Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 8
meira. Mikið framboð er víða á ódýr- ari fisktegundum eða frá fram- leiðendum eins og Rússum sem sætta sig við mun lægra verð en flestar aðr- ar fiskveiðiþjóðir á norðurhveli jarð- ar. I þeirri samkeppni gildir að fram- leiða góða vöru og tryggja áreiðanleik í afgreiðslu og þjónustu. í þeim efn- urn hafa íslensku stórfyrirtækin stað- ið sig vel, en því miður er ákveðin hætta á því að tækifærissinnaðir út- flytjendur reki undirboðsviðskipti og selji jafnvel lélega vöru sem gæti komið óorði á íslenska fiskframleið- endur. Það væri sorgleg niðurstaða fyrir íslensku þjóðina ef áratuga verðmæt markaðsuppbygging væri rifin niður og eyðilögð vegna vanhugsaðrar sam- keppni íslenskra aðila í útflutnings- málum. Höfundur þessarar greinar er eindregið fylgjandi frjálsri sam- keppni, en því aðeins að hún gagnist íslendingum og sé þjóðinni hag- kvæm. Starfsemi íslensku fyrirtœkjanna erlendis Á síðustu árum hefur orðið rnikil breyting á skipan útflutningsmála á Islandi. í stað fárra stórra útflutn- ingssamtaka, sent önnuðust sölu meginhluta afurðanna, hafa komið til skjalanna tugir aðila, einstaklingar og fyrirtæki, sem bjóða til sölu ís- lenskar sjávarafurðir á umboðssölu- grundvelli. Fæst þessara nýju fyrir- tækja fjárfesta sem nokkru neinur 1 sölu- og markaðsuppbyggingu er- lendis. Fjárhagsleg geta þeirra og hugsan- lega vilji til slíkra hluta er takmark- aðri heldur en hjá stóru sölufyrir- tækjunum. Með tilliti til lengri tíma sjónarmiða í uppbyggingu í sölu- og markaðsmálum, sem hafa skilað Is- lendingum farsælum árangri á liðn- um áratugum í skjóli sölusamtak' anna, er aukin hætta á að skemntri tíma sjónarmið um stundarávinning verði ríkjandi í framboði fisks. Hætt- an er m.a. fólgin í því að við þrengri markaðsaðstæður vegna aukins frant' boðs fisks annars staðar frá, s.s. Alaskaufsa og Alaskaþorsks, Rússa- fisks o.s.frv., aukist líkur á að hinn mikli fjöldi seljenda hefji undirboð til að losna við fiskinn. Þegar er farið að örla á þessari þróun. Er hún út- gerð og fiskiðnaði stórhættuleg, ð ekki er spyrnt við fæti í tæka tíð. í útflutningi frystra sjávarafurða eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og íslenskar sjávarafurðir hf. með um 68,0% heildarútflutnings miðað við verðmæti. Þar af var S.H. með 42% og Í.S. með 26%. í 8. töflu er skipt' ingin nánar sýnd, bæði hvað magn og verðmæti áhrærir. Þessi tvö fynt' tæki bera ægishjálm yfir aðra útflytj' Tafla 8 Útflutingur S.H. og Í.S. 1991 og 1992 Magn Verðmæci - CIF 1991 1992 1991 1992 Smál. Smál. Millj. kr. Millj. kr._ Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 84.100 83.187 19.600 19.300 Islenskar sjávarafurðir hf. 52.660 50.530 13.000 12.300 Samtals 136.759 133.717 32.600 31.600 166 ÆGIR 4. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.