Ægir - 01.04.1993, Blaðsíða 48
FBÁ_______
TÆKNIDE/LD
Saimtarfsverkefni:
Olíubætiefni og búnaður
Almennt
Um nokkurt skeið hefur verið í
undirbúningi samstarfsverkefni sent
hlotið hefur vinnuheitið „Olíubætir“.
Verkefnið beinist að því að kanna
notagildi olíubætiefna og búnaðar
sem verið hafa á markaðnum hér-
lendis síðustu missiri og byrjað er að
nota í fiskiskipum í litlum mæli.
Notagildi bætiefna (búnaðar) beinist
einkum að áhrifum þeirra til minni
eldsneytisnotkunar og mengunar, en
einnig að áhrifum þeirra almennt við
keyrslu véla.
Verkefni þetta er samstarfsverkefni
eftirtalinna aðila:
- Landssambands íslenskra útvegs-
manna
- Tæknideildar Fiskifélags Islands
og Fiskveiðasjóðs (TFF)
- Vélskóla Islands
Myndin sýnir mengunarmœlitœkjabúnað Vélskólans.
Að auki byggist verkefnið á þatt-
töku ákveðinna útgerðarfyrirtækja
hvað varðar skip sem mæld verða.
Endanleg verkefnislýsing liggur nu
fyrir, en eftir er að tryggja fjármögn'
un.
Framkvœmd
I framkvæmd inniheldur verkefo'
ið eftirfarandi verkþætti:
1. Safna gögnum um viðkomandi
efni frá framleiðendum (umboðs-
aðilum).
2. Afla upplýsinga kerfisbundið fia
notendunt (fiskiskipum) um
notkun bætiefna og notagild*
þeirra.
3. Gera aflnýtnimælingar um borð i
nokkrum fiskiskipum, fyrir og eft'
ir bætiefni, þar sem eldsneydsnýt'
ing vélar er borin saman við miS'
munandi álag, bæði aðalvéla og
hjálparvéla.
4. Gera mengunarmælingar urn borð
í fiskiskipum fyrir og eftir bæti-
efni.
5. Gera hagkvæmnisútfeikninga fýrir
tilteknar skipsgerðir.
6. Setja santan endanlega skýrslu og
upplýsingablað með meginniðui-'
stöðum.
Ljóst er að verkefni sem þetta þarf
að vinna um borð í fiskiskipunum
sjálfum að stærstum hluta og í nanu
samstarfi við eigendur og stjórnendm
skipanna.
Fyrirliggjandi reynsla hefur sýnt
að þessir aðilar eru fúsir að leggja sitt
af mörkum í rannsóknir sem geta
leitt til framfara, hagræðingar og
sparnaðar í útgerð og rekstri fiski'
skipa. Því hafa verkefni sem þeSSl
206 ÆGIR 4. TBL. 1993