Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 18
ins og fiskideildanna víðsvegar um landið, enda ber að líta á Ægi sem blað félagsmanna ekki sízt. í umræð- unni um Ægi hafa menn talið að fé- Iagsmönnum Fiskifélagsins beri að vera áskrifendur að blaðinu á þann hátt að mönnum verði gert skylt að greiða félagsgjald til félagsins, en fái Ægi jafnframt ókeypis. Samþykkti stjórn félagsins á síðasta fundi sínum að stefnt skuli að upptöku félags- gjalda. Mun fljótlega verða tekin ákvörðun um upphæð þeirra og annað sem tilheyrir félagsaðild. Frœöslumál Meginþáttur í starfsemi fræðslu- deildarinnar hefur verið skipulagning sjóvinnukennslu í skólum landsins. 1 frumvarpi til fjárlaga fjárlagaárið 1993, sem lá fyrir er nýkjörin stjórn tók til starfa, korn fram að ekki var ætlað neitt til sjóvinnukennslu, held- ur ákveðin fjárhæð sern biðlaun til þess starfsmanns sem annast hefur þetta starf. Með þessu móti hafði sú ákvörðun verið tekin að leggja þetta starf niður. Stjórn félagsins gat á engan hátt sætt sig við að sjóvinnukennslan yrði lögð af. Fóru fulltrúar stjórnar á fund fjárveitinganefndar, sem tók tillit til óska félagsins og samþykkti fjárveit- ingu þá sem félagið óskaði eftir sem Alþingi síðan afgreiddi á fjárlögum. Hefur félagið fullan hug á því að reyna að tengjast meira fræðslumál- um í sjávarútvegi, t.d. með því að taka að sér skipulagningu nýliða- fræðslu, þegar og ef nýliðum til sjós verður gert skylt að fá þjálfun í und- irstöðuatriðum sjómennsku áður en þeir hefja sinn sjómannsferil. Það er áhugi stjórnar félagins að eignast bát sem konti í stað skóla- bátsins Mímis. Vísast til greinar er undirritaður skrifaði um það mál og birtist í síðasta Ægi. Síðan hefur það gerzt að bátur sá sem menn höfðu áhuga á að fá gegnum Hagræðingar- sjóð var seldur og er því ekki lengur í myndinni. Haldið verður áfram að leita að hentugu skipi sem stæði fé- laginu til boða án greiðslu. Reiknað er með að það geti kostað 8-10 millj' ónir að gera slíkt skip út. Rekstur Fiskifélagsins Nú liggja fyrir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1992- Tap félagsins var rúmar 15 milljónir og rúmar 12 milljónir árið 1991- Stafar þetta fyrst og fremst af þeirri staðreynd að félagið hefur orðið að sæta verulegum niðurskurði á fjárlög- um og langt umfram flesta þá aðila sem fá úthlutað af fjárlögum. Hefur þetta gengið svo langt að sá grunur læðist að mönnum að verið sé vísvit- andi að reyna að svelta félagið fjár- hagslega til dauða. Þá verður það að segjast eins og er að hagræðingar og sparnaðar hefur ekki verið gætt hjá félaginu senr skyldi á síðustu árum. Hefur núver- andi stjórn félagsins unnið að þvi hörðurn höndum að gera hér á brag' arbót eftir mætti. Rúmsins vegna verður að bíða með að segja frá þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eða ætlunin er að grípa til. Mun væntanlega verða greint frá því síðar, svo og starfsntannahaldi félagsins og hvernig þau mál munu þróast. Fullljóst er að félagið stendur a krossgötum hvað þessi mál snertir. Fjárhagsstaða félagins er orðin svo slæm að tilverugrundvelli félagsins er stórlega ógnað og óljóst á þessari stundu hvernig félaginu reiðir af a næstunni, ef fjárstreymi til félagsins breytist ekki verulega til batnaðar. Er sá möguleiki fyrir hendi að rnenn geti þurft að horfa fram á það að fé' lagið hreinlega verði að hætta störf' 176 ÆGIR 4.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.