstendur
Fiskifélagið af 7 fiskideildum eftir
landshlutum og 13 samtökum í sjáv-
arútvegi. Því miður hefur starfsemin
í deildunum oft verið lítil sem engin.
I flestum tilvikum hefur verið látið
nægja í deildunum að boða aðalfund,
þar sem oft og tíðum sömu mennirn-
ir mæta eftir að hafa hringt sig sam-
an. Engar félagaskrár hafa verið til í
deildunum og því ekki í raun vitað
hverjir eru félagsmenn deildanna,
nema í Reykjavíkurdeildinni.
Þessu þarf að breyta. Gera þarf
stórátak að fjölga félögum í deildun-
um og rífa upp starfið og gera deild-
irnar að miðstöðvum sjávarútvegs-
umræðunnar. Eigi Fiskifélagið að
vera sá aðili sem sýni þverskurð af
þeim sjónarmiðum sem eru innan
sjávarútvegsins og sá aðili sem opin-
berir aðilar og aðrir Iíta til, þá þarf að
vera fyrir hendi eitthvert félagsstarf í
deildunum. Það er ekki nóg að
nokkrir menn í heilu landsfjórðung-
unum komi saman einu sinni á ári til
þess að spjalla saman og til að kjósa
e.t.v. sjálfa sig á Fiskiþing. Kraftur
Fiskifélagsins mótast af áhuga félags-
manna og verður aldrei annað en
spegilmynd þess.
Fiskiþing hefur alltaf vakið mikla
athygli fjölmiðla og þær samþykktir
sem þar eru gerðar, sem ekki sízt
markast af því að á Fiskiþingi sitja
fulltrúar er koma frá öllum greinum
sjávarútvegsins. Þar eru sjávarútvegs-
málin rædd á breiðum grundvelli,
enda er Fiskifélagið eini aðilinn inn-
an sjávarútvegsins þar sem ekki heyr-
ast eingöngu sjónarmið einstakra
hagsmunaaðila, þar sem eintóna
samþykktir eru gerðar. Fiskiþing hef-
ur einatt verið sá aðili sem hefur
reynt að ná samtöðu um hin ólíku
hagsmunaatriði eftir að sjónarmið
einstakra hagsmunaaðila hafa verið
reifuð og engin samstaða náðst um
slíkar einhliðasamþykktir sérhags-
munaaðila. Ekki sízt fyrir þá sök
getur ekki annar aðili komið í stað
Fiskifélagsins og Fiskiþings. Þó það
væri ekki vegna annars en þessa, þá
sýnir það nauðsyn þess að starfsemi
Fiskifélagsins leggist ekki af.
Til þess að Fiskifélagið og Fiski-
þing geti verið sá aðili sem móti
stefnumarkandi leiðir innan sjávarút-
vegsins og verði sá marktæki aðili sem
menn vilja og ætlast til, þá skiptir
miklu máli hverjir veljast á Fiskiþing
sem fulltrúar hinna ólíku hagsmuna
og sjónarmiða innan sjávarútvegsins.
Það hefur oft verið gagnrýnt að
þeir fulltrúar sem kornnir séu á Fiski-
þing eða valdir til fundarsetu af sam-
tökum sem eiga aðild að félaginu séu
menn sem séu ekki nógu áhrifamiklir
á sínu sviði til að geta talist fulltrúar
einstakra greina sjávarútvegsins. Þá
séu menn margir hverjir komnir við
aldur og í raun hættir beinum af-
skiptum af sjávarútvegsmálum og því
ekki lengur í nánurn tengslum við
það sem er að gerast á hverjum tíma í
sjávarútvegsgreinunum.
Ekki skal farið hér frekar út í þá
gagnrýni. Ljóst er þó að til þess að
mark sé tekið á Fiskiþingi þá er
nauðsynlegt að þeir fulltrúar sem það
sitja geti talizt virkir talsmenn þeirra
greina sjávarútvegsins sem þeir koma
úr. Til þess að svo geti orðið þurfa
deildirnar að laða í raðir sínar virka
aðila úr sjávarútvegsgreinum, en uf
röðum þeirra eru fulltrúar á Fiski'
þing síðan kosnir.
Næsta Fiskiþing verður haldið a
hausti komanda. Nauðsynlegt verður
í sparnaðarskyni að stytta það og
rætt um þriggja daga Fiskiþing.
Lokaorö
Eins og áður gat, þá er fjárhagur
félagsins mjög slæmur, svo slæmur að
tilvera félagsins hangir á bláþræði
verði ekki breyting á fjárhagsstöðu
þess. Þótt stjórnendur félagsins le,rl
allra Ieiða til að spara og hagræða þa
er ljóst að það eitt og sér hrekkur
hvergi til. Nú er fyrirsjáanlegt að
verulegur niðurskurður verður a
næstu fjárlögum. Þótt enginn niður-
skurður íjár yrði gagnvart Fiskiféla§7
inu mundi það ekki duga félaginu- 1
raun þarf að auka fjárveitingarnar f,a
því sem nú er og mætti þá segja að
félaginu yrði bætt það sem af því vaf
tekið langt fram yfir aðra aðila á fjar'
lögum síðustu ára.
Mjög erfiðir tímar fara í hönd fy1
ir félagið á næstu mánuðum-
reyndar orða það svo að fjárveitinga
nefnd Alþingis hafi líf Fiskifélag Is'
lands í hendi sér. Hafi menn e,n
hvern tíma haft áhuga á félaginu ng
því sem það stendur fyrir þá mu11
reyna á það á næstu mánuðuni og
ekki öðru trúað en að menn snuj
bökum saman og berjist til þrautar t
að tryggja að félagið geti starfað önn
ur 80 ár í íslenzkum sjávarútvegu__.
Jónas Haraldsson , ,
er formaður stjórnar Fiskifélags Isl«n
178 ÆGIR 4. TBL. 1993